Erlent

Búið að aflýsa 315 ferðum á vegum SAS

MYND/AP

Danski armur SAS flugfélagsins hefur aflýst öllu flugi, eða 315 ferðum samtals í dag vegna launadeilu flugmanna og félagsins, en flug félagsins var að mestu lamað í gær af sömu orsökum. Tugir þúsunda farþega, þeirra á meðal margir Íslendingar, hafa lent í umtalsverðum erfiðleikum vegna verkfallsins og ekki er séð fyrir endan á því. Talsmenn félagsins telja að það tapi um 300 milljónum íslenskra króna á dag vegna aðgerðanna og ætla að krefja flugmenn um skaðabætur á grundvelli þess að aðgerðir þeirra séu ólöglegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×