Erlent

Ruglingslegar fréttir af gíslatöku

Þrír menn sem réðust inn á ræðismannsskrifstofu Spánar í Bern í Sviss og tóku þar gísla virðast hafa sloppið úr umsátri svissnesku lögreglunnar. Fréttir af þessari innrás hafa verið vægast sagt ruglingslegar. Skömmu eftir að mennirnir réðust til inngöngu tilkynnti utanríkisráðherra Spánar að gíslatökunni væri lokið. Talsmaður svissnesku lögreglunnar bar þetta til baka en sagðist ekki vita hvar málið stæði. Svissneskir lögreglumenn umkringdu bygginguna þar sem ræðismannsskrifstofan er til húsa og réðust inn í hana. Talsmaður lögreglunnar segir nú að enginn gíslatökumannanna hafi fundist þar innandyra og virðist sem þeir hafi sloppið. Ekkert er vitað um hverjir mennirnir eru eða hver tilgangurinn var með húsbrotinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×