Erlent

Eltu meinta tilræðismenn

Tveir egypskir lögreglumenn særðust í dag í bardaga við hóp vopnaðra manna sem grunaðir eru um aðild að sprengjutilræðinu í Sharm el-Sheikh í síðasta mánuði sem kostaði 64 lífið. Átökin urðu í helli á Sinai-skaga þar sem mennirnir höfðu falið sig. Lögreglan telur að þeir hafi verið fimmtán talsins. Einn þeirra var handtekinn og auk þess kona sem talin er vega eiginkona annars manns. Hinir sluppu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×