Erlent

Mótmæli harðlínumanna halda áfram

Ísraelskir harðlínumenn hafa í dag haldið áfram að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi landnema af Gasasvæðinu, en þúsundir þeirra söfnuðust saman á götum Tel Aviv. Þar kröfðust þeir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hyrfi strax frá brottflutningnum, en hann er liður í samkomulagi við Palestínumenn. Til stendur að hefja brottflutning af svæðinu á miðvikudaginn kemur og þegar upp verður staðið munu allar landnemabyggðir á Gasa hafa verið yfirgefnar ásamt fjórum af 120 landnemabyggðum á Vesturbakkanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×