Erlent

Hluti ránsfengsins fundinn

Lögregla hefur fundið örlítinn hluta ránsfengsins sem stolið var úr Banco Central í borginni Fortaleza fyrr í vikunni. Peningarnir, að jafnvirði 27 milljóna króna, fundust í pallbíl í bænum Belo Horizonte en hann er 1.500 kílómetra frá Fortaleza. Þótt lögreglan fagni fundinum útlokar hún ekki að verið sé að leiða hana á villigötur því enn eru 4,5 milljarðar króna ófundnir. Þá hafa rannsóknarlögreglumenn skýrt frá því að þeim hafi tekist að bera kennsl á nokkra þjófana af myndum úr eftirlitsmyndavélum. Þeir eru taldir tengjast PCC, alræmdum glæpasamtökum frá Sao Paulo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×