Erlent

Mikil loftmengun í Malasíu

Yfirvöld í Malasíu hafa lýst yfir neyðarástandi á tveimur svæðum í landinu vegna mikillar loftmengunar sem rekja má til reykjarmakkar sem stígur frá brennandi skógum á Súmötru í Indónesíu. Svæðin sem um ræðir eru nærri höfuðborginni Kúala Lúmpúr og eru mjög þéttbýl. Skólum á svæðinu hefur verið lokað vegna mengunarinnar og einnig þurfti að loka stærstu höfn landsins tímabundið vegna lélegs skyggnis. Þá gengur fólk á götum úti með grímur þar sem reykjarmökkurinn er heilsuspillandi. Loftmengun á svæðinu hefur ekki verið meiri frá árinu 1997 en þá sortnaði himinn víðar í Suðaustur-Asíu vegna skógarelda á Indónesíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×