Erlent

Innflytjendum til Danmerkur fjölgar og tilgangurinn breytist

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Stöð 2

Fjöldi útgefinna dvalarleyfa í Danmörku hefur nær tvöfaldast síðan árið 2002. Það ár gáfu Danir út rúm 33.000 leyfi en í fyrra voru þau hátt í 59.000.

Samsetning innflytjendahópsins hefur hins vegar tekið verulegum stakkaskiptum. Mun meira er nú um að innflytjendur komi frá vestrænum löndum og er þar áberandi stór hópur frá nýju Evrópusambandslöndunum. Þá er meira um að fólk sem flytur til Danmerkur geri það til að sækja sér menntun. Karen Elleman, þingmaður Venstre-flokksins, fagnar þessu og segir það gleðiefni að fólk flytji til landsins til að taka virkan þátt í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×