Erlent

Ísraelar verða að gefa eftir hluta af Vesturbakkanum

MYND/AP

Ísraelar verða að gefa eftir hluta af Vesturbakkanum til að tryggja meirihlutasamfélag gyðinga á svæðinu. Þetta sagði sitjandi forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, í fyrstu opinberu ræðu sinni eftir að hann tók við embætti á hinni árlegu Herzliya-ráðstefnu í Ísrael í gær. Hann sagði jafnframt að brotthvarf Ísraelsmanna frá Gaza og hluta Vesturbakkans á síðasta ári hafi verið vendipunktur fyrir Ísraelsríki. Þá sagði Olmert að aðalatriðið fyrir Ísraelsmenn í dag væri að koma upp endanlegum landamærum fyrir Ísraelsríki til að tryggja meirihlutasamfélag gyðinga. Olmert hefur gegnt embætti forsætisráðherra í fjarveru Ariels Sharons eftir að sá síðarnefndi fékk heilablóðfall í byrjun árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×