Erlent

Æ fleiri ungar konur gera tilraunir til sjálfsvígs

Æ fleiri ungar konur í Danmörku reyna að taka eigið líf. Frá árinu 1990 hefur tilraunum til sjálfsvígs meðal kvenna á aldrinum 20-29 ára aukist um 66% en aukningin hefur verið sérlega mikil á síðustu árum. Ástæður þessa eru meðal annars taldar vera sú að ungum konum reynist erfitt að fóta sig í samfélagi sem gera miklar kröfur til þeirra, og áhyggjur og vandamál virðast vera óyfirstíganleg. Þessi mikla aukning þykir alvarleg en árlega reyna um 6.000 einstaklingar að fremja sjálfsmorð í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×