Erlent

Viðurkennir samband en neitar öðru

Danski þingmaðurinn, sem var handtekinn í gær, viðurkennir ad hafa haft samband vid þrettán ára dreng á Internetinu, en neitar að hafa stundað kynlíf med honum. Danska lögreglan, sem nú yfirheyrir þingmanninn, telur ad hann hafi áður reynt ad setja sig í samband vid fleiri unga drengi og boðið þeim greiðslu fyrir kynlíf. Í sjónvarpsfréttum dönsku stöðvarinnar TV2 í gærkvöldi kom fram að þingmaðurinn væri grunaður um "annars konar kynferðislegt athæfi en samfarir", með þrettán ára dreng. Samkvæmt dönskum hegningarlögum er hámarksrefsing átta ár, fyrir að stunda kynlíf með barni yngra en fimmtán ára. Sé barnið yngra en tólf ára eða það þvingað til samræðis er hámarksrefsing tólf ár. Danska lögreglan segir að drengurinn sé frá Kaupmannahöfn en ekki fæst uppgefið hvort hann eða fjölskylda hans hafi tilkynnt meinta misnotkun. Þingmaðurinn Flemming Oppfeldt hefur sagt sig úr þingflokki Venstre. Hann var handtekinn eftir hádegið í gær, skömmu eftir að samþykkt hafði verið á danska þinginu að aflétta þinghelgi hans. Danska lögreglan segir þingmanninn hafa neitað sök við húsleit í íbúð hans í Kaupmannahöfn gær, en einnig var leitað á skrifstofa hans í þinginu í Kristjánsborg. Tölva þingmannsins er einnig til rannsóknar, vegna gruns um að hann hafi kynnst drengnum á netinu. Fréttastofa Rásar 3 danska ríkisútvarpsins, náði í Flemming í gær, tveimur tímum áður en hann var handtekinn. Þingmaðurinn vildi lítið segja, sagðist fyrst ætla að skýra mál sitt fyrir lögreglunni og svo almenningi. Aðstoðarmaður Flemmings lét loka einkaheimasíðu þingmannsins í gær, eftir að almenningur fór þar að láta skoðanir sínar í ljós, í kjölfar handtökunnar. Í viðtali við Ekstrabladet segir talsmaður netfyrirtækisins sem hannaði síðuna, að nokkur innlegg á spjallsvæði síðunnar hafi verið óviðeigandi og því hafi verið beðið um að henni yrði lokað.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×