Erlent

Robin Cook borinn til grafar

Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, var borinn til grafar í dag. Gordon Brown fjármálaráðherra, minntist Cooks sem framúrskarandi þingmanns við jarðarförina þar sem allir helstu samstarfsmenn Cooks í gegnum tíðina og rjómi bresku stjórnmálaelítunnar var viðstaddur. Tony Blair var hins vegar ekki á meðal gesta þar sem hann er í sumarfríi og ákvað að breyta áætlunum sínum ekki til að vera við jarðarförina. Einn nánustu vina Cooks gagnrýndi Blair fyrir þetta og sagði það til marks um smásálarhátt að koma ekki til baka úr fríi vegna fráfallsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×