Erlent

Alvarlegt umferðarslys í Mexíkó

Að minnsta kosti tveir létust og yfir 40 slösuðust þegar vöruflutningabíll með eldfimt efni og lest rákust saman í gær í bænum Matamoros í Mexíkó sem er nálægt landmærum Bandaríkjanna. Mikil sprenging varð og gríðarlegur hávaði og titringur fannst í margra kílómetra fjarlægð. Þa tók slökkvilið margar klukkustundir að slökkva eldinn, finna hina meiddu og koma þeim í öruggt skjól en mikill reykur var á svæðinu sem gerði björgunarmönnum erfitt fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×