Erlent

Japanskur sjálfsmorðsfaraldur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Sjálfsmorðsfaraldur fer nú um Japan en tíðni sjálfsmorða þar hækkaði um 2,9 prósent árið 2007. Rúmlega 30.000 manns sviptu sig lífi í Japan í fyrra og skipar sú tala landinu í efsta sæti á lista yfir dánarlíkur af völdum sjálfsmorðs meðal þróaðra landa.

Rúmlega 30.000 manns sviptu sig lífi í Japan í fyrra og skipar sú tala landinu í efsta sæti á lista yfir dánarlíkur af völdum sjálfsmorðs meðal þróaðra landa.

Tölfræðileg gögn stjórnvalda í Japan sýna að karlmenn á fertugsaldri skipa langstærsta áhættuhópinn með tilliti til sjálfsmorða og það er þunglyndi vegna atvinnu þeirra sem er algengasta ástæðan fyrir þessu óyndisúrræði. Sál- og félagsfræðingar segja þessa vinnutengdu depurð vera eitthvað sem þjóðin hafi skellt skollaeyrunum við of lengi.

Atburðir á borð við hnífstunguárás Tomohiro Kato fyrir nokkrum vikum sýni það svo ekki verður um villst að vonleysi tengt atvinnu geti orðið kveikjan að skelfilegum verkum. Félagsfræðingur nokkur lét þau orð falla að í iðrum japansks samfélags leyndist stór ósýnilegur her af Katoum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×