Erlent

Ferðum SAS frá Kastrup aflýst fram á fimmtudag

Strandaglópar á Kastrup-flugvelli.
Strandaglópar á Kastrup-flugvelli. MYND/AP

SAS í Danmörku tilkynnti fyrir stundu að félagið þyrfti að aflýsa öllum ferðum frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í dag og á morgun vegna verkfallsaðgerða flugmanna.

Um 150 danskir flugmenn SAS efndu til skyndiverkfalls í gær vegna orðróms um uppsagnir og hugsanlegar kjaraskerðingar. Aðgerðirnar héldu síðan áfram í morgun.

Fram kemur á fréttavef danska ríkisútvarpsins að fulltrúar flugmanna og SAS sitja nú fund í Stokkhólmi vegna deilunnar. Fréttaskýrendur segja þó enga lausn í sjónmáli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×