Fleiri fréttir Æ fleiri ungar konur gera tilraunir til sjálfsvígs Æ fleiri ungar konur í Danmörku reyna að taka eigið líf. Frá árinu 1990 hefur tilraunum til sjálfsvígs meðal kvenna á aldrinum 20-29 ára aukist um 66% en aukningin hefur verið sérlega mikil á síðustu árum. 26.1.2006 06:46 Hamas og Fatah með yfir 40% atkvæða Hamas-fylkingin hlaut 42% atkvæða í þingkosningum Palestínumanna í dag en Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, fékk 45% ef marka má fyrstu útgöguspá vegna kosninganna. Þetta er nokkuð á skjön við niðurstöður kannana í aðdraganda kosninganna þegar Hamas var spáð um 30% atkvæða og Fatah um 40% 25.1.2006 20:01 Verkfalli flugmanna SAS í Danmörku er lokið Flugmenn SAS í Danmörku ákváðu í dag að snúa aftur til vinnu eftir að hafa fundað með stjórnendum félagsins. 25.1.2006 20:18 Google ritskoðað í Kína Kínverjar geta senn farið að notfæra sér Google-leitarvélina á Netinu, en böggull fylgir skammrifi. Leitarvélin verður stillt þannig að tiltekin leitarorð sem tengjast pólitísku andófi skila engum niðurstöðum. 25.1.2006 20:14 Íranar fagna tilboði Rússa Íranar fagna tilboði stjórnvalda í Moskvu um að Rússar auðgi úran fyrir þá en segja nauðsynlegt að útfæra tilboðið betur. Stjórnvöld í Teheran hóta því að hefja auðgun úrans af fullum krafti ef kjarnorkudeilu þeirra við Vesturveldin verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 25.1.2006 20:09 Ísraelar hindruðu kosningar í Austur-Jerúsalem Mikil spenna ríkti á herteknu svæðunum í Palestínu enda hafa þingkosningar ekki farið þar fram í áratug. Í Austur-Jerúsalem fékk aðeins brot kjósenda að neyta atkvæðisréttar. 25.1.2006 19:20 Spár benda til að Fatah fái flest atkvæði Fyrstu útgönguspár benda til að Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas hafi fengið um 46 prósent atkvæða í palestínsku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Að því er Reuters-fréttastofan hermir fengu hin herskáu Hamas-samtök rétt rúmlega þrjátíu prósent. 25.1.2006 19:09 Leitarsveit SOS-barnaþorpanna hefur uppi á börnum í Pakistan Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, látlausar rigningar og snjókomu, umhverfis skjálftasvæðið í Pakistan hefur leitar- og hjálparsveit SOS-barnaþorpanna haldið áfram uppteknum hætti við að finna og skrá börn sem eru ein á báti eftir jarðskjálftana. Nú eru 129 slík börn í umsjá SOS-barnaþorpanna og hefur þeim verið komið fyrir í barnaþorpum eða í neyðarskýlum SOS til bráðabirgða. 25.1.2006 15:39 Góð kjörsókn í Palestínu Kjörsókn í Palestínu hefur verið góð það sem af er degi en þar kjósa landsmenn nýtt þing, í fyrsta sinn í tíu ár. Útlit er fyrir að Hamas-hreyfingin fái nánast jafnmikið fylgi og Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta heimastjórnarinnar. 25.1.2006 11:27 Walt Disney kaupir Pixar Walt Disney hefur gert samning um kaup á teiknimyndafyrirtækinu Pixar á 7, 4 milljarða dollara eða sem samsvarar 455 milljörðum íslenskra króna og er áhætlað að öll hlutabréf Pixar verði komin í eigu Disney um mitt þetta ár. Ed Catmull verður forstjóri hins nýja sameinaða fyrirtækis Disney og Pixar. Steve Jobs einn af stofnendum Apple verður framkvæmdastjóri og formaður. 25.1.2006 09:15 Fylgi Fata og Hamas flokkanna hnífjafnt Kannanir benda til að fylgi Fata, flokks Abbasar forseta Palestínu, og Hamas, sem Ísraelsmenn telja hryðjuverkasamtök, sé hníf jafnt, en ellefu flokkar eru í framboði í þingkosningunum í Palestínu í dag.Sumir óttast að þar með verði friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs enn óljósari en aðrir benda á kosti þess að Hamas berjist fyrir markmiðum sínum á stjórnmálasviðinu í stað þess að grípa til hermdarverka. 25.1.2006 09:15 Chris Penn fannst látinn Leikarinn Chris Penn fannst látinn við fjölbýlishús í Santa Monica í Kaliforníu síðdegis í gær. Chris Penn er bróðir hins þekkta leikara Sean Penn. Ekki er enn vitað hvernig hann lést. Í dag átti að frumsýna síðustu mynd Chris sem hann lék í ,The Darwin Awards á Sundance kvikmyndahátíðinni. 25.1.2006 09:01 Fjöldi manns mótmælti áætlun ráðamanna á Hahítí Um fjögur hundruð mótmælendur gengu um götur fátækrahverfisins Cæt Solei á Haítí í gær til að mótmæla þeirri áætlun ráðamanna að flytja kjörstaði í forsetakosningunum sem fram undan eru í landinu út fyrir hverfið. Skotbardagar eru nánast daglegt brauð í hverfinu, og þá oftast á milli glæpaklíka og friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem mannrán eru afar tíð. 25.1.2006 09:00 Mannleg mistök orsökuðu hrun byggingarinnar Stjórnvöld í Kenýa greindu frá því í gær að eigandi nýbyggingarinnar, sem hrundi til grunna í Nairóbí, höfuðborg Kenýa, á mánudag, hafi legið svo mikið á að koma húsinu upp að hann hafi skipað verkamönnunum að byrja á nýrri hæð, áður en steypan hafi þornað á hæðunum fyrir neðan. 25.1.2006 08:44 Ísraelar verða að gefa eftir hluta af Vesturbakkanum Ísraelar verða að gefa eftir hluta af Vesturbakkanum til að tryggja meirihlutasamfélag gyðinga á svæðinu. Þetta sagði sitjandi forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, í fyrstu opinberu ræðu sinni eftir að hann tók við embætti á hinni árlegu Herzliya-ráðstefnu í Ísrael í gær. 25.1.2006 08:15 Búið að aflýsa 315 ferðum á vegum SAS Danski armur SAS flugfélagsins hefur aflýst öllu flugi, eða 315 ferðum samtals í dag vegna launadeilu flugmanna og félagsins, en flug félagsins var að mestu lamað í gær af sömu orsökum. Tugir þúsunda farþega, þeirra á meðal margir Íslendingar, hafa lent í umtalsverðum erfiðleikum vegna verkfallsins og ekki er séð fyrir endan á því. 25.1.2006 08:09 Bærinn ætlar ekki að greiða niður vændiskaup Fatlaður karlmaður í Árósum í Danmörku lagði nýverið fram kvörtun til félagsmálayfirvalda þar í bæ vegna þess að honum þótti sjálfsagt að bærinn myndi greiða niður kostnað hans fyrir vændisþjónustu. Maðurinn fór fram á fjárhagslega aðstoð á þeim forsendum að kaup á vændi væru einfaldlega of dýr fyrir mann í hans stöðu og því ætti bærinn að koma til móts við þau útgjöld hans. 25.1.2006 06:34 Háttsettir írakskir lögreglumenn grunaðir um aðild að hryðjuverkum Breskir og írakskir hermenn handtóku í dag fjórtán háttsetta lögreglumenn í borginni Basra. Þeir eru taldir eiga þátt í mikilli fjölgun hryðjuverka í borginni undanfarnar vikur. 24.1.2006 20:51 Fangar líklega fluttir til pyntinga með vitund stjórnvalda í Evrópu Rannsóknarnefnd Evrópuráðsins telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hafi flutt fanga á milli landa til þess að láta pynta þá. Nefndin telur mjög líklegt að ríkisstjórnir í Evrópuríkjum hafi vitað af þessu. 24.1.2006 20:23 Ferðum SAS frá Kastrup aflýst fram á fimmtudag SAS í Danmörku tilkynnti fyrr í dag að félagið yrði að aflýsa öllum ferðum frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í dag og á morgun vegna verkfallsaðgerða flugmanna. 24.1.2006 16:30 Alitalia aflýsir um 250 flugferðum Útlit er fyrir að ítalska flugfélagið Alitalia þurfi að aflýsa á þriðja hundrað flugferðum í dag vegna skyndiverkfalla starfsmanna. Aflýsa þurfti 250 flugferðum í gær. Síðan á fimmtudag hafa starfsmenn mótmælt fyrirhuguðum skipulagsbreytingum hjá félaginu. 24.1.2006 16:26 Bráðabirgðaskýrsla um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna kynnt Dick Marty, þingmaður frá Sviss, kynnti í morgun bráðabirgðaskýrslu sína fyrir Evrópuráðið um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna og ólöglega vistun meintra hryðjuverkamanna í leynilegum fangelsum í Evrópu. 24.1.2006 12:52 Ríkisstjórnin í Kanada fallin Þrettán ára stjórn Frjálslynda flokksins í Kanada er lokið en Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningum þar í landi í gær. 24.1.2006 12:19 Tímabært að refsa Írönum Það er löngu tímabært að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi Írönum vegna kjarnorkuáætlana sinna. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hún sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman í þessu máli. 24.1.2006 12:16 Eldar geisa nú í fjórum fylkjum í Ástralíu. Tekist hefur að slökkva elda í Suður-Ástralíu, en þeir breiðast enn út um þurrt gróðurlendi í Victoriu, Vestur-Ástralíu og í eyríkinu Tasmaníu. 24.1.2006 12:12 Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun og hefur yfir sjötíu brottförum frá Gardermoen-flugvelli verið frestað. Um 150 danskir flugmenn SAS efndu í gær til skyndiverkfalls vegna orðróms um uppsagnir og hugsanlegar kjaraskerðingar. 24.1.2006 12:10 Eiginkona og börn Pinochets sökuð um skattsvik Eiginkona Augostos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, Lucia Hiriart, og fjögur börn þeirra voru handtekin í gær, sökuð um skattsvik. Er fjölskyldan öll sökuð um að telja ekki fram miljónir dollara. 24.1.2006 09:45 Ford fækkar störfum um 25-30.000 Fram til ársins 2012 ætlar Ford Motor, næst stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, að fækka störfum um 25-30.000 og hætta rekstri fjórtán verksmiðja. Er þetta liður í endurskipulagningu fyrirtækisins til að stemma stigu við milljarða dollara rekstrartapi í Norður-Ameríku. 24.1.2006 09:11 Hjúkrurnarkona dæmd fyrir að rífa neglur af sjúklingum Sumir naga neglurnar þegar þeir þjást af spennu eða streitu. Japönsk hjúkrunarkona gekk hins vegar aðeins lengra en hún var í gær dæmd til að dúsa í fangelsi í þrjú ár og átta mánuði fyrir að rífa neglur af fingrum og tám sjúklinga í sinni umsjá. 24.1.2006 09:09 Áætlunarflug SAS hefst líklega um hádegisbil Horfur eru á að áætlunarflug SAS-flugfélagsins hefjist af fullum krafti um hádegisbil eftir verkfallsaðgerðir flugmanna í gær sem ollu því að fjölmörg flug voru felld niður. 24.1.2006 08:34 Dauðadóms krafist yfir Ástrala vegna fíkniefnasmygls Dauðadóms er krafist yfir áströlskum manni sem kemur fyrir rétt í Indónesíu í dag en hann var handtekinn ásamt átta öðrum Áströlum á síðasta ári fyrir að ætla að smygla rúmlega átta kílóum af heróíni til heimalandsins. 24.1.2006 08:31 Nýr dómari skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam Nýr dómari hefur verið skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnnum hans. Dómarinn, Raouf Abdul Rahman að nafni, er sextíu og fjögurra ára gamall Kúrdi og hefur ekki komið áður að málinu. 24.1.2006 08:00 Maður fannst á lífi í rústunum Maður fannst á lífi, ósærður, í rústum húss sem hrundi til grunna í Nairóbí í Kenýa í gær. Að minnsta kosti sex manns hafa fundist látnir í rústunum og yfir sjötíu eru slasaðir. 24.1.2006 08:00 Palestínumaður veginn og tveir særðir Ísraelsher skaut Palestínumann til bana og særði tvo til viðbótar nærri bænum Ramallah á Vesturbakkanum í gærkvöld. Frá þessu greindu palestínskir læknar. Einn hinna særðu er í lífshættu en ekki er vitað hvers vegna hermennirnir skutu á mennina. 24.1.2006 07:38 Stephen Harper nýr forsætisráðherra Kanada Kanadíski Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningunum á mánudag en fékk þó ekki hreinan meirihluta á þingi. Stephen Harper verður því næsti forsætisráðherra landsins og tekur við af vinstri manninum Paul Martin. 24.1.2006 07:33 30 látast í lestarslysi í Svartfjallalandi Að minnsta kosti þrjátíu manns létust og yfir 150 slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í Svartfjallalandi í gær. Talið er að lestin hafi farið út af sporinu þegar bremsur hennar biluðu og valt hún þrjátíu metra ofan í gil með fyrrgreindum afleiðingum. 24.1.2006 07:21 Annarrar kynslóðar innflytjendur fá frekar vinnu Konur í aldurshópnum 30-35 ára, sem eru annarrar kynslóðar innflytjendur í Danmörku eiga mun auðveldara með að fá vinnu en jafnöldrur þeirra sem eru fyrstu kynslóðar innflytjendur. Þetta kemur fram í útreikningum frá samtökum stéttarfélaga í Danmörku, LO. 24.1.2006 06:59 Æ fleiri nauðgarar virðast nota lyf til að ná fram vilja sínum Æ fleiri konur sem hefur verið nauðgað í Danmörku, telja að sér hafi verið gefin sljóvgandi lyf svo nauðgari þeirra gæti náð fram vilja sínum. Samkvæmt tölum frá athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgunar í Kaupmannahöfn taldi 51 kona að sér hafi verið gefið sljóvgandi lyf á síðasta ári en 43 konur árið 2004. 24.1.2006 06:29 Kosningafundir á Vesturbakkanum og Gasaströndinni Mörg þúsund Palestínumenn tóku þátt í kosningafundum sem Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, Hamas-samtökin og samtökin Heilagt stríð boðuðu til á Vesturbakkanum og Gasaströndinni í kvöld. Nú er aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur þar til Palestínumenn ganga að kjörborðinu og kjósa sér þing. 23.1.2006 22:46 Fimmtíu milljarða króna þarf til neyðaraðstoðar til handa konum og börnum árið 2006 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF, þarf um fimmtíu milljarða króna árið 2006 til að hjálpa börnum og konum í aðstæðum sem samtökin skilgreina sem neyðarástand. Fyrirhugað er að rúmur þriðjungur þeirrar upphæðar fari til hjálpar börnum í Súdan en alls segja samtökin neyðarástand ríkja á 29 svæðum í heiminum. 23.1.2006 22:45 Sprenging í þjóðminjasafninu í Helsinki Miklar skemmdir urðu þegar sprenging varð í finnska þjóðminjasafninu í Helsinki í dag. Engan sakaði. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli sprengingunni. 23.1.2006 22:44 Jarðskjálfti upp á 6 á Richter í Kólumbíu Jarðskjálfti upp á sex Richter skók vesturströnd Kólumbíu í kvöld. Skjálftamiðjan var 255 kílómetra vest-norð-vestur af borginni Madellin á 26 kílómetra dýpi. 23.1.2006 22:43 Ferðaáætlun 20 þúsund farþega SAS-flugfélagsins í Danmörku og Noregi hefur raskast í dag þar sem flugmenn félagsins í báðum löndum hafa ýmist lagt niður vinnu eða tilkynnt sig veika. Flugmenn vilja með þessum aðgerðum mótmæla niðurskurði hjá félaginu. 23.1.2006 21:09 Stjórnarskipti í Kanada? Útlit er fyrir að 13 ára valdatíð Frjálslynda flokksins í Kanada sé á enda en þingkosningar standa nú yfir í landinu. 23.1.2006 21:06 Breskir njósnarar? Útvarpssendir í grjóthnullungi sem varpar rússneskum ríkisleyndarmálum til breskra sendiráðsstarfsmanna. Nei, þetta er ekki atriði úr kvikmynd um njósnara hennar hátignar heldur raunverulegar ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Bretum. 23.1.2006 20:45 Sjá næstu 50 fréttir
Æ fleiri ungar konur gera tilraunir til sjálfsvígs Æ fleiri ungar konur í Danmörku reyna að taka eigið líf. Frá árinu 1990 hefur tilraunum til sjálfsvígs meðal kvenna á aldrinum 20-29 ára aukist um 66% en aukningin hefur verið sérlega mikil á síðustu árum. 26.1.2006 06:46
Hamas og Fatah með yfir 40% atkvæða Hamas-fylkingin hlaut 42% atkvæða í þingkosningum Palestínumanna í dag en Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, fékk 45% ef marka má fyrstu útgöguspá vegna kosninganna. Þetta er nokkuð á skjön við niðurstöður kannana í aðdraganda kosninganna þegar Hamas var spáð um 30% atkvæða og Fatah um 40% 25.1.2006 20:01
Verkfalli flugmanna SAS í Danmörku er lokið Flugmenn SAS í Danmörku ákváðu í dag að snúa aftur til vinnu eftir að hafa fundað með stjórnendum félagsins. 25.1.2006 20:18
Google ritskoðað í Kína Kínverjar geta senn farið að notfæra sér Google-leitarvélina á Netinu, en böggull fylgir skammrifi. Leitarvélin verður stillt þannig að tiltekin leitarorð sem tengjast pólitísku andófi skila engum niðurstöðum. 25.1.2006 20:14
Íranar fagna tilboði Rússa Íranar fagna tilboði stjórnvalda í Moskvu um að Rússar auðgi úran fyrir þá en segja nauðsynlegt að útfæra tilboðið betur. Stjórnvöld í Teheran hóta því að hefja auðgun úrans af fullum krafti ef kjarnorkudeilu þeirra við Vesturveldin verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 25.1.2006 20:09
Ísraelar hindruðu kosningar í Austur-Jerúsalem Mikil spenna ríkti á herteknu svæðunum í Palestínu enda hafa þingkosningar ekki farið þar fram í áratug. Í Austur-Jerúsalem fékk aðeins brot kjósenda að neyta atkvæðisréttar. 25.1.2006 19:20
Spár benda til að Fatah fái flest atkvæði Fyrstu útgönguspár benda til að Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas hafi fengið um 46 prósent atkvæða í palestínsku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Að því er Reuters-fréttastofan hermir fengu hin herskáu Hamas-samtök rétt rúmlega þrjátíu prósent. 25.1.2006 19:09
Leitarsveit SOS-barnaþorpanna hefur uppi á börnum í Pakistan Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, látlausar rigningar og snjókomu, umhverfis skjálftasvæðið í Pakistan hefur leitar- og hjálparsveit SOS-barnaþorpanna haldið áfram uppteknum hætti við að finna og skrá börn sem eru ein á báti eftir jarðskjálftana. Nú eru 129 slík börn í umsjá SOS-barnaþorpanna og hefur þeim verið komið fyrir í barnaþorpum eða í neyðarskýlum SOS til bráðabirgða. 25.1.2006 15:39
Góð kjörsókn í Palestínu Kjörsókn í Palestínu hefur verið góð það sem af er degi en þar kjósa landsmenn nýtt þing, í fyrsta sinn í tíu ár. Útlit er fyrir að Hamas-hreyfingin fái nánast jafnmikið fylgi og Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta heimastjórnarinnar. 25.1.2006 11:27
Walt Disney kaupir Pixar Walt Disney hefur gert samning um kaup á teiknimyndafyrirtækinu Pixar á 7, 4 milljarða dollara eða sem samsvarar 455 milljörðum íslenskra króna og er áhætlað að öll hlutabréf Pixar verði komin í eigu Disney um mitt þetta ár. Ed Catmull verður forstjóri hins nýja sameinaða fyrirtækis Disney og Pixar. Steve Jobs einn af stofnendum Apple verður framkvæmdastjóri og formaður. 25.1.2006 09:15
Fylgi Fata og Hamas flokkanna hnífjafnt Kannanir benda til að fylgi Fata, flokks Abbasar forseta Palestínu, og Hamas, sem Ísraelsmenn telja hryðjuverkasamtök, sé hníf jafnt, en ellefu flokkar eru í framboði í þingkosningunum í Palestínu í dag.Sumir óttast að þar með verði friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs enn óljósari en aðrir benda á kosti þess að Hamas berjist fyrir markmiðum sínum á stjórnmálasviðinu í stað þess að grípa til hermdarverka. 25.1.2006 09:15
Chris Penn fannst látinn Leikarinn Chris Penn fannst látinn við fjölbýlishús í Santa Monica í Kaliforníu síðdegis í gær. Chris Penn er bróðir hins þekkta leikara Sean Penn. Ekki er enn vitað hvernig hann lést. Í dag átti að frumsýna síðustu mynd Chris sem hann lék í ,The Darwin Awards á Sundance kvikmyndahátíðinni. 25.1.2006 09:01
Fjöldi manns mótmælti áætlun ráðamanna á Hahítí Um fjögur hundruð mótmælendur gengu um götur fátækrahverfisins Cæt Solei á Haítí í gær til að mótmæla þeirri áætlun ráðamanna að flytja kjörstaði í forsetakosningunum sem fram undan eru í landinu út fyrir hverfið. Skotbardagar eru nánast daglegt brauð í hverfinu, og þá oftast á milli glæpaklíka og friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem mannrán eru afar tíð. 25.1.2006 09:00
Mannleg mistök orsökuðu hrun byggingarinnar Stjórnvöld í Kenýa greindu frá því í gær að eigandi nýbyggingarinnar, sem hrundi til grunna í Nairóbí, höfuðborg Kenýa, á mánudag, hafi legið svo mikið á að koma húsinu upp að hann hafi skipað verkamönnunum að byrja á nýrri hæð, áður en steypan hafi þornað á hæðunum fyrir neðan. 25.1.2006 08:44
Ísraelar verða að gefa eftir hluta af Vesturbakkanum Ísraelar verða að gefa eftir hluta af Vesturbakkanum til að tryggja meirihlutasamfélag gyðinga á svæðinu. Þetta sagði sitjandi forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, í fyrstu opinberu ræðu sinni eftir að hann tók við embætti á hinni árlegu Herzliya-ráðstefnu í Ísrael í gær. 25.1.2006 08:15
Búið að aflýsa 315 ferðum á vegum SAS Danski armur SAS flugfélagsins hefur aflýst öllu flugi, eða 315 ferðum samtals í dag vegna launadeilu flugmanna og félagsins, en flug félagsins var að mestu lamað í gær af sömu orsökum. Tugir þúsunda farþega, þeirra á meðal margir Íslendingar, hafa lent í umtalsverðum erfiðleikum vegna verkfallsins og ekki er séð fyrir endan á því. 25.1.2006 08:09
Bærinn ætlar ekki að greiða niður vændiskaup Fatlaður karlmaður í Árósum í Danmörku lagði nýverið fram kvörtun til félagsmálayfirvalda þar í bæ vegna þess að honum þótti sjálfsagt að bærinn myndi greiða niður kostnað hans fyrir vændisþjónustu. Maðurinn fór fram á fjárhagslega aðstoð á þeim forsendum að kaup á vændi væru einfaldlega of dýr fyrir mann í hans stöðu og því ætti bærinn að koma til móts við þau útgjöld hans. 25.1.2006 06:34
Háttsettir írakskir lögreglumenn grunaðir um aðild að hryðjuverkum Breskir og írakskir hermenn handtóku í dag fjórtán háttsetta lögreglumenn í borginni Basra. Þeir eru taldir eiga þátt í mikilli fjölgun hryðjuverka í borginni undanfarnar vikur. 24.1.2006 20:51
Fangar líklega fluttir til pyntinga með vitund stjórnvalda í Evrópu Rannsóknarnefnd Evrópuráðsins telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hafi flutt fanga á milli landa til þess að láta pynta þá. Nefndin telur mjög líklegt að ríkisstjórnir í Evrópuríkjum hafi vitað af þessu. 24.1.2006 20:23
Ferðum SAS frá Kastrup aflýst fram á fimmtudag SAS í Danmörku tilkynnti fyrr í dag að félagið yrði að aflýsa öllum ferðum frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í dag og á morgun vegna verkfallsaðgerða flugmanna. 24.1.2006 16:30
Alitalia aflýsir um 250 flugferðum Útlit er fyrir að ítalska flugfélagið Alitalia þurfi að aflýsa á þriðja hundrað flugferðum í dag vegna skyndiverkfalla starfsmanna. Aflýsa þurfti 250 flugferðum í gær. Síðan á fimmtudag hafa starfsmenn mótmælt fyrirhuguðum skipulagsbreytingum hjá félaginu. 24.1.2006 16:26
Bráðabirgðaskýrsla um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna kynnt Dick Marty, þingmaður frá Sviss, kynnti í morgun bráðabirgðaskýrslu sína fyrir Evrópuráðið um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna og ólöglega vistun meintra hryðjuverkamanna í leynilegum fangelsum í Evrópu. 24.1.2006 12:52
Ríkisstjórnin í Kanada fallin Þrettán ára stjórn Frjálslynda flokksins í Kanada er lokið en Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningum þar í landi í gær. 24.1.2006 12:19
Tímabært að refsa Írönum Það er löngu tímabært að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi Írönum vegna kjarnorkuáætlana sinna. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hún sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman í þessu máli. 24.1.2006 12:16
Eldar geisa nú í fjórum fylkjum í Ástralíu. Tekist hefur að slökkva elda í Suður-Ástralíu, en þeir breiðast enn út um þurrt gróðurlendi í Victoriu, Vestur-Ástralíu og í eyríkinu Tasmaníu. 24.1.2006 12:12
Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun og hefur yfir sjötíu brottförum frá Gardermoen-flugvelli verið frestað. Um 150 danskir flugmenn SAS efndu í gær til skyndiverkfalls vegna orðróms um uppsagnir og hugsanlegar kjaraskerðingar. 24.1.2006 12:10
Eiginkona og börn Pinochets sökuð um skattsvik Eiginkona Augostos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, Lucia Hiriart, og fjögur börn þeirra voru handtekin í gær, sökuð um skattsvik. Er fjölskyldan öll sökuð um að telja ekki fram miljónir dollara. 24.1.2006 09:45
Ford fækkar störfum um 25-30.000 Fram til ársins 2012 ætlar Ford Motor, næst stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, að fækka störfum um 25-30.000 og hætta rekstri fjórtán verksmiðja. Er þetta liður í endurskipulagningu fyrirtækisins til að stemma stigu við milljarða dollara rekstrartapi í Norður-Ameríku. 24.1.2006 09:11
Hjúkrurnarkona dæmd fyrir að rífa neglur af sjúklingum Sumir naga neglurnar þegar þeir þjást af spennu eða streitu. Japönsk hjúkrunarkona gekk hins vegar aðeins lengra en hún var í gær dæmd til að dúsa í fangelsi í þrjú ár og átta mánuði fyrir að rífa neglur af fingrum og tám sjúklinga í sinni umsjá. 24.1.2006 09:09
Áætlunarflug SAS hefst líklega um hádegisbil Horfur eru á að áætlunarflug SAS-flugfélagsins hefjist af fullum krafti um hádegisbil eftir verkfallsaðgerðir flugmanna í gær sem ollu því að fjölmörg flug voru felld niður. 24.1.2006 08:34
Dauðadóms krafist yfir Ástrala vegna fíkniefnasmygls Dauðadóms er krafist yfir áströlskum manni sem kemur fyrir rétt í Indónesíu í dag en hann var handtekinn ásamt átta öðrum Áströlum á síðasta ári fyrir að ætla að smygla rúmlega átta kílóum af heróíni til heimalandsins. 24.1.2006 08:31
Nýr dómari skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam Nýr dómari hefur verið skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnnum hans. Dómarinn, Raouf Abdul Rahman að nafni, er sextíu og fjögurra ára gamall Kúrdi og hefur ekki komið áður að málinu. 24.1.2006 08:00
Maður fannst á lífi í rústunum Maður fannst á lífi, ósærður, í rústum húss sem hrundi til grunna í Nairóbí í Kenýa í gær. Að minnsta kosti sex manns hafa fundist látnir í rústunum og yfir sjötíu eru slasaðir. 24.1.2006 08:00
Palestínumaður veginn og tveir særðir Ísraelsher skaut Palestínumann til bana og særði tvo til viðbótar nærri bænum Ramallah á Vesturbakkanum í gærkvöld. Frá þessu greindu palestínskir læknar. Einn hinna særðu er í lífshættu en ekki er vitað hvers vegna hermennirnir skutu á mennina. 24.1.2006 07:38
Stephen Harper nýr forsætisráðherra Kanada Kanadíski Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningunum á mánudag en fékk þó ekki hreinan meirihluta á þingi. Stephen Harper verður því næsti forsætisráðherra landsins og tekur við af vinstri manninum Paul Martin. 24.1.2006 07:33
30 látast í lestarslysi í Svartfjallalandi Að minnsta kosti þrjátíu manns létust og yfir 150 slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í Svartfjallalandi í gær. Talið er að lestin hafi farið út af sporinu þegar bremsur hennar biluðu og valt hún þrjátíu metra ofan í gil með fyrrgreindum afleiðingum. 24.1.2006 07:21
Annarrar kynslóðar innflytjendur fá frekar vinnu Konur í aldurshópnum 30-35 ára, sem eru annarrar kynslóðar innflytjendur í Danmörku eiga mun auðveldara með að fá vinnu en jafnöldrur þeirra sem eru fyrstu kynslóðar innflytjendur. Þetta kemur fram í útreikningum frá samtökum stéttarfélaga í Danmörku, LO. 24.1.2006 06:59
Æ fleiri nauðgarar virðast nota lyf til að ná fram vilja sínum Æ fleiri konur sem hefur verið nauðgað í Danmörku, telja að sér hafi verið gefin sljóvgandi lyf svo nauðgari þeirra gæti náð fram vilja sínum. Samkvæmt tölum frá athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgunar í Kaupmannahöfn taldi 51 kona að sér hafi verið gefið sljóvgandi lyf á síðasta ári en 43 konur árið 2004. 24.1.2006 06:29
Kosningafundir á Vesturbakkanum og Gasaströndinni Mörg þúsund Palestínumenn tóku þátt í kosningafundum sem Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, Hamas-samtökin og samtökin Heilagt stríð boðuðu til á Vesturbakkanum og Gasaströndinni í kvöld. Nú er aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur þar til Palestínumenn ganga að kjörborðinu og kjósa sér þing. 23.1.2006 22:46
Fimmtíu milljarða króna þarf til neyðaraðstoðar til handa konum og börnum árið 2006 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF, þarf um fimmtíu milljarða króna árið 2006 til að hjálpa börnum og konum í aðstæðum sem samtökin skilgreina sem neyðarástand. Fyrirhugað er að rúmur þriðjungur þeirrar upphæðar fari til hjálpar börnum í Súdan en alls segja samtökin neyðarástand ríkja á 29 svæðum í heiminum. 23.1.2006 22:45
Sprenging í þjóðminjasafninu í Helsinki Miklar skemmdir urðu þegar sprenging varð í finnska þjóðminjasafninu í Helsinki í dag. Engan sakaði. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli sprengingunni. 23.1.2006 22:44
Jarðskjálfti upp á 6 á Richter í Kólumbíu Jarðskjálfti upp á sex Richter skók vesturströnd Kólumbíu í kvöld. Skjálftamiðjan var 255 kílómetra vest-norð-vestur af borginni Madellin á 26 kílómetra dýpi. 23.1.2006 22:43
Ferðaáætlun 20 þúsund farþega SAS-flugfélagsins í Danmörku og Noregi hefur raskast í dag þar sem flugmenn félagsins í báðum löndum hafa ýmist lagt niður vinnu eða tilkynnt sig veika. Flugmenn vilja með þessum aðgerðum mótmæla niðurskurði hjá félaginu. 23.1.2006 21:09
Stjórnarskipti í Kanada? Útlit er fyrir að 13 ára valdatíð Frjálslynda flokksins í Kanada sé á enda en þingkosningar standa nú yfir í landinu. 23.1.2006 21:06
Breskir njósnarar? Útvarpssendir í grjóthnullungi sem varpar rússneskum ríkisleyndarmálum til breskra sendiráðsstarfsmanna. Nei, þetta er ekki atriði úr kvikmynd um njósnara hennar hátignar heldur raunverulegar ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Bretum. 23.1.2006 20:45