Erlent

Gíslatökumennirnir sluppu

Mennirnir þrír sem tóku gísla á ræðismannsskrifstofu Spánar í morgun virðast hafa sloppið úr umsátri svissnesku lögreglunnar. Mennirnir, sem voru vopnaðir hnífum og byssu, virðast hafa lagt upp í þeim tilgangi að ræna skrifstofuna. Auk þess að taka gísla særðu þeir öryggisvörð hússins. Svissneskir lögreglumenn umkringdu húsið en þegar þeir réðust til inngöngu fannst enginn mannræningjanna innandyra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×