Fleiri fréttir

Verkamannaflokkurinn í sókn

Breski Verkamannaflokkurinn ynni öruggan sigur á andstæðingum sínum ef bresku þingkosningarnar færu fram í dag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Populus fyrir breska dagblaðið The Times.

Handtökubeiðni vegna mannráns

Sænska lögreglan hefur fyrirskipað handtöku manns sem grunaður er um að eiga þátt í ráninu á sænska forstjóranum Fabian Bengtsson. Maðurinn er lagður á flótta og farinn frá Svíþjóð.

Horfum til framtíðar

Það er tími til kominn að snúa sér frá ágreiningsefnum fortíðarinnar og horfa til framtíðar, sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ávarpi hennar við stjórnmálaakademíu Parísar. Hún vísaði þar til ágreiningsins um innrásina í Írak.

Vígamenn breyta aðferðum sínum

Aðferðir vígamanna virðast hafa breyst eftir því sem öryggisgæsla hefur verið efld til að koma í veg fyrir bílsprengjuárásir. Undanfarna daga hefur verið mikið um sjálfsmorðsárásir gangandi vígamanna sem hafa hlaðið sig sprengiefnum. 27 manns hið minnsta létu lífið í nokkrum árásum í Írak í gær.

Tannburstun grennandi?

Þeir sem eiga sér þá ósk heitasta að grennast en nenna hvorki að breyta um mataræði eða fara í líkamsrækt geta glaðst yfir nýjum rannsóknum sem gerðar voru á 14 þúsund manns í Japan. Þær benda nefnilega til þess að þeir sem bursti tennurnar eftir hverja máltíð séu grennri en annað fólk.

Stjórnin með rúmlega 50%

Nú á sjöunda tímanum voru birtar fyrstu útgönguspár í dönsku þingkosningunum. Samkvæmt spá systurstöðvar Stöðvar 2, TV2 í Danmörku, hljóta stjórnarflokkarnir ríflega fimmtíu prósent atkvæða og jafnaðarmenn tapa töluverðu fylgi, eins og búist var við.

Fljótust í kringum jörðina

Hetja sneri heim til Bretlandseyja í dag þegar Ellen MacArthur kom til hafnar eftir 71 dags ferð umhverfis jörðina á tuttugu og þriggja metra löngum báti. Hún sló heimsmetið í siglingum af þessu tagi og var um sólarhring fljótari en sá sem síðast reyndi við metið.

Lýtalækningar á dýrum bannaðar

Borgarfulltrúar í Hollywood hafa lagt fram tillögu þess efnis að banna lýtalækningar á heimilisdýrum. Samkvæmt tillögunni verður eigendum dýra bannað að fara með dýrin sín til dýralæknis til þess að láta laga útlit þeirra.

Myrti fjórtán ára dóttur sína

Móðir á fimmtugsaldri hefur verið ákærð fyrir að myrða fjórtán ára dóttur sína á heimili þeirra í New Jersey. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum því móðirin myrti dóttur sína með því að lemja hana með hamri og skóflu þegar hún var sofandi. 

Nauðgaði konu sinni

Hart er deilt um hegningarlög í Arizona í Bandaríkjunum eftir nauðgunarmál sem kom upp í borginni Flagstaff. Samkvæmt núgildandi lögum er einungis hægt að fara fram á eins og hálfs árs fangelsisdóm yfir nauðgun ef sá sem nauðgar er giftur fórnarlambinu.

Harkan sex var kjörorðið

Harkan sex var kjörorðið, síðasta dag kosningabaráttunnar í Danmörku. Flokkarnir birtu heilsíðuauglýsingar í dagblöðum þar sem hræðsluáróðri var beitt á óákveðna kjósendur. Kjörstöðum verður lokað klukkan sjö að íslenskum tíma en samkvæmt fyrstu útgönguspám heldur stjórnin velli.

Evrópa vinur Bandaríkjanna

„Það er tímabært að binda enda á deilur fortíðar,“ sagði Condoleeza Rice í París í dag og kvað engan vafa lengur leika á því í Bandaríkjastjórn að Evrópa væri vinur en ekki andstæðingur. 

Blair sama sinnis og Bush um Íran

Íran styður hryðjuverkasamtök og stjórnvöld þar í landi verða að átta sig á því að það verður ekki liðið ef þau muni reyna að hindra friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Þetta segir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.

Stjórnin hélt velli

Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen hélt velli í þingkosningunum í Danmörku í gær. Fylgi Venstre, flokks Rasmussens, dalaði reyndar dálítið og missti hann fjögur þingsæti frá því í kosningunum 2001 og fékk 52 menn kjörna.

36 létust, flestir lögreglumenn

Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns biðu bana suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöldi þegar uppreisnarmenn gerðu árás á lögreglustöð. Að sögn Al-Jazeera fréttastofunnar sem greinir frá atburðinum voru tuttugu og tveir hinna látnu írakskir hermenn og lögreglumenn en fjórtán uppreisnarmenn létust einnig í árásinni.

Gíslataka í Sviss

Maður sem ekki er vitað deili á ruddist inn í spænskum ræðismannsskrifstofuna í Bern í Sviss í morgun og heldur þar einni eða tveimur manneskjum í gíslingu. Hann barði niður dyravörð áður en hann ruddist inn en dyravörðurinn er ekki alvarlega slasaður. Svissneska lögreglan hefur girt af svæði umhverfis ræðismannsskrifstofuna en þar eru sendiráð all margra ríkja.

18 létust vegna gaseitrunar

Átján manns fundust látnir á gistiheimili á austurhluta Spánar í gær. Gasleki kom upp á gistiheimilinu aðfararnótt sunnudags og er talið að hann hafi orðið fólkinu að aldurtila. Svo virðist sem gashitari sem kveikt var á hafi annað hvort lekið eða verið gallaður og gefið frá sér eitraðar gastegundir.

Strandborgir færðar inn í land

Ákveðið hefur verið að færa strandborgir á Indónesíu lengra inn á land til þess að koma í veg fyrir að harmleikurinn frá öðrum degi jóla endurtaki sig. Yfirmenn skipulagsmála á Indónesíu segja að komið verði upp hlutlausum svæðum á milli sjávar og byggðar til þess að koma í veg fyrir hugsanleg áhrif flóðbylgna.

Hershöfðingi Saddams handtekinn

Öryggissveitir í Írak hafa handsamað fyrrverandi hershöfðingja úr her Saddams Husseins sem sakaður er um að hafa fjármagnað starfsemi hryðjuverkamanna undanfarið. Hershöfðinginn var tekinn fastur í lok desember en ekki var tilkynnt um handtökuna fyrr en í gær.

Reyna að halda í hermenn

Bandaríkjamenn hafa gripið til margvíslegra aðgerða til þess að sporna við hugsanlegri manneklu í herliði sínu í kjölfar stríðsins í Írak. Stór hluti herliðsins í Írak hefur þegar lokið herskyldu sinni og hefur verið gripið til þess ráðs að bjóða hermönnum þúsund dollara skattfrjálsan kaupauka fyrir að framlengja veruna í Írak.

Reykingabann á Kúbu

Eitt af höfuðvígjum reykingamanna er nú fallið. Frá og með deginum í dag er bannað að reykja á ýmsum opinberum stöðum á Kúbu auk þess sem lagt hefur verið blátt bann við sígarettusjálfsölum og sölu tóbaks til ungmenna.

Sjúkrahúsdvöl páfa lengist

Jóhannes Páll páfi II mun dveljast á sjúkrahúsi lengur en gert var ráð fyrir í upphafi að því er talsmaður Vatíkansins tilkynnti í morgun. Dvöl páfa verður framlengd um nokkra daga en upphaflega var sagt að hann þyrfti aðeins að vera undir eftirliti lækna í vikutíma.

Gíslatökumaðurinn gafst upp

Maður, sem ekki var vitað deili á og ruddist inn í spænsku ræðismannsskrifstofuna í Bern í Sviss í morgun þar sem hann tók starfsmenn í gíslingu, hefur gefist upp. Hann barði niður dyravörð áður en hann hélt inn í húsið en dyravörðurinn er ekki alvarlega slasaður.

Aðgerðir harðna í Írak

Aðgerðir uppreisnarmanna í Írak eru að harðna og árásum að fjölga á nýjan leik eftir þingkosningarnar í landinu. Tuttugu og fimm hið minnsta hafa beðið bana í árásum í morgun og á fjórða tug í gærkvöldi. Á sama tíma blasir mannekla við í Bandaríkjaher.

Kippur kominn í kosningabaráttuna

Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku.

Vilja semja við Írani

Varnarmálaráðherra Ísraels sagði í dag að hann væri sammála Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fara eigi samningaleiðina til að fá Íran til þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína en ekki að beita hervaldi.

Taka við eftir 18 mánuði

Innanríkisráðherrann í bráðabirgðastjórn Íraks sagði í dag að hann telji að Írakar verði færir um að sjá um eigin öryggismál eftir eitt og hálft ár. Fala Al-Nakíb lét þessi orð falla á öryggisráðsternu sem nú stendur yfir í Sádi-Arabíu.

Ruglingslegar fréttir af gíslatöku

Þrír menn sem réðust inn á ræðismannsskrifstofu Spánar í Bern í Sviss og tóku þar gísla virðast hafa sloppið úr umsátri svissnesku lögreglunnar. Fréttir af þessari innrás hafa verið vægast sagt ruglingslegar.

Ormar og humrar finna ekki til

Norskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að maðkar finni ekki til sársauka þegar þeir eru þræddir upp á öngla og að humrar finni ekki til sársauka þegar þeir eru soðnir lifandi. Vísindamennirnir segja að þessi dýr hafi mjög ófullkomið taugakerfi og engan heila til þess að lesa skilaboð um sársauka.

Þúsundir hvöttu Abbas

Þúsundir Palestínumanna fóru út á götur Gaza-borgar í dag til þess að hvetja Mahmoud Abbas forseta til þess að tengja friðarviðræður við Ísraela frelsun palestínskra fanga. Um 8000 Palestínumenn eru í ísraelskum fangelsum.

Sanna að það sé ekki neyðarástand

Bresk mannréttindasamtök hafa leitað til mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna til þess að sanna að ekkert neyðarástand vegna hættu á hryðjuverkum ríki í Bretlandi. Bretar lýstu einir Evrópuþjóða yfir neyðarástandi eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin árið 2001.

Sýrlendingar bregðast illa við

Sýrlendingar hafa brugðist illa við samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að þeir kalli hersveitir sínar heim frá nágrannaríkinu Líbanon. Fjórtán þúsund sýrlenskir hermenn eru í Líbanon og eru margir íbúar landsins ósáttir við dvöl þeirra sem þeir segja jafngilda hernámi.

Páfi ákveður sjálfur afsögn

Utanríkisráðherra Páfagarðs sagði í dag að aðeins Jóhannes Páll páfi sjálfur geti tekið ákvörðun um það hvort hann láti af embætti vegna heilsubrests. Páfar eru kjörnir til lífstíðar.

Lækkuð í tign vegna leðjuslags

Bandarísk herlögreglukona í Írak hefur verið lækkuð í tign eftir að hún tók þátt í leðjuslag í fangabúðum þar í landi. Hún þótti sýna ósæmilega hegðun og of mikið af líkama sínum. Engir írakskir fangar urðu vitni að leðjuslagnum.

Gíslatökumennirnir sluppu

Mennirnir þrír sem tóku gísla á ræðismannsskrifstofu Spánar í morgun virðast hafa sloppið úr umsátri svissnesku lögreglunnar. Mennirnir, sem voru vopnaðir hnífum og byssu, virðast hafa lagt upp í þeim tilgangi að ræna skrifstofuna.

Spenna á síðustu metrunum

Þingkosningar eru haldnar í Danmörku í dag. Framan af höfðu stjórnarflokkarnir öruggan meirihluta í skoðanakönnunum. Síðustu tvo dagana birtust þó kannanir sem sýndu að dró í milli meðal stjórnar og stjórnarandstöðu. Um 20 prósent þjóðarinnar hafði í gær enn ekki ákveðið hvað ætti að kjósa.

Vopnahlé eftir fjögurra ára stríð

Ariel Sharon og Mahmoud Abbas lýsa í dag yfir formlegu vopnahléi í átökum Ísraela og Palestínumanna sem kostað hafa þúsundir manna og kvenna lífið síðustu fjögur árin. </font /></b />

Þrjátíu létust í árásum vígamanna

Í það minnsta þrjátíu manns létust í árásum vígamanna í Írak í gær. Fimmtán létu lífið og sautján særðust í bílsprengjuárás í Baquba þegar bifreið var lagt fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar þar og hún sprengd í loft upp. Mörg fórnarlambanna voru menn sem sóttust eftir vinnu hjá lögreglunni. Árásin í Baquba var sú mannskæðasta í Írak í gær.

Páfi lengur á sjúkrahúsi

Sjúkrahúslega Jóhannesar Páls II páfa verður nokkrum dögum lengri en talið var í síðustu viku. "Læknar hans hafa ráðlagt honum að dvelja hér nokkra daga í viðbót," sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður og samstarfsmaður páfa.

Saksóttir fyrir hleranir

Réttarhöld eru hafin yfir átta fyrrum yfirmönnum finnska farsímafélagsins Sonera sem gefið er að sök að hafa fyrirskipað að símtöl og tölvupóstskeyti starfsmanna fyrirtækisins skyldu rakin, slíkt brýtur í bága við finnsk lög sem heimila aðeins lögreglu að rekja fjarskipti fólks.

Banna flakk andanna

Víetnömsk yfirvöld hafa skipað þarlendum bændum að hafa eftirlit með öndum sem þeir ala og gæta þess að þær flakki ekki langt frá bóndabæjum þeirra. Þetta er gert til að sporna gegn útbreiðslu fuglaflensunnar.

Skotbardagar flestar nætur

Tóbakssmygl frá Rússlandi hefur aukist verulega eftir að Litháen varð aðili að Evrópusambandinu og er nú svo komið að flestar nætur kemur til skotbardaga milli tollvarða og smyglara.

Átján létust eftir afmælisveislu

Átján manns létu lífið á hóteli í Todolella þar sem þeir voru viðstaddir afmælisveislu. Einungis tveir veislugesta, annar þeirra afmælisbarnið, lifðu af.

Gott að vera kominn aftur heim

"Ég hef það gott og það er gott að vera heima hjá fjölskyldunni aftur," sagði Fabian Bengtsson í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins Siba sem fjölskyldan á og hann stýrir. Bengtsson sem er sænskur auðmaður var í haldi mannræningja í sautján daga.

Vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs

Skjótt skipast veður í lofti fyrir botni Miðjarðarhafs. Leiðtogar Ísraels og Palestínu sem hittast á sögulegum leiðtogafundi á morgun hafa ákveðið að tilkynna um vopnahlé á milli stríðandi fylkinga. Þá hafa þeir líka þekkst heimboð Bush Bandaríkjaforseta um annan leiðtogafund í Washington í vor.

Sjá næstu 50 fréttir