Erlent

Mannleg mistök orsökuðu hrun byggingarinnar

Mynd/AP

Stjórnvöld í Kenýa greindu frá því í gær að eigandi nýbyggingarinnar, sem hrundi til grunna í Nairóbí, höfuðborg Kenýa, á mánudag, hafi legið svo mikið á að koma húsinu upp að hann hafi skipað verkamönnunum að byrja á nýrri hæð, áður en steypan hafi þornað á hæðunum fyrir neðan. Fjöldi líka sem fundist hafa í rústunum er kominn upp í fjórtán. Talið er að um 280 manns hafi verið í eða við húsið þegar það hrundi og því er búist við að fleiri lík eigi eftir að finnast. Björgunarmenn vinna enn hörðum höndum við að leita að fólki og í gær fundust fjórir á lífi í rústunum. Aðstoð hefur borist frá öðrum þjóðum og eru til að mynda björgunarlið frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael kominn til Kenýa í þeim tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×