Erlent

Ætla með ferðamenn í geiminn 2008

Geimferjur NASA eru í flugbanni og fara því ekki langt á næstunni en það þýðir ekki að geimferðir leggist af. New York Times greinir frá því í dag að einkafyrirtækið Space Adventures muni síðdegis greina frá tímamótasamningi við rússnesk yfirvöld um að koma ferðamönnum í hringferð um tunglið. Nota á rússneskt Soyuz-geimfar til þessa og stýrir rússneskur geimfari förinni. Hægt er að eiga stans í alþjóðlegu geimstöðinni á leiðinni. Stefnt er að því að fara í fyrstu ferðina þegar árið 2008 en það er hætt við að hringferð um tunglið slái ekki við Spánarströndum alveg strax þar sem þessi ferðalög verða ekki á færi hvers sem er. Ferðamennirnir væntanlegu verða að greiða hundrað milljónir dollara fyrir tveggja til þriggja vikna geimferð. Forsvarsmenn Space Adventures segja að nú þegar hafi nokkrir áhugasamir haft samband vegna ferðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×