Erlent

Hamas og Fatah með yfir 40% atkvæða

Stuðningsmaður Hamas.
Stuðningsmaður Hamas. MYND/AP

Útlit er fyrir að 73% kosningabærra manna hafi tekið þátt í þingkosningum Palestínumanna í dag. Kjörstöðum í Austur Jerúsalem var lokað fyrir rúmri klukkustund en áður hafði kjörstöðum á Vesturbakkanum og Gasaströndinni verið lokað.

Samkvæmt útgönguspám fékk Hamas-fylkingin 42% atkvæða og Fatah-flokkur Abbasar, forseta Palestínumanna, 45%.

Kjörstjórn segir kosningaþátttöku á Vesturbakkanum verið rúm 70% en 76% á Gasaströndinni.

Eftirlitsmenn segja kosningarnar hafa farið friðsamlega fram og fulltrúi Evrópusambandsins segir framkvæmd þeirra fyrirmynd fyrir Arabaheiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×