Fleiri fréttir

Berlínarbúar brjóta reykingarbann

Reykingarbann tók gildi í Berlín þann 1.janúar. Bannið nær til skemmtistaða og svipar til þess sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 1.júní.

Apar borga fyrir kynlíf

Ný rannsókn á villtum öpum í Indónesíu hefur leitt í ljós að karlapar borga fyrir kynlíf.

Búist við blóðbaði á Sri Lanka

Hernaðarsérfræðingar telja að yfirvofandi sé mesta blóðbað á Sri Lanka síðan Tamíl tígrar hófu uppreisn sína árið 1983.

Fer fram á endurtalningu kjörseðla í Kenía

Ríkissaksóknari Kenía, Amos Wako, hefur farið fram á sjálfstæða rannsókn á niðurstöðum forsetakosninganna sem leiddu í ljós umdeildan sigur sitjandi forseta Mwai Kibaki. Wako sagði á þarlendri sjónvarpsstöð í dag að nákvæm talning á gildum kosningaseðlum ætti að eiga sér stað án tafar.

Sjö ára með sígarettur

Tyrkir eru með mestu reykingaþjóðum í heimi og þeim líst því illa á frumvarp til laga um að banna reykingar á opinberum stöðum.

Krókódíllinn rotaður

Tveir breskir tannlæknar hafa unnið mál gegn tískurisanum Lacoste. Tannlæknarnir notuðu mynd af krókódíl til þess að auglýsa tannlæknastofu sína.

Gerviaugu og börn gleymast á hótelherbergjum

Krukka með ösku, gerviauga og lítið barn eru meðal þess sem gleymdist á hótelum Travelodge keðjunnar á síðasta ári. Ýmis happatákn, borgarstjórahálsmen og kettlingur voru einnig meðal þess sem fannst á herbergjum síðustu 12 mánuði.

Söguðu hraðamyndavél niður

Tveir austurrískir unglingar hafa verið sektaðir um rúmlega níu milljónir íslenskra króna fyrir að höggva niður og grafa hraðamyndavél sem náði þeim á of miklum hraða.

Yfirmaður stofnunar braut reykingabann

Þegar Antonio Nunes fékk sér vindil í nýárspartý í Portúgal, virðist hann ekki hafa áttað sig á því að hann var að brjóta gegn lögum sem stofnun á hans vegum á að framfylgja.

Eldgosið í Chile færist í aukana

Hundruðir íbúa og ferðamenn hafa flúið frá landsvæðum í kringum eldfjallið Liama í Chile en eldgos hófst þar í vikunni.

Hópnauðganir í Kenía

Nauðgunum og þá sérstaklega hópnauðgunum á konum hefur stórlega fjölgað eftir að óeirðirnar vegna forsetakosninganna í Kenía hófust.

Tígrisdýrinu mögulega ögrað

Lögreglan í San Francisco í Kaliforníu rannsakar nú hvort hlutir sem fundust við búr tígrisdýrsins sem varð einum að bana og slasaði tvo á jóladag, hafi verið notaðir til að ögra dýrinu á einhvern hátt áður en það slapp.

Óeirðalögrelga beitir táragasi í Kenía

Lögregla í Kenía notaði táragas og öflugar vatnsbyssur til að halda aftur af mótmælendum á mótmælafundi gegn endurkjöri Mwai Kibaki forseta. Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar hvetur milljón manns til að safnast saman í Uhuru garðinum í Nairóbí. Hann sagði BBC að mótmælin mörkuðu tímamót í landinu.

Norræna herdeildin til liðs við Evrópusambandið

Sögulegt hernaðarsamstarf Svía, Norðmanna og Finna, auk Eista og Íra hefst í upphafi ársins. Þessar þjóðir senda í sameiningu 2.800 manns í herlið Evrópusambandsins , eða í svokallaða norræna herdeild

Norðmenn harma ákvörðun stjórnar Sri Lanka

Erik Solheim umhverfis- og þróunarmálaráðherra Noregs segist harma ákvörðun stjórnvalda á Sri Lanka að segja upp vopnahlésssamningi sínum við Tamíltígrana í landinu.

Óþarfi að drekka átta vatnsglös

Lestur við litla birtu hefur ekki slæm áhrif á augun. Ekki er heldur þörf á því að drekka átta vatnsglös á dag til að viðhalda heilsunni, og hár vex ekki hraðar eftir að það er rakað. Þessar kerlingabækur eru meðal þeirra sjö sem eru afsannaðar í jólaútgáfu British Medical Journal.

Odinga segir að fjöldafundur verði haldinn þrátt fyrir bann

Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenýa segir að fyrirhugaður fjöldafundur í höfuðborginni Naíróbí muni fara fram á morgun þrátt fyrir bann sem stjórnvöld hafa lagt við útifundum. Odinga, sem neitar að viðurkenna ósigur sinn í forsetakosningum um síðustu helgi hefur hvatt stuðningsmenn sína til að mæta til fundarins og segist hann búast við því að um milljón manns svari kallinu.

Íbúar Iowa ríða á vaðið á morgun

Fyrstu forkosningar fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram á morgun í Iowa ríki. Spennan er mikil og benda kannanir til þess að á meðal frambjóðenda demókrata séu þrír með svipað fylgi en á meðal Repúblikana eru þeir tveir sem þykja líklegastir til þess að fara með sigur af hólmi.

Kallaðir heim ef samkomulag ógilt

Stjórnvöld á Srí Lanka ætla að ógilda fimm ára vopnahléssamkomulag sitt við skæruliða Tamíltígra. Íslendingar og Norðmenn hafa haft eftirlit með því. Kalla þarf eftirlitssveitina heim innan tveggja vikna frá ógildingu. 9 Íslendingar eru nú við vopnahléseftirlit á Srí Lanka.

Hættu að reykja eða deyðu

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur vakið máls á þeim möguleika að skilyrða opinbera heilbrigðisþjónustu.

Sjúkrahús í ljósum logum

Sjúklingar og starfsfólk hafa þurft að flýja Royal Marsden sjúkrahúsið í London eftir að eldur braust út á efstu hæð þar fyrr í dag. Þak spítalans stendur í ljósum logum og reyk leggur langar leiðir. Óttast er að sjúklingar sem voru í skurðaðgerðum þegar eldurinn braust út séu enn á skurðstofunum.

Ný kjarnorkuver í Bretlandi

Búist er við að breska ríkisstjórnin samþykki í þessari viku að hefja smíði nýrrar kynslóðar kjarnorkuvera í landinu. Búast má við harðri andstöðu umhverfissinna.

Svelti hund í hel í nafni listarinnar

Um 400 þúsund manns hafa skrifað undir mótmælalista á netinu gegn því að listamaður frá Costa Rica verði fulltrúi lands síns á listasýningu Miðameríkuríkja í Honduras á þessu ári.

Skotið á lögreglu með flugeldum í bæ í Danmörku

Kalla þurfti til mikinn fjölda lögreglumanna vegna óeirða í bænum Kokkendal á Norður-Sjálandi yfir áramótin. Skotið var á lögregluna með flugeldum og mikil skemmdarverk voru unnin á verslunum í bænum bæði á gamlárskvöld og nýársnótt.

Gos hafið í eldfjalli í Chile

Gos er hafið í eldfjallinu Laima í Chile og hafa um 150 manns verið fluttir frá svæði í grennd við fjallið

Vandræði um borð í Queen Victoria

Það þykir boða ógæfu ef kampavínsflaskan brotnar ekki þegar skipi er hleypt af stokkunum. Og það er einmitt raunin í tilfelli Queen Victoria einu nýjasta og dýrasta skemmtferðaskipi heims.

Obama eykur forskot sitt á Clinton í Iowa

Það stefnir í spennandi forkosningar í ríkinu Iowa á fimmtudag, hinar fyrstu í forvalinu á forsetaefnum flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Nýjustu kannanir sýna að Barak Obama eykur forskot sitt á Hillary Clinton hjá Demókrötum.

Brennd inni í kirkju í Kenya

Yfir 250 manns hafa látið lífið í óeirðum í Kenya eftir hinar umdeildu forsetakosningar 27. desember síðastliðinn.

Ráðherra í klámkvikmyndum

Heilbrigðisráðherra Malasíu hefur viðurkennt að hann sé karlmaðurinn í tveim klámmyndum sem hefur verið víða dreift í landinu.

Zuma fyrir dómstóla í ágúst

Jakob Zuma forseti Afríska þjóðarráðsins verður dreginn fyrir rétt fyrir spillingu. Embætti ríkissaksóknara tilkynnti í dag að búið væri að leggja fram ákæru og réttarhöld hæfust í ágúst næskomandi.

Handtekinn fyrir orðróm um Putin

Maður sem vann hjá símafyrirtæki í Íran hefur verið handtekinn fyrir að koma af stað orðrómu um að gert hefði verið samsæri um að myrða Vladimir Putin Rússlandsforseta þegar hann kæmi til ráðstefnu í Teheran í október síðastliðnum.

Margrét þú ert hræsnari

Extra Bladet danska vandar Margréti Þórhildi drottningu ekki kveðjurnar vegna áramótaávarps hennar.

Færeyskan verður þjóðtunga

Færeyska landstjórnin hefur látið undirbúa þingsálykturnartillögu um að færeyskan fái stöðu þjóðtungu og verði einnig notuð í opinberu máli.

Sjá næstu 50 fréttir