Erlent

Má ekki snúa aftur til Bretlands

Bresk yfirvöld hafa bannað harðlínuklerknum Omar Bakri Mohammed að snúa aftur til Bretlands, en hann yfirgaf landið skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir. Hann var handtekinn í Líbanon í gær og var í fyrstu talið að bresk yfirvöld hefðu óskað eftir því en þau neita því. Talsmaður breska innanríkisráðuneytisins sagði það ekki vera almenningi í hag að Omar Bakri sneri aftur og því er honum það ekki heimilt. Bakri hefur verið mjög yfirlýsingaglaður í gegnum tíðina. Hann hefur dásamað hryðjuverkamennina sem gerðu árásirnar á New York 2001 og kallaði þá sem gerði fyrstu hrinu árása í Lundúnum hina fjóra fræknu. Breska blaðið Independent greinir frá því að sýrlensk yfirvöld vilji fá hann framseldan þar sem hann sé grunaður um aðild að fjölda glæpa í Sýrlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×