Erlent

Þúsundir hvöttu Abbas

Þúsundir Palestínumanna fóru út á götur Gaza-borgar í dag til þess að hvetja Mahmoud Abbas forseta til þess að tengja friðarviðræður við Ísraela frelsun palestínskra fanga. Um 8000 Palestínumenn eru í ísraelskum fangelsum. Abbas og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hittast í hafnarbænum Sharm El Sheik í Egyptalandi á morgun. Ísraelar tilkynntu í síðustu viku að þeir myndu fljótlega sleppa 900 föngum, en engum þó sem hefði verið dæmdur fyrir morðárásir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×