Erlent

Náðu flakinu upp

Flaki þyrlunnar sem hrapaði undan ströndum Eistlands í vikunni var híft upp í gær. Kafarar höfðu þá þegar náð upp líkum þrettán þeirra sem voru um borð í þyrlunni þegar hún hrapaði. Lík annars flugmannsins hefur ekki enn fundist en alls létust fjórtán í slysinu. Orsök flugslyssins liggur enn ekki fyrir. Eistneskir embættismenn segja slæmu veðri ekki um að kenna og telja að tæknivandamál hafi valdið slysinu. Eistneskir, finnskir og bandarískir sérfræðingar rannsaka nú þyrluna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×