Erlent

Handtekinn nærri höfuðstöðvum SÞ

MYND/AP
Bandaríkjamaður var í gær handtekinn fyrir að reyna að komast inn í bílageyslu nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York með stóran bensínbrúsa og tvær byssur í bíl sínum. Frá þessu greindu talsmenn Sameinuðu þjóðanna og lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum í dag. Talið er að maðurinn, sem heitir Vernon Wilker og býr í Kaliforníu, eigi við geðræn vandamál að stríða, en hann sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu að hefði ætlað að leggja inn kæru hjá Sameinuðu þjóðunum vegna deilna um landareign í heimabæ sínum. Gríðarmikil öryggisgæsla er í og við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna enda hefur verið ráðist á skrifstofur samtakanna víða um heim á síðustu árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×