Fleiri fréttir

Meintir sjóræningjar handteknir

Bandaríski sjóherinn handtók hóp meintra sjóræningja á skipi á Vestur-Indlandshafi í gær. Talið er að þeir hafi rænt ýmsum verðmætum af nokkrum flutningaskipum á hafsvæðinu undan ströndum Sómalíu undanfarna daga.

Miklir skógareldar í Ástralíu

Fjölmörg heimili og byggingar hafa eyðilagst í skógareldum í Ástralíu undanfarna daga. Tveir hafa látist en lögreglan rannsakar hvort dauðsföllin megi rekja til skógareldanna eða vegna annarra orsaka en fólkið fannst látið í bíl.

Gassprengja sprakk í Aþenu

Gassprengja sprakk fyrir utan skrifstofu íhaldsflokksins og pósthúss í Aþenu í morgun en enginn slasaðist. Líttþekktur hópur stjórnleysingjar hefur lýst ábyrgð á sprengjunni. Í síðustu viku var sprakk sprengja fyrir utan aðrar skrifstofu íhaldsflokksins og fyrir utan banka í Aþenu en enginn hefur lýst ábyrgð á því ódæði.

Þrír hafa slasast alvarlega á nautahátíð í Kólumbíu

Þrír hafa slasast alvarlega á Nautahátíðinni í Kólumbíu, sem haldin er árlega í fjölda bæja í norðurhluta landsins, eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skepnunum sem hátíðin er kennd við. Níu til viðbótar hafa þurft að leita sér læknishjálpar vegna minniháttar áverka.

Bændur ná háum aldri í Danmörku

Bændur verða karla elstir í Danmörku, meðal þeirra stétta, þar sem fólk, vinnur sjálfstætt. Dánartíðnin er aftur á móti hæst meðal leigubílstjóra. Danska hagstofan kann enga örugga skýringu á þessu en getur sér þess til, að engin leggi út í búskap nema að vera fíl hraustur.

Rússar saka breta um njósnir

Rússnesk ríkissjónvarpsstöð segist hafi í höndum myndband sem sýni breska njósnara að störfum í Moskvu. Nýverið birti sjónvarpsstöðin viðtöl við rússneska njósnara sem töldu að breskir njósnarar hefðu komið fyrir sendi við götu í borginni og breskir sendiráðsstarfsmenn hefðu gengið framhjá sendinum til að hlaða niður upplýsingum.

Sjóræningjar handsamaðir undan ströndum Sómalíu

Bandaríski sjóherinn handtók hóp meintra sjóræningja á skipi á Vestur-Indlandshafi í gær. Talið er að þeir hafi rænt ýmsum verðmætum af nokkrum flutningaskipum á hafsvæðinu undan ströndum Sómalíu undanfarna daga.

Flugdólgur reyndi að opna hurð á fljúgandi ferð

39 ára gömul bandarísk kona olli nokkurri hræðslu meðal farþega um borð í SAS flugvél þegar hún reyndi að opna hurð á flugvélinni sem var í 10 kílómetra hæð. Flugvélin var á leið frá Zurich til Kaupmannahafnar. Konan var mjög óróleg en flugáhöfnin kom í veg fyrir að henni tækist ætlunarverk sitt. Þegar vélin lenti á Kastrup flugvelli var lögreglan kölluð á staðinn sem flutti hana á geðdeild. Talið er að konan hafi ætlað að fremja sjálfsmorð.

Húsleit í höfuðstöðvum Yamaha Motor

Japanska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum Yamaha Motor í nágrenni Tokyo í morgun. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið að selja ólöglegar þyrlur til Kína, fjarstýrðar þyrlur til að nota í hernaðarlegum tilgangi. Þyrlurnar hafa ekki verið samþykktar til sölu af efnahags-, viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu.

Sakar Rússa um óþokkaverk

Mikhail Saakashvili forseti Georgíu sakaði Rússa í dag um að stöðva gasveitu til Georgíu um miðjan harðindavetur. Rússnesk leiðsla í Norður-Ossetíu sem flytur gas til Georgíu og Armeníu var sprengd upp í morgun.

Heimsmet í fjölda lestafarþega

Talið er að 37 milljónir manna hafi ferðast með kínverskum lestum síðasta sólarhringinn. Þetta er met því aldrei áður hafa jafnmargir ferðast með lestum sama daginn þrátt fyrir að aflýsa hafi þurft mörgum ferðum vegna snjókomu.

Andarnefjan dauð

Andarnefjan ógæfusama sem villtist upp ána Thames fyrir helgi er dauð þrátt fyrir umfangsmiklar björgunaraðgerðir í gær. Björgunarmenn hífðu hvalinn um borð í pramma í því skyni að sigla með hann út á haf og sleppa honum þar. En þegar hvalurinn var kominn upp á prammann tók hann krampakippi og gaf upp öndina.

Vonskuveður víða í Evrópu

Vonskuveður hefur geisað í Evrópu um helgina. Í Danmörku var Stórabeltisbrúnni lokað, í Noregi fuku hús um koll og í Úkraínu hefur tylft manna frosið í hel.

Íhaldsmaður sigurstranglegastur

Forsetakosningar fara fram í Portúgal í dag. Búist er við að íhaldsmaðurinn Anibal Cavaco Silva fái flest atkvæði, þó ekki svo mörg að hann hreppi forsetastólinn í fyrstu atrennu.

Skírður Kristján Valdimar Hinrik Jóhann

Danski ríkisarfinn, sonur Friðriks krónprins og konu hans Mary Donaldson, var skírður nú fyrir stundu og hlaut nafnið Christian Valdemar Henri John eða Kristján Valdimar Hinrik Jóhann eins og það myndi kallast upp á íslensku. Mary hélt á barni þeirra hjóna undir skírn.

Palestínumenn ráði nokkrum hverfum Jerúsalem

Amir Peretz, leiðtogi ísraelska Verkamannaflokksins, segir að til greina komi að Palestínumenn fái yfirráð yfir þeim hverfum Jerúsalem þar sem þeir eru í meirihluta.

Rugova fallinn frá

Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, lést í morgun. 61 árs að aldri. Lungnakrabbamein var banamein hans en Rugova var stórreykingamaður.

Grannt fylgst með skírninni í Ástralíu

Það var ekki einungis í Danmörku þar sem fólk gerði sér glaðan dag í tilefni skírnar litla prinsins, sonar Friðriks krónsprins og Mary Donaldson. Hinum megin á hnettinum virtist hátíðarstemningin litlu síðri.

Fækkar plánetunum um eina?

Reikistjörnur sólkerfisins eru níu, eða svo var að minnsta kosti talið. Leiðangur bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA alla leið til Plútó gæti hins vegar breytt skilningi á plánetunum og jafnvel orðið til þess að þeim fækki um eina.

53 fórust í rútuslysi í Kasmír-héraði

Að minnsta kosti fimmtíu og þrír biðu bana þegar rúta fór út af fjallvegi í Kasmír-héraði í dag. Bílstjóri rútunnar var að taka krappa beygju í fjalllendi nærri bænum Sainganji í indverska hluta Kasmírs þegar hann missti stjórn á rútunni, með þeim afleiðingum að hún hrapaði um 120 metra niður í gljúfur.

Mannæta í Svíþjóð

Morð, mannát og blóðdrykkja er á meðal þess sem 29 ára gamall geðsjúkur Svíi er sakaður um að hafa stundað. Hann hefur viðurkennt að hafa banað tveimur konum til að öðlast krafta þeirra.

Lögregla skaut á mannfjölda í Addis Ababa

Lögreglan í Addis Ababa í Eþíópíu skaut að fólki sem safnast hafði saman í borginni í dag í tilefni af degi heilags Mikjáls. Að sögn vitna höfðu einhverjir tekið upp á því að loka götum og ögra lögreglu og sinnt í engu tilmælum lögreglumanna, sem varð til þess að þeir gripu til vopna sinna.

Andanefja synti upp Thamesá

Vegfarendur við breska þinghúsið geta þessa stundina virt fyrir sér andanefju sem hefur synt upp ánna Thames og er nú kominn til Lundúna. Hundruð manna hafa safnast saman á árbökkunum til að fylgjast með andarnefjunni enda er þetta í fyrsta skipti svo vitað sé til sem slíkt dýr hefur synt alla leið upp til Lundúna.

Flugbanni aflétt vegna hátíðahalda

Tæplega sextíu ára flugbanni á milli Taívans og Kína hefur verið aflétt til að auðvelda þeim Taívönum sem búa í Kína að skreppa heim yfir hátíðirnar, en Kínverjar fagna nýju ári um þessar mundir.

Íranar færa til fjármuni

Íranar eru byrjaðir að færa til fjármuni sem þeir geyma á bankareikningum erlendis. Bankastjóri íranska seðlabankans segir ástæðuna vera þá að Íranar vilji hafa vaðið fyrir neðan sig ef gripið verður til efnahagsþvingana gegn þeim.

Vilja brotthvarf frá Vesturbakkanum

Meirihluti Ísraela er fylgjandi því að Ísraelar hverfi einhliða frá því landssvæði á Vesturbakkanum sem þeir hernámu í Sex daga stríðinu árið 1967. 51 prósent aðspurðra segjast fylgjandi þessu í nýrri skoðanakönnun fyrir ísraelska dagblaðið Maariv.

Tyrkneskt þorp í sóttkví

Bandarískir sérfræðingar settu tyrkneska þorpið Beypazari í sóttkví til að reyna að hefta útbreiðslu fuglaflensunnar í Tyrklandi. Sérfræðingarnir eru staddir í landinu til að aðstoða tyrknesk yfirvöld að ná tökum á útbreiðslu flensunnar en að minnsta kosti tuttugu og einn maður hefur látist af hennar völdum á þessu ári, þar af fjögur börn.

Sýrlendingar styðja Írana

Bashar Assad, leiðtogi Sýrlendina lýsti yfir stuðningi við kjarnorkutilraunir Írana eftir fund sem hann átti með forsætisráðherra Írana, Mahmoud Ahmadinejad, í gær. Bashar Assad sagði Vesturlandabúa ekki hafa rökstudd nægilega hvers vegna þeir eru andvígir tilraunum Írana.

44 farast í flugslysi

Einn komst lífs af og fjörtíu og fjórir fórust þegar herflugvél brotlenti í fjalllendi í norð-austur Ungverjalandi í gærkvöldi. Vélin var á leið frá Kosovo til slóvensku borgarinnar Kosice þegar hún brotlenti. Um borð voru 38 farþegar, þar af 28 slóvenskir hermenn sem voru á leið heim eftir að hafa verið við störf á vegum friðargæslusveitar Nató.

Ofbeldisfullir mótmælendur hertóku götur Abidjan í dag

Ofbeldisfullir mótmælendur hertóku götur Abidjan,stærstu borgar Fílabeinsstrandarinnar, í dag, fjórða daginn í röð. Friðargæsluliðar hafa þurft að beita táragasi til að halda aftur af æfum mótmælendum fyrir utan höfðustöðvar Sameinuðu þjóðanna í borginni.

Sjálfsvígsárás í Ísrael

Svo virðist sem palestínskur vígamaður hafi verið sá eini sem lét lífð þegar hann sprengdi sig í loft upp í miðborg Tel Aviv í Ísrael í dag. Fregnir herma að minnst 10 hafi særst.

Blásýra lak í Saxelfi.

Vélabilun í efnaverksmiðju í Tékklandi er sögð hafa valdið því að töluvert af blásýru lak í ánna Saxelfi fyrir rúmri viku. Tékkar hafa varað Þjóðverja við mögulegri hættu af völdum blásýrunnar.

Ekki jafn kalt í Kína í þrjá áratugi

Miklar vetrarhörkur ógna búfé og villtum dýrum í Norðurvestur-Kína. Frost hefur farið alveg niður í 43 gráður og hefur ekki verið jafn kalt í Kína í þrjá áratugi.

Handteknir á Spáni fyrir að kaupa barnaklám

Athafnamenn, bankamenn og prestur eru meðal þeirra 33 manna sem spænska lögreglan hefur handtekið fyrir að sækja sér barnaklám á Netinu. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC er talið að fólkið hafi greitt fyrir efni á heimasíðum í Hvíta-Rússlandi og Bandaríkjunum, en lögregla hóf rannsókn á málinu eftir ábendingu frá bandarískum yfirvöldum.

Hvalshræ fyrir utan Japanska sendiráðið í Berlín

Grænfriðungar mótmæltu vísindahvalveiðum Japana með sérstökum hætti í gærkvöld. Þeir lögðu dauðan hval fyrir utan japanska sendiráðið í Berlín. Sendiráðsstarfsmenn reyndu að koma í veg fyrir mótmælin en gátu það ekki þar sem þau brutu ekki gegn þýskum lögum.

Sex konum sleppt úr fangelsi í Írak

Yfirvöld í Írak hafa ákveðið að láta sex íraskar konur lausar úr fangelsi þar í landi. Talsmaður íraska dómsmálaráðuneytisins segir þetta ekki tengjast máli bandarískrar blaðakonu sem er í haldi mannræningja í Írak. Þeir hafa krafist þess að allar konur sem hafi verið fangelsaðar í Írak verði látnar lausar ellegar myrði þeir blaðkonuna.

Barnaklámsmál á Spáni

Athafnamenn, bankamenn og prestur eru meðal þeirra þrjátíu og þriggja manna sem spænska lögreglan hefur handtekið fyrir að sækja sér barnaklám á Netinu.

Vilja leyfa lítil vændishús í Bretlandi

Breska ríkisstjórnin hyggst leyfa rekstur lítilla vændishúsa í þeirri viðleitni að tryggja betur öryggi þeirra áttatíu þúsund vændiskvenna sem starfa í landinu. Samkvæmt fyrirætlan stjórnarinnar mun tvær til þrjár vændiskonur geta fengið leyfi til að starfrækja vændishús. Samhliða þessu verður ráðist harðar gegn vændi á götum úti þar sem viðskiptavinir vændiskvenna eiga yfir höfði sér sektir.

Reyndu að féfletta skyndibitastað

Hjón sem lögðu á ráðin um að féfletta skyndibitastað í Bandaríkjunum, með afskornum fingri í skál af chili, hafa verið dæmd í 9 og 12 ára fangelsi fyrir athæfið. Það var fyrir tæpu ári sem Anna Ayala sagðist hafa bitið í fingurinn þegar hún fékk sér af chilinu á skyndibitastaðnum Wendy´s.

Fangelsisvist fyrir að selja boli?

Forráðamenn dansks fataframleiðslufyrirtækis gætu átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi fyrir að setja á markað boli með merkjum tveggja skæruliðahreyfinga, en tæpur fjórðungur söluandvirðis bolanna rennur til hreyfinganna.

Miklar vetrarhörkur í Rússlandi

Að minnsta kosti tuttugu og fjórir hafa látist úr kulda í miklum vetrarhörkum sem geisa nú í Rússlandi. Um þrjátíu stiga frost er í höfuðborginni Moskvu og frostið fer allt niður í fimmtíu stig í Síberíu.

Blásýra lak út í Saxelfi

Vélabilun í efnaverksmiðju í borginni Kolin í Tékklandi olli því að töluvert af blásýru lak í ána Saxelfi. Mörg tonn af fiski hafa drepist í ánni en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað tjónið er mikið fyrir fiskimenn á svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir