Fleiri fréttir Zarqawi á lista Sameinuðu Þjóðanna Hryðjuverkahópar sem lúta stjórn Abus Musabs al-Zarqawis í Írak eru nú komnir á alþjóðlegan lista Sameinuðu þjóðanna yfir hryðjuverkasamtök. Það þýðir að aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna ber að gera allt sem í þeirra valdi er til að koma í vef fyrir ferða félaga í samtökunum, leggja hald á vopn þeirra og frysta fjármuni sem rekja má til þeirra. 20.10.2004 00:01 Hætta á hryllilegri hungursneyð Hætta er á hungursneyð í Darfur í Súdan, sem gæti orðið mun verri en nokkur hungursneyð sem sést hefur á undanförnum áratugum. Þetta er mat sérfræðinga alþjóða Rauða krossins. Talsmenn barnaverndarsjóðs Sameinuðu þjóðanna greindu jafnframt frá því að öryggi í Darfur væri ennþá mjög ábótavant. 20.10.2004 00:01 Hollingshorst fékk Booker verðlaun Booker-verðlaunin, einhver þekktustu bókmenntaverðlaun Bretlands, hlýtur í ár rithöfundurinn Alan Hollingshorst fyrir bókina The Line of Beauty. Hún fjallar um samkynhneigðan lífsnautnasegg á stjórnarárum Margret Thatcher í Bretlandi. Í einu atriða bókarinnar dansar söguhetjan meira að segja við Thatcher uppfullur af eiturlyfjum og gjörsamlega út úr heiminum. 20.10.2004 00:01 Börðu dóttur sína og systur Írakskir feðgar voru handsamaðir í Ósló í gær þar sem þeir höfðu beitt tólf ára gamla stúlku ofbeldi. Feðgarnir, sem eru 36 og 20 ára gamlir og eru faðir og bróðir stúlkunnar, sættu sig ekki við að hún ætti orð við norska jafnaldra sína af gagnstæðu kyni. Þeir hugðust taka hana með sér til Íraks þar sem þeir höfðu fundið mannsefni fyrir hana. 20.10.2004 00:01 Geðsjúks morðingja leitað Geðsjúks morðingja er leitað í Linköping í Svíþjóð. Maðurinn, sem er um tvítugt, réðist á konu á sextugsaldri í gærmorgun og stakk hana til bana, eftir því sem talið er að ástæðulausu. Átta ára gamall drengur var skammt hjá og kallaði hann þegar í stað á hjálp. Morðinginn vatt sér því næst að drengnum og drap hann. 20.10.2004 00:01 Viðurkennir samband en neitar öðru Danski þingmaðurinn, sem var handtekinn í gær, viðurkennir ad hafa haft samband vid þrettán ára dreng á Internetinu, en neitar að hafa stundað kynlíf med honum. Danska lögreglan, sem nú yfirheyrir þingmanninn, telur ad hann hafi áður reynt ad setja sig í samband vid fleiri unga drengi og boðið þeim greiðslu fyrir kynlíf. 20.10.2004 00:01 2 í gæsluvarðhald vegna morðs Tveir menn á fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku til 11. nóvember, vegna morðs á leigubílstjóra á sunnudagskvöld. Við yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur í gær kom fram að þeir verða í einangrun til annars nóvember. 20.10.2004 00:01 Breytti nafninu í „hvalborgari" Ungur norskur slátrari hefur fengið samþykkta breytingu á skírnarnafni sínu. Espen Scheide er slátrari í Þrándheimi, og nýlega rakst hann á síðu á netinu, þar sem hægt er að sækja um nafnbreytingu. Espen leist vel á það og heitir nú ekki lengur Espen, heldur Keikoburger. 20.10.2004 00:01 Sambúð getur af sér drengi Pör sem búa undir sama þaki á þeim tíma þegar barn er getið eru líklegri til að eignast stráka en pör sem ekki búa saman. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri könnun sem virðist ótvírætt sýna að umhverfisaðstæður við getnað geti að einhverju leyti ákvarðað kyn barnsins. 20.10.2004 00:01 Stöðva starfsemi vegna mannráns Alþjóðlegu hjálparsamtökin Care International hafa ákveðið að stöðva alla starfsemi sína í Írak í kjölfar þess að öfgahópar rændu í gær Margaret Hassan, yfirmanni samtakanna í Írak. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband af Hassan þar sem hún er með hendur bundnar aftur fyrir bak. 20.10.2004 00:01 Lítil spilling á Íslandi Ísland lendir enn og aftur á lista með þeim löndum heims sem þykja til fyrirmyndar hvað varðar heiðarleika og gagnsæi í stjórnkerfinu. Ísland og Danmörk deila þriðja til fjórða sætinu sem minnst spilltu lönd heims. 20.10.2004 00:01 Ríkisstjórn segir af sér Ríkisstjórn hins tyrkneska hluta Kýpur sagði af sér í gær eftir margra mánaða ólgu og í kjölfar þess að ekki náðist að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu hinna tyrknesku og grísku hluta eyjarinnar. 20.10.2004 00:01 Barroso heimsækir ESB þjóðir Næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, hitti forsætisráðherra Póllands í gær. 20.10.2004 00:01 Kúluspil heiti ekki Hitler Japönsk einkaleyfisstofa hefur bannað fyrirtæki að kalla kúluspil eftir Adolf Hitler, Móses og öðrum sögufrægum persónum. 20.10.2004 00:01 Níðst á nýliðum í rússneska hernum Mannréttindasamtök hafa beint tilmælum til rússneskra yfirvalda um að bregaðast við alvarlegri kúgun nýliða í hernum. </font /> 20.10.2004 00:01 Falla fyrir peningum og völdum Konur virðast liggja kylliflatar fyrir völdum og peningum þó að femínistar reyni að neita þeim þráláta áburði. Samkvæmt könnun, sem gerð var í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og Nettavisen greinir frá, hafði önnur hver kona sem svaraði átt í kynferðislegu sambandi við yfirboðara sinn og 28% prósent sögðust beinlínis vera til í það með æðsta yfirmanninum. 20.10.2004 00:01 Fjölgar á Norðurlöndum Í fyrsta sinn í mörg á fjölgar fæðingum á Norðurlöndum og eiga íslenskar konur drjúgan þátt í því. Á milli áránna 2002 og 2003 fjölgaði fæðingum mikið á Norðurlöndum og voru þær þó fleiri en annars staðar í Evrópu fyrir. Frjósamastar allra kvenna eru íslenskar konur, raunar svo frjósamar að árið 2003 settu þær Evrópumet, ef Færeyjar og Grænland eru undanskilin. 20.10.2004 00:01 Túrbanabann í frönskum skólum Síkar mega ekki ganga með túrbana í almenningsskólum í Frakklandi eftir að nýlegt bann við því að bera sýnileg trúartákn í skólum tók gildi, að því er menntamálaráðherra Frakka hefur úrskurðað. 20.10.2004 00:01 Cheney óttast kjarnorkuárás Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna lét hafa eftir sér á fundi í gær að mögulegt væri að hryðjuverkamenn myndu nota kjarnorkuvopn á bandarískar borgir í framtíðinni og í ljósi slíkrar hættu væri John Kerry ekki rétti maðurinn til þess að hafa í embætti forseta um þessar mundir. 20.10.2004 00:01 Minnst átta létust í flugslysi Að minnsta kosti átta létust þegar lítil flugvél nauðlenti nálægt Missouri í morgun. Þá er fimm þeirra fimtán sem í vélinni voru saknað, en tveir komust lífs af. Ekki er vitað hver orsök slyssins er, en líklegt er talið að vont veður hafi orðið þess valdandi að flugstjórinn hafi misst stjórn á vélinni. 20.10.2004 00:01 Minnst 15 látnir Minnst 15 hafa látist og nokurra er saknað eftir mikinn fellibyl sem gekk yfir suðvesturströnd Japan í morgun. Þá hafa 30 manns slasast í bylnum, sem farið hefur vel yfir 40 metra á sekúndu. Óttast er að bylurinn gangi yfir Tokyo síðar í dag. Á ákveðnum stöðum í suðurhluta Japans liggur öll starfsemi niðri vegna fellibylsins. 20.10.2004 00:01 Bill mætir til leiks Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun líklega þátt í kosningafundi fyrir John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, í Philadelphiu í næstu viku. Ekki er ljóst hvort Kerry sjálfur verður á fundinum, en Clinton hefur ákveðið að heiðra viðstadda með nærveru sinni. 20.10.2004 00:01 Misnotaði Oppfeldt fleiri drengi? Grunur leikur á að Flemming Oppfeldt, þingmaður Venstre í Danmörku, sem var handtekinn í gær og sakaður um að hafa beitt þrettán ára dreng kynferðisofbeldi, hafi níðst á fleiri drengjum. Danska lögreglan kannar vísbendingar um að Oppfeldt hafi ítrekað boðið ungum drengjum borgun fyrir kynmök. 20.10.2004 00:01 Bannar skopparabuxur Enginn er unglingur meðal unglinga nema hann klæðist svokölluðum skopparabuxum sem hanga varla uppi á mjöðmunum þannig að það skín í bæði nafla og nærbuxur. Ítalskur skólastjóri hefur nú fengið nóg af þessari tísku og bannar nemendum sínum að koma svona klæddum í skólann. 20.10.2004 00:01 Kosningunum mótmælt Átök brutust út í Minsk, höfuðstað Hvíta Rússlands í nótt, þegar andstæðingar Lukashenkos, forseta landsins, komu saman til að mótmæla því að hann hefur verið kosinn forseti ævilangt. Eftirlitsmenn segja að kosningasvindl hafi verið víðtækt í kosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. 20.10.2004 00:01 Danskur þingmaður í gæsluvarðhald Danskur þingmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir kynferðislega misnotkun á þrettán ára dreng. Þingmaðurinn er talinn hafa reynt margoft að tæla til sín unga drengi gegn borgun. </font /></b /> 20.10.2004 00:01 Hvetja hjálparstofnanir til dáða Íröksk yfirvöld hvetja hjálparstofnanir til að gefast ekki upp og hætta starfsemi í landinu þrátt fyrir ítrekuð mannrán og sprengjuárásir. Öfgahópur rændi yfirmanni alþjóðlegu hjálparstofnunarinnar Care International í Bagdad gær. 20.10.2004 00:01 Hjálparstarfsmenn í hættu Breskum starfsmanni hjálparstofnunarinnar CARE var rænt í Írak í vikunni. Mannránið vekur upp spurningar um öryggi fulltrúa hjálparsamtaka. 20.10.2004 00:01 Kjósendur svartsýnir á efnahaginn Bandaríkjamenn eru svartsýnni á efnahagsástandi nú, tæpum tveimur vikum fyrir kosningar, en þeir voru fyrir mánuði síðan, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var í fréttum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. 20.10.2004 00:01 Fjölga lífvörðum ráðamanna Aldrei áður hafa jafn margir lífverðir gætt ísraelsks forsætisráðherra og nú. Öryggisgæslan um ísraelska ráðherra og þingmenn hefur verið aukin vegna hættu sem leyniþjónustan telur að kunni að steðja að ráðamönnum vegna atkvæðagreiðslu um brotthvarf frá Gaza. 20.10.2004 00:01 Höfum jafn mörg gen og ormar Maðurinn er ekki flóknari lífvera en ormur eða lítið blóm ef aðeins er miðað við fjölda gena sem hver lífvera býr yfir. "Við virðumst ekkert sérlega merkileg í þessari samkeppni," sagði Francis Collins, einn höfunda nýrrar greiningar á þeim fjölda gena sem mynda manninn, en hann telur þau mun færri en áður var talið. 20.10.2004 00:01 Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. 20.10.2004 00:01 Þingmaður sló starfssystur sína Nígerískum öldungadeildarþingmanni hefur verið bannað að mæta á þingfundi næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að hann sló annan þingmann þegar þeir deildu um hvernig ætti að nýta fé sem fer til sveitarstjórnar á heimaslóðum hans. 20.10.2004 00:01 Karzai í sérflokki Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistans, hefur fengið 63 prósent atkvæða þegar tæp 40 prósent greiddra atkvæða hafa verið talin í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í landinu. Forskot hans á þann frambjóðanda sem næstur kemur nemur nær helmingi greiddra atkvæða, 46 prósentustigum. 20.10.2004 00:01 Mest spilling í olíuríkjum Mikið samhengi er á milli olíuauðs og spillingar í viðkomandi löndum að sögn Peters Eigen, formanns Transparency International, sem hefur tekið saman árlegan lista sinn um hversu mikil spillingin er í 146 löndum heims. 20.10.2004 00:01 Meiri launamunur en talið var Launamunur kynjanna er meiri í Bretlandi en áður hefur verið talið, samkvæmt nýrri könnun sem birt var í gær. Laun kvenna eru fimmtungi lægri en laun karla, hálfu öðru prósenti meira en samkvæmt könnun sem gerð var í fyrra. Útreikningar hafa breyst í millitíðinni og teljast nýju útreikningarnir lýsa veruleikanum betur en þeir gömlu. 20.10.2004 00:01 Clinton til í slaginn Bill Clinton er orðinn nægilega heill heilsu til að taka þátt í kosningabaráttu Johns Kerry. Ákveðið hefur verið að Clinton verði með Kerry á fundi í Philadelphiu næsta mánudag og einnig stendur til að hann ferðist um og hvetji fólk til að kjósa Kerry. 20.10.2004 00:01 Morðinginn gengur enn laus Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðanna á konu og átta ára dreng í Linköping í fyrradag. Pilturinn var myrtur á leið sinni í skólann og konan skammt frá. Morðinginn er talinn vera rúmlega tvítugur. 20.10.2004 00:01 Foringi vígamanna handtekinn Einn af leiðtogum arabískra vígamanna í Darfur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Mohammed Barbary Ahab el-Nabi var fundinn sekur um gripdeildir og íkveikju. Hann er fyrsti leiðtogi Janjaweed vígamanna, sem ofsótt hafa svarta íbúa Darfur, til að verða dæmdur til fangelsisvistar. 20.10.2004 00:01 Fjölskylda fórst í loftárás Sex manna fjölskylda lét lífið þegar bandarískir hermenn skutu eldflaugum að miðborg Falluja í fyrrinótt. Fólkið hafði að sögn nágranna sinna nýlega snúið aftur heim eftir að hafa flúið borgina um nokkurra daga skeið vegna hættunnar sem þar ríkir. 20.10.2004 00:01 Fleiri vélmenni inn á heimilin Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum búast við því að sala á vélmennum til heimilisnota muni sjöfaldast fyrir árið 2007. Heimili í Bandaríkjunum nýta sér nú í auknum mæli þjónustu vélmenna við ýmis misvinsæl heimilisstörf. Vinsælast er að kaupa vélmenni sem sjá um að slá blettinn. 20.10.2004 00:01 Fann nýra á Netinu Þau tímamót urðu í gær að nýra sem sjúklingur útvegaði sér sjálfur í gegnum Netið var grætt í hann á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. 20.10.2004 00:01 Hryðjuverkamenn handteknir á Spáni Sjö meintir hryðjuverkamenn hafa verið handteknir á Spáni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárás á hæstarétt þar í landi. Mennirnir eru allir sagðir tilheyra hópi öfgafulltrúa múslíma en það var rannsókn rannsóknardómarans Baltasars Garzon sem leiddi til handtöku þeirra. Fjórir mannanna eru frá Alsír og einn frá Marokkó. 19.10.2004 00:01 Utankjörfundarkosning byrjar illa Forsetakosningarnar eru hafnar í Bandaríkjunum - það er að segja utankjörfundarkosning á Flórída - og ekki byrjar ferlið vel. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá. 19.10.2004 00:01 Köld eru kvennaráð Tortímandinn Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, fékk bágt fyrir stuðning sinn við George Bush á flokksþingi repúblikana í haust. Eiginkona Schwarzeneggers, Maria Shriver, er af Kennedy-ættinni og þó að hún hafi stutt við bakið á eiginmanni sínum í baráttunni í Kaliforníu var stuðningurinn við Bush meira en hún þoldi. 19.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Zarqawi á lista Sameinuðu Þjóðanna Hryðjuverkahópar sem lúta stjórn Abus Musabs al-Zarqawis í Írak eru nú komnir á alþjóðlegan lista Sameinuðu þjóðanna yfir hryðjuverkasamtök. Það þýðir að aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna ber að gera allt sem í þeirra valdi er til að koma í vef fyrir ferða félaga í samtökunum, leggja hald á vopn þeirra og frysta fjármuni sem rekja má til þeirra. 20.10.2004 00:01
Hætta á hryllilegri hungursneyð Hætta er á hungursneyð í Darfur í Súdan, sem gæti orðið mun verri en nokkur hungursneyð sem sést hefur á undanförnum áratugum. Þetta er mat sérfræðinga alþjóða Rauða krossins. Talsmenn barnaverndarsjóðs Sameinuðu þjóðanna greindu jafnframt frá því að öryggi í Darfur væri ennþá mjög ábótavant. 20.10.2004 00:01
Hollingshorst fékk Booker verðlaun Booker-verðlaunin, einhver þekktustu bókmenntaverðlaun Bretlands, hlýtur í ár rithöfundurinn Alan Hollingshorst fyrir bókina The Line of Beauty. Hún fjallar um samkynhneigðan lífsnautnasegg á stjórnarárum Margret Thatcher í Bretlandi. Í einu atriða bókarinnar dansar söguhetjan meira að segja við Thatcher uppfullur af eiturlyfjum og gjörsamlega út úr heiminum. 20.10.2004 00:01
Börðu dóttur sína og systur Írakskir feðgar voru handsamaðir í Ósló í gær þar sem þeir höfðu beitt tólf ára gamla stúlku ofbeldi. Feðgarnir, sem eru 36 og 20 ára gamlir og eru faðir og bróðir stúlkunnar, sættu sig ekki við að hún ætti orð við norska jafnaldra sína af gagnstæðu kyni. Þeir hugðust taka hana með sér til Íraks þar sem þeir höfðu fundið mannsefni fyrir hana. 20.10.2004 00:01
Geðsjúks morðingja leitað Geðsjúks morðingja er leitað í Linköping í Svíþjóð. Maðurinn, sem er um tvítugt, réðist á konu á sextugsaldri í gærmorgun og stakk hana til bana, eftir því sem talið er að ástæðulausu. Átta ára gamall drengur var skammt hjá og kallaði hann þegar í stað á hjálp. Morðinginn vatt sér því næst að drengnum og drap hann. 20.10.2004 00:01
Viðurkennir samband en neitar öðru Danski þingmaðurinn, sem var handtekinn í gær, viðurkennir ad hafa haft samband vid þrettán ára dreng á Internetinu, en neitar að hafa stundað kynlíf med honum. Danska lögreglan, sem nú yfirheyrir þingmanninn, telur ad hann hafi áður reynt ad setja sig í samband vid fleiri unga drengi og boðið þeim greiðslu fyrir kynlíf. 20.10.2004 00:01
2 í gæsluvarðhald vegna morðs Tveir menn á fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku til 11. nóvember, vegna morðs á leigubílstjóra á sunnudagskvöld. Við yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur í gær kom fram að þeir verða í einangrun til annars nóvember. 20.10.2004 00:01
Breytti nafninu í „hvalborgari" Ungur norskur slátrari hefur fengið samþykkta breytingu á skírnarnafni sínu. Espen Scheide er slátrari í Þrándheimi, og nýlega rakst hann á síðu á netinu, þar sem hægt er að sækja um nafnbreytingu. Espen leist vel á það og heitir nú ekki lengur Espen, heldur Keikoburger. 20.10.2004 00:01
Sambúð getur af sér drengi Pör sem búa undir sama þaki á þeim tíma þegar barn er getið eru líklegri til að eignast stráka en pör sem ekki búa saman. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri könnun sem virðist ótvírætt sýna að umhverfisaðstæður við getnað geti að einhverju leyti ákvarðað kyn barnsins. 20.10.2004 00:01
Stöðva starfsemi vegna mannráns Alþjóðlegu hjálparsamtökin Care International hafa ákveðið að stöðva alla starfsemi sína í Írak í kjölfar þess að öfgahópar rændu í gær Margaret Hassan, yfirmanni samtakanna í Írak. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband af Hassan þar sem hún er með hendur bundnar aftur fyrir bak. 20.10.2004 00:01
Lítil spilling á Íslandi Ísland lendir enn og aftur á lista með þeim löndum heims sem þykja til fyrirmyndar hvað varðar heiðarleika og gagnsæi í stjórnkerfinu. Ísland og Danmörk deila þriðja til fjórða sætinu sem minnst spilltu lönd heims. 20.10.2004 00:01
Ríkisstjórn segir af sér Ríkisstjórn hins tyrkneska hluta Kýpur sagði af sér í gær eftir margra mánaða ólgu og í kjölfar þess að ekki náðist að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu hinna tyrknesku og grísku hluta eyjarinnar. 20.10.2004 00:01
Barroso heimsækir ESB þjóðir Næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, hitti forsætisráðherra Póllands í gær. 20.10.2004 00:01
Kúluspil heiti ekki Hitler Japönsk einkaleyfisstofa hefur bannað fyrirtæki að kalla kúluspil eftir Adolf Hitler, Móses og öðrum sögufrægum persónum. 20.10.2004 00:01
Níðst á nýliðum í rússneska hernum Mannréttindasamtök hafa beint tilmælum til rússneskra yfirvalda um að bregaðast við alvarlegri kúgun nýliða í hernum. </font /> 20.10.2004 00:01
Falla fyrir peningum og völdum Konur virðast liggja kylliflatar fyrir völdum og peningum þó að femínistar reyni að neita þeim þráláta áburði. Samkvæmt könnun, sem gerð var í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og Nettavisen greinir frá, hafði önnur hver kona sem svaraði átt í kynferðislegu sambandi við yfirboðara sinn og 28% prósent sögðust beinlínis vera til í það með æðsta yfirmanninum. 20.10.2004 00:01
Fjölgar á Norðurlöndum Í fyrsta sinn í mörg á fjölgar fæðingum á Norðurlöndum og eiga íslenskar konur drjúgan þátt í því. Á milli áránna 2002 og 2003 fjölgaði fæðingum mikið á Norðurlöndum og voru þær þó fleiri en annars staðar í Evrópu fyrir. Frjósamastar allra kvenna eru íslenskar konur, raunar svo frjósamar að árið 2003 settu þær Evrópumet, ef Færeyjar og Grænland eru undanskilin. 20.10.2004 00:01
Túrbanabann í frönskum skólum Síkar mega ekki ganga með túrbana í almenningsskólum í Frakklandi eftir að nýlegt bann við því að bera sýnileg trúartákn í skólum tók gildi, að því er menntamálaráðherra Frakka hefur úrskurðað. 20.10.2004 00:01
Cheney óttast kjarnorkuárás Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna lét hafa eftir sér á fundi í gær að mögulegt væri að hryðjuverkamenn myndu nota kjarnorkuvopn á bandarískar borgir í framtíðinni og í ljósi slíkrar hættu væri John Kerry ekki rétti maðurinn til þess að hafa í embætti forseta um þessar mundir. 20.10.2004 00:01
Minnst átta létust í flugslysi Að minnsta kosti átta létust þegar lítil flugvél nauðlenti nálægt Missouri í morgun. Þá er fimm þeirra fimtán sem í vélinni voru saknað, en tveir komust lífs af. Ekki er vitað hver orsök slyssins er, en líklegt er talið að vont veður hafi orðið þess valdandi að flugstjórinn hafi misst stjórn á vélinni. 20.10.2004 00:01
Minnst 15 látnir Minnst 15 hafa látist og nokurra er saknað eftir mikinn fellibyl sem gekk yfir suðvesturströnd Japan í morgun. Þá hafa 30 manns slasast í bylnum, sem farið hefur vel yfir 40 metra á sekúndu. Óttast er að bylurinn gangi yfir Tokyo síðar í dag. Á ákveðnum stöðum í suðurhluta Japans liggur öll starfsemi niðri vegna fellibylsins. 20.10.2004 00:01
Bill mætir til leiks Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun líklega þátt í kosningafundi fyrir John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, í Philadelphiu í næstu viku. Ekki er ljóst hvort Kerry sjálfur verður á fundinum, en Clinton hefur ákveðið að heiðra viðstadda með nærveru sinni. 20.10.2004 00:01
Misnotaði Oppfeldt fleiri drengi? Grunur leikur á að Flemming Oppfeldt, þingmaður Venstre í Danmörku, sem var handtekinn í gær og sakaður um að hafa beitt þrettán ára dreng kynferðisofbeldi, hafi níðst á fleiri drengjum. Danska lögreglan kannar vísbendingar um að Oppfeldt hafi ítrekað boðið ungum drengjum borgun fyrir kynmök. 20.10.2004 00:01
Bannar skopparabuxur Enginn er unglingur meðal unglinga nema hann klæðist svokölluðum skopparabuxum sem hanga varla uppi á mjöðmunum þannig að það skín í bæði nafla og nærbuxur. Ítalskur skólastjóri hefur nú fengið nóg af þessari tísku og bannar nemendum sínum að koma svona klæddum í skólann. 20.10.2004 00:01
Kosningunum mótmælt Átök brutust út í Minsk, höfuðstað Hvíta Rússlands í nótt, þegar andstæðingar Lukashenkos, forseta landsins, komu saman til að mótmæla því að hann hefur verið kosinn forseti ævilangt. Eftirlitsmenn segja að kosningasvindl hafi verið víðtækt í kosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. 20.10.2004 00:01
Danskur þingmaður í gæsluvarðhald Danskur þingmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir kynferðislega misnotkun á þrettán ára dreng. Þingmaðurinn er talinn hafa reynt margoft að tæla til sín unga drengi gegn borgun. </font /></b /> 20.10.2004 00:01
Hvetja hjálparstofnanir til dáða Íröksk yfirvöld hvetja hjálparstofnanir til að gefast ekki upp og hætta starfsemi í landinu þrátt fyrir ítrekuð mannrán og sprengjuárásir. Öfgahópur rændi yfirmanni alþjóðlegu hjálparstofnunarinnar Care International í Bagdad gær. 20.10.2004 00:01
Hjálparstarfsmenn í hættu Breskum starfsmanni hjálparstofnunarinnar CARE var rænt í Írak í vikunni. Mannránið vekur upp spurningar um öryggi fulltrúa hjálparsamtaka. 20.10.2004 00:01
Kjósendur svartsýnir á efnahaginn Bandaríkjamenn eru svartsýnni á efnahagsástandi nú, tæpum tveimur vikum fyrir kosningar, en þeir voru fyrir mánuði síðan, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var í fréttum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. 20.10.2004 00:01
Fjölga lífvörðum ráðamanna Aldrei áður hafa jafn margir lífverðir gætt ísraelsks forsætisráðherra og nú. Öryggisgæslan um ísraelska ráðherra og þingmenn hefur verið aukin vegna hættu sem leyniþjónustan telur að kunni að steðja að ráðamönnum vegna atkvæðagreiðslu um brotthvarf frá Gaza. 20.10.2004 00:01
Höfum jafn mörg gen og ormar Maðurinn er ekki flóknari lífvera en ormur eða lítið blóm ef aðeins er miðað við fjölda gena sem hver lífvera býr yfir. "Við virðumst ekkert sérlega merkileg í þessari samkeppni," sagði Francis Collins, einn höfunda nýrrar greiningar á þeim fjölda gena sem mynda manninn, en hann telur þau mun færri en áður var talið. 20.10.2004 00:01
Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. 20.10.2004 00:01
Þingmaður sló starfssystur sína Nígerískum öldungadeildarþingmanni hefur verið bannað að mæta á þingfundi næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að hann sló annan þingmann þegar þeir deildu um hvernig ætti að nýta fé sem fer til sveitarstjórnar á heimaslóðum hans. 20.10.2004 00:01
Karzai í sérflokki Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistans, hefur fengið 63 prósent atkvæða þegar tæp 40 prósent greiddra atkvæða hafa verið talin í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í landinu. Forskot hans á þann frambjóðanda sem næstur kemur nemur nær helmingi greiddra atkvæða, 46 prósentustigum. 20.10.2004 00:01
Mest spilling í olíuríkjum Mikið samhengi er á milli olíuauðs og spillingar í viðkomandi löndum að sögn Peters Eigen, formanns Transparency International, sem hefur tekið saman árlegan lista sinn um hversu mikil spillingin er í 146 löndum heims. 20.10.2004 00:01
Meiri launamunur en talið var Launamunur kynjanna er meiri í Bretlandi en áður hefur verið talið, samkvæmt nýrri könnun sem birt var í gær. Laun kvenna eru fimmtungi lægri en laun karla, hálfu öðru prósenti meira en samkvæmt könnun sem gerð var í fyrra. Útreikningar hafa breyst í millitíðinni og teljast nýju útreikningarnir lýsa veruleikanum betur en þeir gömlu. 20.10.2004 00:01
Clinton til í slaginn Bill Clinton er orðinn nægilega heill heilsu til að taka þátt í kosningabaráttu Johns Kerry. Ákveðið hefur verið að Clinton verði með Kerry á fundi í Philadelphiu næsta mánudag og einnig stendur til að hann ferðist um og hvetji fólk til að kjósa Kerry. 20.10.2004 00:01
Morðinginn gengur enn laus Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðanna á konu og átta ára dreng í Linköping í fyrradag. Pilturinn var myrtur á leið sinni í skólann og konan skammt frá. Morðinginn er talinn vera rúmlega tvítugur. 20.10.2004 00:01
Foringi vígamanna handtekinn Einn af leiðtogum arabískra vígamanna í Darfur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Mohammed Barbary Ahab el-Nabi var fundinn sekur um gripdeildir og íkveikju. Hann er fyrsti leiðtogi Janjaweed vígamanna, sem ofsótt hafa svarta íbúa Darfur, til að verða dæmdur til fangelsisvistar. 20.10.2004 00:01
Fjölskylda fórst í loftárás Sex manna fjölskylda lét lífið þegar bandarískir hermenn skutu eldflaugum að miðborg Falluja í fyrrinótt. Fólkið hafði að sögn nágranna sinna nýlega snúið aftur heim eftir að hafa flúið borgina um nokkurra daga skeið vegna hættunnar sem þar ríkir. 20.10.2004 00:01
Fleiri vélmenni inn á heimilin Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum búast við því að sala á vélmennum til heimilisnota muni sjöfaldast fyrir árið 2007. Heimili í Bandaríkjunum nýta sér nú í auknum mæli þjónustu vélmenna við ýmis misvinsæl heimilisstörf. Vinsælast er að kaupa vélmenni sem sjá um að slá blettinn. 20.10.2004 00:01
Fann nýra á Netinu Þau tímamót urðu í gær að nýra sem sjúklingur útvegaði sér sjálfur í gegnum Netið var grætt í hann á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. 20.10.2004 00:01
Hryðjuverkamenn handteknir á Spáni Sjö meintir hryðjuverkamenn hafa verið handteknir á Spáni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárás á hæstarétt þar í landi. Mennirnir eru allir sagðir tilheyra hópi öfgafulltrúa múslíma en það var rannsókn rannsóknardómarans Baltasars Garzon sem leiddi til handtöku þeirra. Fjórir mannanna eru frá Alsír og einn frá Marokkó. 19.10.2004 00:01
Utankjörfundarkosning byrjar illa Forsetakosningarnar eru hafnar í Bandaríkjunum - það er að segja utankjörfundarkosning á Flórída - og ekki byrjar ferlið vel. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá. 19.10.2004 00:01
Köld eru kvennaráð Tortímandinn Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, fékk bágt fyrir stuðning sinn við George Bush á flokksþingi repúblikana í haust. Eiginkona Schwarzeneggers, Maria Shriver, er af Kennedy-ættinni og þó að hún hafi stutt við bakið á eiginmanni sínum í baráttunni í Kaliforníu var stuðningurinn við Bush meira en hún þoldi. 19.10.2004 00:01