Erlent

Rómaborg brennur á ný

Yfirvöld í Róm á Ítalíu leita nú logandi ljósi að brennuvargagengi sem farið hefur um borgina að næturlagi og kveikt í farartækjum. Alls hafa 200 bílar og vélhjól brunnið í borginni síðastliðinn mánuð, en sumir bílanna hafa sprungið í loft upp með tilheyrandi skemmdum á nærliggjandi húsum. Engan hefur þó sakað í brununum hingað til en yfirvöld segja það aðeins tímaspursmál hvenær það gerist. Borgarstjóri Rómaborgar hefur hvatt borgarbúa til að vinna með lögreglunni í málinu en hún hefur nú brugðið á það ráð að senda óeinkennisklædda lögreglumenn og þyrlur út á nóttinni í von um að hafa hendur í hári brennuvarganna. En á meðan það tekst ekki má búast við að brennuvargarnir feti áfram í fótspor Nerós, fyrrverandi keisara Rómaveldis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×