Erlent

Fjórðungur vill kynlíf daglega

Ný, bresk könnun leiðir í ljós að það sem skiptir góðan hluta breskra kvenna máli er kynlíf og það daglega. 27 prósent breskra kvenna svöruðu því til í könnun að þær vildu gamna sér daglega hið minnsta. Konur virðast jafnframt njóta kynlífsins betur nú en fyrir rúmum tíu árum, því 62 prósent aðspurðra sögðust fá fullnægingu. Það gengur því betur hjá þeim en breskum körlum, en aðeins hjá 54 prósentum þeirra lýkur ástarleikjum með fullnægingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×