Erlent

Sigla til hafnar í Japan til að mótmæla háu olíuverði

MYND/AP

Þúsundir japanskra sjómanna sigla nú bátum sínum í höfn til að mótmæla háu olíuverði, sem er að sliga útgerðirnar.

Ekkert lát er á olíuverðshækkunum og það bitnar á sjómönnum í Japan jafnt og á sjómönnum á Íslandi. Japanskir sjómenn hafa nú gripið til þess örþrifaráðs að sigla allir sem einn í land til að vekja athygli stjórnvalda í Japan á hríðverslandi kjörum útgerðanna.

Þær eru að sligast vegna olíukostnaðar og nú er svo komið að aflinn dugar engan veginn fyrir kostnaði við rekstur skipa og báta. Sjómennirnir vekja athygli á því að olían til þeira hefur hækkað um meira en helming á einu ári. Um þrjú þúsund sjómenn taka þátt í aðgerðunum nú sem standa í tvö daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×