Erlent

Alitalia aflýsir um 250 flugferðum

Starfsmenn Alitalia mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar félagsins.
Starfsmenn Alitalia mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar félagsins. MYND/AP

Útlit er fyrir að ítalska flugfélagið Alitalia þurfi að aflýsa á þriðja hundrað flugferðum í dag vegna skyndiverkfalla starfsmanna. Aflýsa þurfti 250 flugferðum í gær.

Síðan á fimmtudag hafa starfsmenn Alitalia mótmælt fyrirhuguðum skipulagsbreytingum hjá félaginu, sem er í að hluta í eigu ríkisins. Með breytingunum verður starfsmönnum fækkað, óarðbærum rekstri hætt og félagið að öllum líkindum einkavætt að fullu. Fulltrúar verkalýðsfélag starfsmanna og stjórnvalda koma saman til fundar vegna málsins á morgun. Iðnaðarráðherra Ítalíu segir að svo kunni að fara að Alitalia verði gjaldþrota ef aðgerðir starfsfólks haldi áfram. Hann sagði ríkið ekki hafa í hyggju að koma félaginu til bjargar ef í þrot stefndi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×