Fleiri fréttir

Þrír Bandaríkjamenn féllu í Írak

Þrír bandarískir hermenn létust eftir að hafa orðið fyrir skothríð vígamanna í Salahuddin héraði í Írak í dag. Tveir hermenn til viðbótar særðust í árásinni.

Bandaríkjamenn í Líbanon beðnir um að vera á varðbergi

Bandaríska sendiráðið í Beirut hefur fyrirskipað starfsfólki sínu að hafa hægt um sig og beðið bandaríska ríkisborgara að forðast fjölfarna staði. Þetta eru viðbrögð sendiráðsins við sprengjuárás á bíl þess í gær sem varð þremur að bana.

Barnsrán á Spáni minnir á mál Madeleine

Örvæntingarfull leit fer nú fram af fimm ára gamalli spænskri stúlku sem hefur verið saknað síðan á sunnudag þegar hún hvarf skammt frá heimili sínu í Huelva á Spáni. Stúlkan, Mari Luz Cortes, fór út að kaupa kartöfluflögur í hverfissjoppunni örfáar húsalengdir frá heimili sínu. Fjölskyldan fór að leita hennar þegar hún kom ekki til baka og tilkynnti um hvarfið.

Ég má láta hengja hann -nei ég

Það er svo mikill losarabragur og ósætti í ríkisstjórn Íraks að þar er jafnvel ekki hægt að hengja menn sem búið er að dæma til dauða.

Ráðsmaður Díönu laug um hring

Paul Burrell fyrrverandi ráðsmaður Díönu prinsessu kom fram sem vitni við réttarrannsóknina á dauða hennar í dag. Þar sagðist hann af ásettu ráði hafa haldið því leyndu að Dodi Fayed hafi gefið prinsessunni hring skömmu áður en þau létust í bílslysi.

Milljarða sekt fyrir skipstapa

Franski olíurisinn Total SA var í dag dæmdur til þess að greiða háa sekt og enn hærri bætur vegna olíuflutningaskipsins Eriku sem brotnaði og tvennt og sökk árið 1999.

Og forða oss frá kertum - Amen

Rúmensk kirkja sem alfarið er búin til úr ís er svo vinsæl að gripið hefur verið til þess ráðs að banna að kveikja á kertum í kirkjunni, svo hún bráðni ekki.

Jónatan Motzfeldt segir af sér

Jónatan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni.

Keníska lögreglan skaut mótmælanda til bana

Lögreglan í Kenía skaut mann til bana í mótmælum stjórnarandstöðunnar í borginni Kisumu í dag. Alfred Onyango, íbúi og vitni að atburðinum, sagði að þegar lögreglan leysti upp eitt þúsund manna mótmæli, hefði hún skotið tvo menn, einn hefði látist og annar væri alvarlega slasaður.

Kaldasti vetur á Grænlandi í áratug

Grænlendingar verða ekki mikið varir við hlýnun jarðar þessa daganna því veturinn þar í landi, það sem af er, mun vera sá kaldasti í áratug.

Páfinn afboðar heimsókn í háskóla

Benedikt páfi hefur afboðað heimsókn sína í virtan háskóla á Ítalíu eftir að kennarar við skólann mótmæltu skoðunum páfans á réttarhöldunum yfir Galileo.

Loksins sigraði Romney

Fréttaskýrendur eru farnir að líkja forkosningunum í Bandaríkjunum sem rússibanaferð þar sem allt getur gerst. Og nú var komið að Mitt Romney sem vann forkosningar Repúblikana í Michigan nokkuð örugglega. Hillary Clinton vann táknrænan sigur Demókrata.

Sea Sheperd liðum sleppt

Japönsk yfirvöld hafa fyrirskipað lausn tveggja baráttumanna gegn hvalveiðum sem komust um borð japanskt í hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær.

Díana vildi ekki að Karl yrði kóngur

Dína prinsessa var á þeirri skoðun að eiginmaður sinn ætti ekki að verða konungur og að sleppa ætti einni kynslóð svo Vilhjálmur sonur hennar gæti fyrr tekið við krúnunni.

Páfi lætur undan þrýstingi mótmælenda

Benedikt páfi hætti í dag við að halda ræðu við skólasetningu einn virtasta háskóla Rómar á fimmtudag eftir að fyrirhuguð mótmæli nemenda og kennara ógnuðu því að varpa skugga á athöfnina.

Jarðsprengja banaði kanadískum hermanni

Kanadískur hermaður lét lífið í Afganistan í dag þegar faratæki sem hann var farþegi í keyrði yfir jarðsprengju. Hann lést samstundis. Alls hafa tæplega 80 kanadískir hermenn látist í Afganistan síðan að Talbönum var steypt af stóli árið 2002.

Mazda brúar bilið

Mazda Furai er ætlað að brúa bilið á milli kappakstursbíls og sportbíls, í nýjum götubíl. Nýi bíllinn er grundvallaður Le Mans kappaksursbíl.

Á fjórða þúsund hermenn sendir til Íraks

Bandaríkjamenn ætla að senda 3200 hermenn til Íraks til viðbótar við þá sem eru þar nú. Sky fréttastöðin greinir frá þessu. Gagnrýni á hersetu Bandaríkjamenn fer sífellt vaxandi og Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að tuttugu þúsund hermenn yrðu kallaðir heim frá Írak innan hálfs árs.

Árás á bandaríska sendiráðsbifreið

Að minnsta kosti þrír létu lífið og fjölmargir særðust þegar sprengjuárás var gerð á bandaríska sendiráðsbifreið í Beirut, höfuðborg Líbanons í dag.

Reyndu að flækja skrúfu hvalveiðiskips

Japanar segja að áður en tveir af liðsmönnum Sea Shepherd réðust um borð í hvalveiðiskip þeirra hafi skip Sea Shepherd reynd að flækja köðlum í skrúfu þess, auk þess sem áhöfnin hafi fleygt flöskum með sýru yfir á þilfar hvalveiðiskipsins.

Bundu hvalverndunarsinna við mastur hvalveiðiskips

Japanskir hvalveiðimenn voru ekki að tvínóna við hlutina þegar tveir hvalaverndunarsinnar réðust um borð í skip þeirra í morgun til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suður-Íshafi. Tvímenningarnir voru bundnir við mastur hvalveiðiskipsins.

Moon segir Störe hafa verið skotmark talibana

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir utanríkisráðherra Noregs og sendinefnd hans hafa verið skotmark talibana sem réðust á hótel í Kabúl í Afganistan í gær.

Þrjár drottningar í New York

Hinar þrjár drottningar Cunard skipafélagsins hittust í fyrsta og eina skiptið á sínum ferli í New York á sunnudag.

Hérna er jólatrÉÉÉÉÐ

Þýskur maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa losað sig við jólatréð sitt með því að fleygja því út um glugga á þriðju hæð.

Pylsuskortur hrellir Svisslendinga

Svissneskir slátrarar eru áhyggjufullir þessa dagana og hafa varað þjóðin við yfirvofandi pylsuskorti í landinu á þessu ári.

Hóta að draga úr aðstoð

Evrópusambandið íhugar nú alvarlega að draga verulega úr aðstoð sinni við Kenía náist ekki sættir á landinu eftir umdeildar kosningar sem fram fóru fyrr í mánuðinum.

Norski blaðamaðurinn látinn

Annar Norðmannan sem særðust í sprengjuárás í Afganista nú síðdegis er látinn. Hann var blaðamaður í fylgdarliði norska utanríkisráðherrans, Jonas Gahr Störe. Ráðherrann var staddur á hótelinu þegar ráðist var á það en hann er óskaddaður.

Störe slapp með skrekkinn - Tveir Norðmenn særðust

Tveir Norðmenn í fylgdarliði norska utanríkisráðherrans særðust í sprengjuárás á hótel í Kabúl í Afganistan nú síðdegis. Ráðherrann var staddur á hótelinu þegar ráðist var á það en hann er óskaddaður.

Sjá næstu 50 fréttir