Erlent

Þrír ákærðir fyrir aðild að morðinu á Politkovskaju

Rússnesk yfirvöld hafa ákært þrjá menn fyrir aðild að morðinu á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju í október 2006.

Auk mannanna þriggja hefur starfsmaður leyniþjónustu landsins, FSB, verið ákærður fyrir að afhenda mönnunum þremur heimilisfang Politkovskaju. Morðinginn sjálfur, Rústam Makhmúdov, gengur hins vegar enn laus.

Hann er grunaður um að hafa myrt Politkovskaju fyrir utan heimili hennar í Moskvu. Politkovskaja hafði um alllangt skeið skrifað fréttir sem ekki voru stjórnvöldum að skapi, meðal annars um framgöngu rússneska hersins í stríðum í Tsjetsjeníu. Vakti morðið á henni mikla umræðu um öryggi blaðamanna í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×