Erlent

Dönsku eftirlaunalögunum breytt

Vonast er til þess að lagabreytingin muni verða til þess að þúsundir bætist við á vinnumarkaðinum. Tillaga ríkisstjórnarinnar felur í sér að í stað þess fyrirkomulags sem nú er við lýði, þar sem föst upphæð er dregin af eftirlaunum fyrir hvern tíma sem eftirlaunaþeginn vinnur, verði frádrátturinn ákveðin prósentutala af þeim launum sem eftirlaunaþeginn þénar. Það mun leiða til þess að það borgi sig frekar fyrir eftirlaunaþega að vinna í lágt launuðum störfum en langflestir eftirlaunaþegar eru í láglaunastörfum. Eftirlaunaþegar í Danmörku vinna að meðaltali tvær klukkustundir á viku, en vonast er til þess að lagabreytingin verði til þess að vinnustundum þeirra muni fjölga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×