Fleiri fréttir Mikil loftmengun í Malasíu Yfirvöld í Malasíu hafa lýst yfir neyðarástandi á tveimur svæðum í landinu vegna mikillar loftmengunar sem rekja má til reykjarmakkar sem stígur frá brennandi skógum á Súmötru í Indónesíu. Svæðin sem um ræðir eru nærri höfuðborginni Kúala Lúmpúr og eru mjög þéttbýl. 11.8.2005 00:01 Aðeins kröfur en ekki hótanir Evrópusambandið krefst þess að Íranar hætti starfsemi í kjarnorkuverum landsins en eitt þeirra var endurræst í gær. Engu er hins vegar hótað verði ekki brugðist við kröfunum. 11.8.2005 00:01 Besti bjórinn búinn til í klaustri Besti bjór í heimi er framleiddur í klaustri í Belgíu ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var á heimasíðunni ratebeer.com. Þúsundir bjóráhugamanna frá 65 löndum tóku þátt í könnuninni og flestir voru á því að Westvleteren 12 væri sá allra besti. Bjórinn framleiða 30 munkar í klaustri heilags Sixtusar af Westvleteren í vesturhluta Belgíu á milli þess sem þeir biðjast fyrir og sinna almennum rekstri klaustursins. 11.8.2005 00:01 Abu Qatada meðal hinna handteknu Jórdanski klerkurinn Abu Qatada, sem starfað hefur á Bretlandi og hefur verið undir lögreglueftirliti, er á meðal þeirra tíu manna sem handteknir voru í Bretlandi í morgun þar sem þeir eru taldir ógna öryggi þjóðarinnar. Lögfræðingur Qatada staðfestir þetta við <em>Reuters</em>-fréttastofuna. 11.8.2005 00:01 Tafir á Heathrow vegna verkfalls Talsverð seinkun hefur orðið á flugi frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum í dag vegna verkfalls starfsmanna British Airways. Tæplega 700 starfsmönnum fyrirtækisins Gate Gourmet sem sér um flugeldhúsin á Heathrow-flugvelli var sagt upp í gær og lögðu starfmenn British Airways niður vinnu í dag til að sína þeim stuðning. 11.8.2005 00:01 Fresta aftur för könnunarfars Vandræðagangur bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, virðist engan endi ætla að taka því í dag var ákveðið að fersta flugtaki könnunarfars sem ætlað er að fara til Mars. Ástæðan fyrir frestuninni er bilun í skynjurum á eldflaug sem sér um að koma geimfarinu á loft. Er þetta í annað sinn á tveimur dögum sem flugtakinu er frestað. 11.8.2005 00:01 Geðlyfjaneysla mest í Köben Íbúar Kaupmannahafnar nota helmingi meira af svefn- og geðlyfjum en íbúar Borgundarhólms og danskar konur neyta helmingi meira af sömu lyfjum en karlar. Þetta sýnar tölur Apótekarafélags Danmerkur, en greint er frá þeim í danska blaðinu <em>Politiken</em>. 11.8.2005 00:01 Olíutunnan í 66 dollara í dag Hráolíuverð heldur áfram að hækka og er nú komið upp í 66 dollara á tunnuna á Bandaríkjamarkaði. Þær miklu hækkanir sem átta hafa sér stað á síðustu dögum eru fyrst og fremst raktar til ótta vegna óstöðugleika við Miðjarðarhafið. Þetta hefur jafnframt valdið hækkunum á eldsneytisverði hér heima, en bensínið kostar nú á bilinu 110 til 112 krónur lítinn í sjálfsafgreiðslu en tæpar 120 krónur með fullri þjónustu. 11.8.2005 00:01 Enn eitt metið slegið Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu en í gær fór verðið á fatinu í fyrsta sinn yfir 65 dali. Fellibyljir í suðurhöfum og kjarnorkuáætlun Írana eru á meðal orsaka hækkananna, að ógleymdri hryðjuverkaógninni. 11.8.2005 00:01 Skorað á Írana Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta. 11.8.2005 00:01 Skorað á Írana Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta. 11.8.2005 00:01 Nýr forseti í Súdan Salva Kiir Mayardit sór í gær embættiseið sem fyrsti varaforseti Súdans. Við sama tækifæri tók hann við stjórnartaumunum í Suður-Súdan. 11.8.2005 00:01 Sagðir ógnun við öryggi landsins Breska lögreglan hefur handtekið tíu útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Þeim verður að líkindum vísað úr landi og framseldir til heimalanda sinna, þar sem þeir eru flestir eftirlýstir. 11.8.2005 00:01 Stoltenberg vísar gagnrýni á bug Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, vísar á bug skoðun Ingu Lønning, þingmanns Íhaldsflokksins, um að vinstriflokkarnir gætu aldrei komið sér saman um ríkisstjórnarsamstarf vegna ágreinings um utanríkismál. 11.8.2005 00:01 Bréfberi í steininn Eystri-landsréttur hefur dæmt bréfbera í þriggja ára fangelsi fyrir að stela greiðslukortum og lykilnúmerum úr pósti fólks. Hann notaði svo kortin og lykilnúmerin til að ná um átta milljónum króna út af bankareikningum þess. 11.8.2005 00:01 Mótmæli harðlínumanna halda áfram Ísraelskir harðlínumenn hafa í dag haldið áfram að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi landnema af Gasasvæðinu, en þúsundir þeirra söfnuðust saman á götum Tel Aviv. Þar kröfðust þeir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hyrfi strax frá brottflutningnum, en hann er liður í samkomulagi við Palestínumenn. 11.8.2005 00:01 Verkfalli í gulliðnaði aflýst Verkfalli í gulliðnaði í Suður-Afríku, sem staðið hefur síðan á sunnudag, lauk í dag eftir að stærsta verkalýðsfélag námuverkamanna í landinu náði samkomulagi við gullframleiðendur um hærri laun til handa verkamönnunum. Alls lögðu um 100 þúsund námuverkamenn niður vinnu til að knýja á um betri kjör og við það lamaðist gullframleiðsla í landinu nánast algjörlega, en Suður-Afríka er stærsti framleiðandi gullstanga í heiminum. 11.8.2005 00:01 Færeyingar vilja aðild að EFTA Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana. 11.8.2005 00:01 Vísa tíu meintum öfgamönnum burt Útlendingar í Bretlandi sem hvetja til hryðjuverka og dásama hryðjuverkamenn verða sendir til síns heima. Bresk yfirvöld starfa nú eftir þessari reglu en mannréttindasamtökum lýst ekki vel á hana. 11.8.2005 00:01 Reykjavík er fjórða dýrasta borgin Tókýó er enn á toppnum yfir dýrustu borgir heims en Reykjavík er á hraðri leið upp listann. Reykjavík er fjórða dýrasta borg heims samkvæmt útreikningum Economist Intelligence Unit, fjórum sætum ofar en fyrir ári. 10.8.2005 00:01 Sprenging í verksmiðju í Detroit Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín þegar efnaverksmiðja sprakk í úthverfi Detroit borgar í Bandaríkjunum í morgun. Enginn slasaðist í sprengingunni en björgunarlið hefur átt í erfiðleikum með að nálgast bygginguna vegna gríðarlegs elds og reyks. Þá er enn hætta á frekari sprengingum og felast björgunaraðgerðir nú í því að koma fólki á öruggan stað. 10.8.2005 00:01 Látinn á heimili sínu í níu mánuði 72 ára karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í Osló í gær og telur lögreglann að hann hafi látist fyrir um það bil níu mánuðum. Það var tryggingastofnunin í Osló sem lét lögregluna vita að maðurinn hefði ekki sótt tryggingabætur sínar í níu mánuði. Þegar lögreglan fór inn í íbúðina lá opið dagblað frá 9. október á eldhússborði mannsins. Stutt er síðan að 86 ára kona fannst látin í íbúð sinni í Olsó eftir að hafa legið þar í sjö mánuði. 10.8.2005 00:01 Fundu 1,5 tonn af kannabisefnum Franskir tollverðir lögðu hald á eitt og hálft tonn af kannabisefnum fyrr í mánuðinum. Það sem af er ári hafa tollverðir í Frakklandi því lagt hald á yfir 50 tonn af þess konar efnum. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit við landamæri Spánar í vörubíl en að undanförnu hefur átak verið í gangi sem hefur gengið vel eins og fyrrgreindar tölur sýna. Bílstjórinn var handtekinn en hann er 43 ára Íri. 10.8.2005 00:01 Kínverjar einrækta svín Kínverjar hafa klónað sitt fyrsta svín. Svínið fæddist síðastliðinn föstudag í borginni Sanhe og vó það 1,1 kíló. Segjast vísindamennn þar í landi afar ánægðir með hvernig til tókst. Alls voru þrjú svín klónuð en aðeins eitt lifði. Kínverjar eru sjöunda þjóðin sem klónar svín en Bretar, Japanar, Bandaríkjamenn, Ástralir, Suður-Kóreumenn og Þjóðverjar hafa einnig gert það. Þetta er þó ekki frumraun Kínverja í klónun því á síðasta ári klónuðu þeir eina kú. 10.8.2005 00:01 Tortrygginn vegna úranauðgunar George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist mjög tortrygginn vegna yfirlýsingar Írana um að vinna væri hafin að nýju í umbreytingaveri þeirra í Isfahan. Í verinu er úrangrýti umbreytt þannig að unnt er að auðga það en úran er meðal annars notað til kjarnorkuvopna- og rafmagnsframleiðslu. 10.8.2005 00:01 Aftur verði ráðist á Lundúnir Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar. Hann fullyrðir að hryðjuverkamenn hafi kynnt sér aðstæður með áherslu á frægar byggingar, stórfyrirtæki og merka staði á svæðinu. Tilgangurinn væri að vekja sem mesta athygli, valda sem mestum skaða og sem mestu mannfalli. 10.8.2005 00:01 Ætla með ferðamenn í geiminn 2008 Geimferjur NASA eru í flugbanni og fara því ekki langt á næstunni en það þýðir ekki að geimferðir leggist af. <em>New York Times</em> greinir frá því í dag að einkafyrirtækið Space Adventures muni síðdegis greina frá tímamótasamningi við rússnesk yfirvöld um að koma ferðamönnum í hringferð um tunglið. Nota á rússneskt Soyuz-geimfar til þessa og stýrir rússneskur geimfari förinni. 10.8.2005 00:01 30 drukknuðu á Indlandi Óttast er að 30 manns á Suður-Indlandi hafi drukknað þegar dráttarvélarvagn sem fólkið var á féll ofan í djúpan áveituskurð. Tíu komust lífs af í slysinu en björgunarmenn fundu 15 lík föst undir vagninum. Talið er að vatnsflaumurinn í skurðinum hafi borið lík hinna 15 niður eftir honum og hafa hlerar við enda skurðsins verið dregnir saman svo líkunum skoli ekki á haf út. Fólkið var á leið heim úr brúðkaupi þegar slysið varð. 10.8.2005 00:01 Tímaspursmál um árás Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar. 10.8.2005 00:01 Rjúfa innsigli á kjarnorkuveri Íranar hafa rofið innsigli á kjarnorkuveri þar sem þeir geta auðgað úran sem nota má til vopnaframleiðslu. Mikil spenna hefur myndast vegna málsins og standa yfir neyðarfundir hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni. 10.8.2005 00:01 Deilt um ný áfengislög í Bretlandi Drykkjuvenjur Breta hafa orðið til þess að háværar deilur hafa spunnist um nýja áfengislöggjöf sem m.a. er ætlað að blása lífi í efnahag margra af borgum Englands og draga úr ofbeldi á götum úti. Andstæðingar löggjafarinnar segja hana hafa þveröfug áhrif. 10.8.2005 00:01 Finnsk þyrla hrapar í Eystrasalt Sikorsky-þyrla sem var í áætlunarflugi á frá Tallinn til Helsinki fórst fyrir ströndum Eistlands í morgun. Þyrlan var í eigu finnska flugfélagsins Copterline og voru 13 farþegar um borð ásamt tveimur flugmönnum. Að sögn eistnesku björgunarsveitanna hefur verið staðfest að flakið liggi á um 50 metra dýpi og eru kafarar nú á leið að flakinu. Ólíklegt er talið að nokkur hafi lifað slysið af. 10.8.2005 00:01 Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögreglufyrivöld í Tyrklandi hafa handtekið 10 manns grunaða um aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaida. Talið er að fólkið hafi ætlað að leggja á ráðin um hryðjuverk í ísraelsku skemmtiferðaskipi undan ströfndum Tyrklands. Handtökurnar fóru fram fyrir nokkrum dögum í Antalya-héraði við Miðjarðarhaf, en í héraðinu eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum Tyrklands. 10.8.2005 00:01 Óttast frekari olíuverðshækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu er nú rúmlega 63 dollarar tunnan á Bandaríkjamarkaði en verðið hefur hækkað mikið síðustu daga. Verðið náði hámarki í gær þegar það fór upp í rúmlega 64 dollara á tunnuna og óttast menn að verðið muni hækka ennfrekar í dag vegna óstöðugleika á bandaríska hlutabréfamarkaðum. 10.8.2005 00:01 Rússar að hefna sín á Póverjum? Ráðist var á pólskan sendiráðsstarfsmann með hrottalegum hætti í miðborg Moskvu í dag. Þetta er önnur árásin á sendiráðsstafsmenn Pólverja í vikunni en atburðirnir eru taldir tengjast árás sem börn nokkurra rússneskra sendiráðsstarfsmanna urði fyrir í Varsjá fyrir skemmstu. 10.8.2005 00:01 Marglyttur herja á ferðamenn Það er ekki eintóm sæla að fara í sumarfrí. Því hafa ferðamenn við Miðjarðarhafsströnd Spánar fengið að kynnast í sumar, en þar hefur mikill fjöldi marglyttna herjað á baðgesti. Rauði kross Spánar segist hafa sinnt nærri 11 þúsund manns sem hafi stungið sig á marglyttum í Katalóníu-héraði einu í sumar, en það eru tvöfalt fleiri tilfelli en á sama tíma í fyrra. 10.8.2005 00:01 Sex hermenn drepnir í Írak Sex bandarískir hermenn létust í átökum í Írak í gær auk þess sem sex særðust. Alls hafa því 1834 bandarískir hermenn látist frá því að innrásin á Írak hófst í marsmánuði árið 2003. 10.8.2005 00:01 Mannskæð flóð í Íran Að minnsta kosti 23 eru látnir og tíu er saknað eftir flóð í Golestan-héraði í norðausturhluta Írans í nótt. Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmönnum Rauða hálfmánans að töluverðar skemmdir hafi orðið í flóðunum og hafa samstökin sent þyrlu af stað til að leita þeirra sem saknað er. 10.8.2005 00:01 Óttast um afdrif 60 hermanna Nepölsk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af afdrifum sextíu hermanna sem ekkert hefur spurst til í nokkurn tíma. Lík fjörutíu félaga þeirra fundust í vikunni en þeir féllu í átökum við uppreisnarmenn maóista. 10.8.2005 00:01 Vonirnar fara dvínandi Björgunarsveitir náðu í gær upp líki eins námuverkamannsins sem festist í kolanámugöngum í sunnanverðu Kína. 122 manns eru ennþá ofan í 480 metra djúpum göngunum sem lokuðust á sunnudaginn eftir að vatn flæddi inn í þau. 10.8.2005 00:01 Erfið vist hjá Khodorkovsky Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi eiganda Yukos-olíufélagsins, hefur nú verið komið fyrir í fangaklefa með ellefu öðrum föngum án nokkurra þæginda, svo sem aðgangi að fréttum. 10.8.2005 00:01 Flókin staða í norskri pólitík Ágreiningur um utanríkismál gæti orðið til þess að vinstriflokkarnir í Noregi næðu ekki að mynda ríkisstjórn að loknum þingkosningunum í haust enda þótt þeir næðu meirihluta. 10.8.2005 00:01 Stoltenberg sigurstranglegastur Veðbankar í Noregi telja Jens Stoltenberg líklegastan til að verða forsætisráðherra Noregs að loknum norsku þingkosningum sem haldnar verða í september. 10.8.2005 00:01 Viðsnúningur í innflytjendamálum Í fyrsta sinn í aldarfjórðung flytja fleiri erlendir ríkisborgarar frá Danmörku en til landsins. 10.8.2005 00:01 Leggur áherslu á skaparahlutverkið George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þá skoðun sína í ljós í viðtali við dagblað frá Texas að í stað þess að kenna skólabörnum þróunarkenningu Darwins væri heppilegra að kenna þeim svonefnda heimshönnuðarkenningu. 10.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mikil loftmengun í Malasíu Yfirvöld í Malasíu hafa lýst yfir neyðarástandi á tveimur svæðum í landinu vegna mikillar loftmengunar sem rekja má til reykjarmakkar sem stígur frá brennandi skógum á Súmötru í Indónesíu. Svæðin sem um ræðir eru nærri höfuðborginni Kúala Lúmpúr og eru mjög þéttbýl. 11.8.2005 00:01
Aðeins kröfur en ekki hótanir Evrópusambandið krefst þess að Íranar hætti starfsemi í kjarnorkuverum landsins en eitt þeirra var endurræst í gær. Engu er hins vegar hótað verði ekki brugðist við kröfunum. 11.8.2005 00:01
Besti bjórinn búinn til í klaustri Besti bjór í heimi er framleiddur í klaustri í Belgíu ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var á heimasíðunni ratebeer.com. Þúsundir bjóráhugamanna frá 65 löndum tóku þátt í könnuninni og flestir voru á því að Westvleteren 12 væri sá allra besti. Bjórinn framleiða 30 munkar í klaustri heilags Sixtusar af Westvleteren í vesturhluta Belgíu á milli þess sem þeir biðjast fyrir og sinna almennum rekstri klaustursins. 11.8.2005 00:01
Abu Qatada meðal hinna handteknu Jórdanski klerkurinn Abu Qatada, sem starfað hefur á Bretlandi og hefur verið undir lögreglueftirliti, er á meðal þeirra tíu manna sem handteknir voru í Bretlandi í morgun þar sem þeir eru taldir ógna öryggi þjóðarinnar. Lögfræðingur Qatada staðfestir þetta við <em>Reuters</em>-fréttastofuna. 11.8.2005 00:01
Tafir á Heathrow vegna verkfalls Talsverð seinkun hefur orðið á flugi frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum í dag vegna verkfalls starfsmanna British Airways. Tæplega 700 starfsmönnum fyrirtækisins Gate Gourmet sem sér um flugeldhúsin á Heathrow-flugvelli var sagt upp í gær og lögðu starfmenn British Airways niður vinnu í dag til að sína þeim stuðning. 11.8.2005 00:01
Fresta aftur för könnunarfars Vandræðagangur bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, virðist engan endi ætla að taka því í dag var ákveðið að fersta flugtaki könnunarfars sem ætlað er að fara til Mars. Ástæðan fyrir frestuninni er bilun í skynjurum á eldflaug sem sér um að koma geimfarinu á loft. Er þetta í annað sinn á tveimur dögum sem flugtakinu er frestað. 11.8.2005 00:01
Geðlyfjaneysla mest í Köben Íbúar Kaupmannahafnar nota helmingi meira af svefn- og geðlyfjum en íbúar Borgundarhólms og danskar konur neyta helmingi meira af sömu lyfjum en karlar. Þetta sýnar tölur Apótekarafélags Danmerkur, en greint er frá þeim í danska blaðinu <em>Politiken</em>. 11.8.2005 00:01
Olíutunnan í 66 dollara í dag Hráolíuverð heldur áfram að hækka og er nú komið upp í 66 dollara á tunnuna á Bandaríkjamarkaði. Þær miklu hækkanir sem átta hafa sér stað á síðustu dögum eru fyrst og fremst raktar til ótta vegna óstöðugleika við Miðjarðarhafið. Þetta hefur jafnframt valdið hækkunum á eldsneytisverði hér heima, en bensínið kostar nú á bilinu 110 til 112 krónur lítinn í sjálfsafgreiðslu en tæpar 120 krónur með fullri þjónustu. 11.8.2005 00:01
Enn eitt metið slegið Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu en í gær fór verðið á fatinu í fyrsta sinn yfir 65 dali. Fellibyljir í suðurhöfum og kjarnorkuáætlun Írana eru á meðal orsaka hækkananna, að ógleymdri hryðjuverkaógninni. 11.8.2005 00:01
Skorað á Írana Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta. 11.8.2005 00:01
Skorað á Írana Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta. 11.8.2005 00:01
Nýr forseti í Súdan Salva Kiir Mayardit sór í gær embættiseið sem fyrsti varaforseti Súdans. Við sama tækifæri tók hann við stjórnartaumunum í Suður-Súdan. 11.8.2005 00:01
Sagðir ógnun við öryggi landsins Breska lögreglan hefur handtekið tíu útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Þeim verður að líkindum vísað úr landi og framseldir til heimalanda sinna, þar sem þeir eru flestir eftirlýstir. 11.8.2005 00:01
Stoltenberg vísar gagnrýni á bug Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, vísar á bug skoðun Ingu Lønning, þingmanns Íhaldsflokksins, um að vinstriflokkarnir gætu aldrei komið sér saman um ríkisstjórnarsamstarf vegna ágreinings um utanríkismál. 11.8.2005 00:01
Bréfberi í steininn Eystri-landsréttur hefur dæmt bréfbera í þriggja ára fangelsi fyrir að stela greiðslukortum og lykilnúmerum úr pósti fólks. Hann notaði svo kortin og lykilnúmerin til að ná um átta milljónum króna út af bankareikningum þess. 11.8.2005 00:01
Mótmæli harðlínumanna halda áfram Ísraelskir harðlínumenn hafa í dag haldið áfram að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi landnema af Gasasvæðinu, en þúsundir þeirra söfnuðust saman á götum Tel Aviv. Þar kröfðust þeir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hyrfi strax frá brottflutningnum, en hann er liður í samkomulagi við Palestínumenn. 11.8.2005 00:01
Verkfalli í gulliðnaði aflýst Verkfalli í gulliðnaði í Suður-Afríku, sem staðið hefur síðan á sunnudag, lauk í dag eftir að stærsta verkalýðsfélag námuverkamanna í landinu náði samkomulagi við gullframleiðendur um hærri laun til handa verkamönnunum. Alls lögðu um 100 þúsund námuverkamenn niður vinnu til að knýja á um betri kjör og við það lamaðist gullframleiðsla í landinu nánast algjörlega, en Suður-Afríka er stærsti framleiðandi gullstanga í heiminum. 11.8.2005 00:01
Færeyingar vilja aðild að EFTA Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana. 11.8.2005 00:01
Vísa tíu meintum öfgamönnum burt Útlendingar í Bretlandi sem hvetja til hryðjuverka og dásama hryðjuverkamenn verða sendir til síns heima. Bresk yfirvöld starfa nú eftir þessari reglu en mannréttindasamtökum lýst ekki vel á hana. 11.8.2005 00:01
Reykjavík er fjórða dýrasta borgin Tókýó er enn á toppnum yfir dýrustu borgir heims en Reykjavík er á hraðri leið upp listann. Reykjavík er fjórða dýrasta borg heims samkvæmt útreikningum Economist Intelligence Unit, fjórum sætum ofar en fyrir ári. 10.8.2005 00:01
Sprenging í verksmiðju í Detroit Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín þegar efnaverksmiðja sprakk í úthverfi Detroit borgar í Bandaríkjunum í morgun. Enginn slasaðist í sprengingunni en björgunarlið hefur átt í erfiðleikum með að nálgast bygginguna vegna gríðarlegs elds og reyks. Þá er enn hætta á frekari sprengingum og felast björgunaraðgerðir nú í því að koma fólki á öruggan stað. 10.8.2005 00:01
Látinn á heimili sínu í níu mánuði 72 ára karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í Osló í gær og telur lögreglann að hann hafi látist fyrir um það bil níu mánuðum. Það var tryggingastofnunin í Osló sem lét lögregluna vita að maðurinn hefði ekki sótt tryggingabætur sínar í níu mánuði. Þegar lögreglan fór inn í íbúðina lá opið dagblað frá 9. október á eldhússborði mannsins. Stutt er síðan að 86 ára kona fannst látin í íbúð sinni í Olsó eftir að hafa legið þar í sjö mánuði. 10.8.2005 00:01
Fundu 1,5 tonn af kannabisefnum Franskir tollverðir lögðu hald á eitt og hálft tonn af kannabisefnum fyrr í mánuðinum. Það sem af er ári hafa tollverðir í Frakklandi því lagt hald á yfir 50 tonn af þess konar efnum. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit við landamæri Spánar í vörubíl en að undanförnu hefur átak verið í gangi sem hefur gengið vel eins og fyrrgreindar tölur sýna. Bílstjórinn var handtekinn en hann er 43 ára Íri. 10.8.2005 00:01
Kínverjar einrækta svín Kínverjar hafa klónað sitt fyrsta svín. Svínið fæddist síðastliðinn föstudag í borginni Sanhe og vó það 1,1 kíló. Segjast vísindamennn þar í landi afar ánægðir með hvernig til tókst. Alls voru þrjú svín klónuð en aðeins eitt lifði. Kínverjar eru sjöunda þjóðin sem klónar svín en Bretar, Japanar, Bandaríkjamenn, Ástralir, Suður-Kóreumenn og Þjóðverjar hafa einnig gert það. Þetta er þó ekki frumraun Kínverja í klónun því á síðasta ári klónuðu þeir eina kú. 10.8.2005 00:01
Tortrygginn vegna úranauðgunar George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist mjög tortrygginn vegna yfirlýsingar Írana um að vinna væri hafin að nýju í umbreytingaveri þeirra í Isfahan. Í verinu er úrangrýti umbreytt þannig að unnt er að auðga það en úran er meðal annars notað til kjarnorkuvopna- og rafmagnsframleiðslu. 10.8.2005 00:01
Aftur verði ráðist á Lundúnir Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar. Hann fullyrðir að hryðjuverkamenn hafi kynnt sér aðstæður með áherslu á frægar byggingar, stórfyrirtæki og merka staði á svæðinu. Tilgangurinn væri að vekja sem mesta athygli, valda sem mestum skaða og sem mestu mannfalli. 10.8.2005 00:01
Ætla með ferðamenn í geiminn 2008 Geimferjur NASA eru í flugbanni og fara því ekki langt á næstunni en það þýðir ekki að geimferðir leggist af. <em>New York Times</em> greinir frá því í dag að einkafyrirtækið Space Adventures muni síðdegis greina frá tímamótasamningi við rússnesk yfirvöld um að koma ferðamönnum í hringferð um tunglið. Nota á rússneskt Soyuz-geimfar til þessa og stýrir rússneskur geimfari förinni. 10.8.2005 00:01
30 drukknuðu á Indlandi Óttast er að 30 manns á Suður-Indlandi hafi drukknað þegar dráttarvélarvagn sem fólkið var á féll ofan í djúpan áveituskurð. Tíu komust lífs af í slysinu en björgunarmenn fundu 15 lík föst undir vagninum. Talið er að vatnsflaumurinn í skurðinum hafi borið lík hinna 15 niður eftir honum og hafa hlerar við enda skurðsins verið dregnir saman svo líkunum skoli ekki á haf út. Fólkið var á leið heim úr brúðkaupi þegar slysið varð. 10.8.2005 00:01
Tímaspursmál um árás Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar. 10.8.2005 00:01
Rjúfa innsigli á kjarnorkuveri Íranar hafa rofið innsigli á kjarnorkuveri þar sem þeir geta auðgað úran sem nota má til vopnaframleiðslu. Mikil spenna hefur myndast vegna málsins og standa yfir neyðarfundir hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni. 10.8.2005 00:01
Deilt um ný áfengislög í Bretlandi Drykkjuvenjur Breta hafa orðið til þess að háværar deilur hafa spunnist um nýja áfengislöggjöf sem m.a. er ætlað að blása lífi í efnahag margra af borgum Englands og draga úr ofbeldi á götum úti. Andstæðingar löggjafarinnar segja hana hafa þveröfug áhrif. 10.8.2005 00:01
Finnsk þyrla hrapar í Eystrasalt Sikorsky-þyrla sem var í áætlunarflugi á frá Tallinn til Helsinki fórst fyrir ströndum Eistlands í morgun. Þyrlan var í eigu finnska flugfélagsins Copterline og voru 13 farþegar um borð ásamt tveimur flugmönnum. Að sögn eistnesku björgunarsveitanna hefur verið staðfest að flakið liggi á um 50 metra dýpi og eru kafarar nú á leið að flakinu. Ólíklegt er talið að nokkur hafi lifað slysið af. 10.8.2005 00:01
Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögreglufyrivöld í Tyrklandi hafa handtekið 10 manns grunaða um aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaida. Talið er að fólkið hafi ætlað að leggja á ráðin um hryðjuverk í ísraelsku skemmtiferðaskipi undan ströfndum Tyrklands. Handtökurnar fóru fram fyrir nokkrum dögum í Antalya-héraði við Miðjarðarhaf, en í héraðinu eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum Tyrklands. 10.8.2005 00:01
Óttast frekari olíuverðshækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu er nú rúmlega 63 dollarar tunnan á Bandaríkjamarkaði en verðið hefur hækkað mikið síðustu daga. Verðið náði hámarki í gær þegar það fór upp í rúmlega 64 dollara á tunnuna og óttast menn að verðið muni hækka ennfrekar í dag vegna óstöðugleika á bandaríska hlutabréfamarkaðum. 10.8.2005 00:01
Rússar að hefna sín á Póverjum? Ráðist var á pólskan sendiráðsstarfsmann með hrottalegum hætti í miðborg Moskvu í dag. Þetta er önnur árásin á sendiráðsstafsmenn Pólverja í vikunni en atburðirnir eru taldir tengjast árás sem börn nokkurra rússneskra sendiráðsstarfsmanna urði fyrir í Varsjá fyrir skemmstu. 10.8.2005 00:01
Marglyttur herja á ferðamenn Það er ekki eintóm sæla að fara í sumarfrí. Því hafa ferðamenn við Miðjarðarhafsströnd Spánar fengið að kynnast í sumar, en þar hefur mikill fjöldi marglyttna herjað á baðgesti. Rauði kross Spánar segist hafa sinnt nærri 11 þúsund manns sem hafi stungið sig á marglyttum í Katalóníu-héraði einu í sumar, en það eru tvöfalt fleiri tilfelli en á sama tíma í fyrra. 10.8.2005 00:01
Sex hermenn drepnir í Írak Sex bandarískir hermenn létust í átökum í Írak í gær auk þess sem sex særðust. Alls hafa því 1834 bandarískir hermenn látist frá því að innrásin á Írak hófst í marsmánuði árið 2003. 10.8.2005 00:01
Mannskæð flóð í Íran Að minnsta kosti 23 eru látnir og tíu er saknað eftir flóð í Golestan-héraði í norðausturhluta Írans í nótt. Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmönnum Rauða hálfmánans að töluverðar skemmdir hafi orðið í flóðunum og hafa samstökin sent þyrlu af stað til að leita þeirra sem saknað er. 10.8.2005 00:01
Óttast um afdrif 60 hermanna Nepölsk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af afdrifum sextíu hermanna sem ekkert hefur spurst til í nokkurn tíma. Lík fjörutíu félaga þeirra fundust í vikunni en þeir féllu í átökum við uppreisnarmenn maóista. 10.8.2005 00:01
Vonirnar fara dvínandi Björgunarsveitir náðu í gær upp líki eins námuverkamannsins sem festist í kolanámugöngum í sunnanverðu Kína. 122 manns eru ennþá ofan í 480 metra djúpum göngunum sem lokuðust á sunnudaginn eftir að vatn flæddi inn í þau. 10.8.2005 00:01
Erfið vist hjá Khodorkovsky Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi eiganda Yukos-olíufélagsins, hefur nú verið komið fyrir í fangaklefa með ellefu öðrum föngum án nokkurra þæginda, svo sem aðgangi að fréttum. 10.8.2005 00:01
Flókin staða í norskri pólitík Ágreiningur um utanríkismál gæti orðið til þess að vinstriflokkarnir í Noregi næðu ekki að mynda ríkisstjórn að loknum þingkosningunum í haust enda þótt þeir næðu meirihluta. 10.8.2005 00:01
Stoltenberg sigurstranglegastur Veðbankar í Noregi telja Jens Stoltenberg líklegastan til að verða forsætisráðherra Noregs að loknum norsku þingkosningum sem haldnar verða í september. 10.8.2005 00:01
Viðsnúningur í innflytjendamálum Í fyrsta sinn í aldarfjórðung flytja fleiri erlendir ríkisborgarar frá Danmörku en til landsins. 10.8.2005 00:01
Leggur áherslu á skaparahlutverkið George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þá skoðun sína í ljós í viðtali við dagblað frá Texas að í stað þess að kenna skólabörnum þróunarkenningu Darwins væri heppilegra að kenna þeim svonefnda heimshönnuðarkenningu. 10.8.2005 00:01