Fleiri fréttir

Bush og Kerry hnífjafnir

Þúsundir kjósenda biðu fyrir utan kjörstaði á Flórída í morgun þegar utankjörstaðakosning hófst þar. Kosningin gekk ekki vandræðalaust, tölvur biluðu, kjörseðlar voru rangir og kjörstaðir of fáir. Samkvæmt könnun <em>New York Times</em> og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor.

Grunaður um kynferðislegt ofbeldi

Flemming Oppfeldt, þingmaður Venstre-flokksins í Danmörku, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt ungan dreng kynferðislegu ofbeldi. Oppfeldt lýsti sig hins vegar saklausan að sögn danskra fjölmiðla í dag.

Tígrisdýr drepast úr fuglaflensu

Tuttugu og þrjú tígrisdýr í dýragarði í Taílandi hafa látist af völdum fuglaflensu undanfarna daga. Dýrin veiktust af flensunni eftir að þeim var gefið smitað kjúklingakjöt. 

Bin Laden í Kína?

Bandaríkjamenn eiga í leynilegum samningaviðræðum við Kínverja um að framselja þeim Ósama bin Laden sem staddur er í landinu. Þessu heldur Gordon Thomas, breskur blaðamaður og rithöfundur, fram í grein í spænska blaðinu <em>El Mundo</em>.

Fjöldauppsagnir hjá General Motors

Tugþúsundir manna hafa í dag safnast saman víðsvegar um Evrópu til þess að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði bandaríska stórfyrirtækisins General Motors í álfunni. Til stendur að útrýma allt að tólf þúsund störfum á næstunni í útibúum fyrirtækisins í Evrópu.

Mismunandi aðferðir Bush og Kerrys

George Bush og John Kerry eru enn hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnun Reuters og Zogby sem gefin var út í dag. Aðeins tvær vikur eru til kosninga og er öllu tjaldað til í baráttunni um hvert einasta atkvæði. Stjórnmálaskýrendur segja aðferðir Bush og Kerrys við atkvæðasmölun nokkuð ólíka á síðustu metrunum.

Forsætisráðherrann í stofufangelsi

Forsætisráðherra Burma hefur verið vikið úr embætti sínu vegna meintrar spillingar og hann situr nú í stofufangelsi. Íhaldssöm öfl innan hersins standa að aðgerðunum og standa nú vörð um hús hans.

Verðhækkanir á tölvum vegna olíu

Síhækkandi olíuverð gæti leitt til verðhækkana á tölvubúnaði að því er talsmaður Hewlett Packard í Danmörku heldur fram við netmiðilinn ComOn. Búast má við verðhækkunum á skjám og PC-tölvum á næstu tveimur mánuðum vegna þess að sumir hlutir í tölvubúnaði verða dýrari í framleiðslu ef verðið á olíufatinu heldur stöðugt áfram að hækka.

Fékk ekki að heita @

Kínverskur maður hefur fengið synjun frá kínverskum stjórnvöldum vegna beiðnar um að láta son sinn heita @. Maðurinn hélt því fram að táknið sem notað er í öllum tölvupósti og fyrirfinnst á öllum lyklaborðum sé svo algengt að það væri gjaldgengt sem mannsnafn.

Yfirmanni góðgerðasamtaka rænt

Mannræningjar rændu yfirmanni alþjóðlegu góðgerðasamtakanna Care International í Írak í dag. Margaret Hassan hefur búið í Írak í þrjá áratugi en ekki er vitað hvar hún er nú niðurkomin.

Tvíburaturnar rísa í Moskvu

Hafist hefur verið handa við að reisa hæstu byggingu Evrópu, tvo skýjakljúfa, sem rísa munu í Moskvu og lokið verður við 2007. </font />

Myndir frá Madrídar-árásinni

Árásirnar í Madríd á Spáni eru dæmi um ógnina sem stafar af íslömskum öfgamönnum í Evrópu. Í dag voru birtar myndir úr öryggismyndavélum sem sýna eina sprengjuna springa. Hópur íslamskra hryðjuverkamanna var einnig handsamaður. 

Upp komst um hryðjuverkaáform

Lögreglan leysti upp hóp róttækra múslima sem áformað höfðu að sprengja upp dómshús í Madríd á Spáni, þaðan sem rannsókn á íslömskum hryðjuverkasamtökum er stjórnað.

Danskur þingmaður kærður

Danskur þingmaður var færður til yfirheyrslu í gær eftir að þingið aflétti þinghelgi yfir honum svo hægt væri að kæra hann fyrir kynferðislega misnotkun á ungum dreng.

Ariel Sharon í hættu

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, Shimon Peres, hefur varað við því að öfgamenn úr röðum Gyðinga gætu reynt að ráða Ariel Sharon forsætisráðherra af dögum.

Mary Poppins á kjörskrá

Fulltrúum kjörstjórnar í Ohio í Bandaríkjunum fór að gruna að ekki væri allt með felldu varðandi skráningu kjósenda fyrir forsetakosningar þegar nöfn kjósenda á borð við Mary Poppins, Michael Jordan og George Forman bættust á lista kjörgengra í fylkinu.

Betri framtíð innan Kína

"Tíbet er vanþróað land. Það er stórt land og ríkt að náttúruauðlindum en okkur skortir tækni og þekkingu til að nýta þær. Því er það svo að ef við verðum áfram hluti Kína getum við notið góðs af því, að því tilskyldu að Kína taki tillit til menningar okkar og umhverfis," sagði Dalai Lama í viðtali við tímaritið Time.

Forsætisráðherra í stofufangelsi

Herforingjastjórnin í Mjanmar, sem áður gekk undir nafninu Burma, skipti í gær um forsætisráðherra. Herforinginn Soe Win, sem er talinn mikill harðlínumaður tók þá við embættinu af Khin Nyunt, herforingja og yfirmanni leyniþjónustunnar.

Björn drap veiðimann

Björn banaði veiðimanni nyrst í Svíþjóð. Maðurinn hafði farið ásamt fimm félögum sínum til að veiða elgi en var einn þegar björninn réðist á hann.

Bretar inn á svæði Bandaríkjahers

Bretar hafa skilning á vanda Bandaríkjahers í Írak og líta vinsamlegum augum á beiðni þeirra um að breskir hermenn taki sér stöðu á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers svo Bandaríkjamenn geti ráðist af meiri krafti gegn vígamönnum. Þetta sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands.

Sikhar kæra stjórnvöld

Þrír sikhar hafa stefnt frönskum stjórnvöldum vegna banns við trúartáknum í skólum landsins. Sikharnir eru ósáttir við að fá ekki að bera túrbana sína og vonast til að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum hafi verið óheimilt að setja lögin.

Breytti nafninu í Keikóborgara

Ungur Norðmaður hefur látið breyta nafni sínu í Keikoburger, eða Keikóborgara upp á íslensku. Hann segir þetta frábært því nú geti hann fengið útgefið vegabréf og ökuskírteini með einstæðu nafni.

Sögufrægur glæpamaður skotinn

Indverskur glæpamaður sem sakaður er um að hafa myrt meira en 130 manns á nokkurra áratuga glæpaferli sínum var skotinn til bana í skotbardaga við lögreglu í fyrri nótt. Þar með lauk nærri fjörutíu ára glæpaferli hans sem varð kveikjan að gerð kvikmyndar og tilefni margra samsæriskenninga.

Stakk konu og barn til bana

Ungur maður myrti átta ára dreng og tæplega sextuga konu þegar hann réðist á þau, vopnaður hníf, í Linköping í Svíþjóð snemma í gærmorgun.

Coke semur sig frá sektum

Margra ára langri deilu Evrópusambandsins og Coca Cola fyrirtækisins lauk með samkomulagi sem kynnt var í gær. Samkvæmt því þarf fyrirtækið ekki að greiða sektir en verður þess í stað að draga úr þeirri starfsemi sem er talin hamla samkeppni.

Hersetuliðið í 5 ár til viðbótar

Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins.

Milljarðahagnaður Motorola

Bandaríksa fjarskiptafyrirtækið Motorola hagnaðist um tæplega þrjá og hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi. Það er tæpum tveimur milljörðum meira en á sama tíma í fyrra.

Bush með 8% forskot

George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni. Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst.

Olíuverðið yfir 55 dollara

Olíuverð er komið yfir fimmtíu og fimm dollara eftir að það hækkað töluvert í Singapúr í morgun. Sama verð verður í gildi þegar olíumarkaðir í New York verða opnaðir eftir nokkrar klukkustundir.

Tengjast bin Laden

Skæruliðahópur Abu Musabs al-Zarqawis í Írak, sem Bandaríkjamenn segja jafngilda útibúi al-Kaída í landinu, hefur í fyrsta sinn lýst yfir hollustu sinni við Ósama bin Laden.

Lukashenko getur setið áfram

Alexander Lukashenko getur setið áfram sem forseti Hvíta Rússlands. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda, 77 prósent, voru hlynnt því að Lukashenko ætti að sitja þriðja kjörtímabilið þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins bannaði það.

Fimm Palestínumenn drepnir

Ísraelskar hersveitir skutu fimm palestínska hryðjuverkamenn til bana í morgun. Tveir þeirra voru Hamas-liðar sem tekist hafði að komast yfir mörk Gasa-strandarinnar og yfir til Ísraels.

Pútín styður Bush

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, styður George Bush í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Pútín sagði í viðtali við þarlenda fjölmiðla í morgun að árásir hryðjuverkamanna í Írak væru verk alþjóðlegra samtaka sem vonuðu að árásirnar kæmu í veg fyrir að Bush yrði endurkjörinn.

Hryðjuverkamenn voru á eiturlyfjum

Hryðjuverkamennirnir í Beslan voru á eiturlyfjum og í umsátrinu um skólann þar voru margir þeirra í fráhvarfi, eftir því sem rússnesk yfirvöld fullyrða. 

Viðvaranir á bjórumbúðum

Stærsti bjórframleiðandi á Bretlandseyjum, Scottish og Newcastle sem meðal annars framleiðir Fosters-bjórinn, ætlar framvegis að setja viðvaranir á bjórflöskur sínar og -dósir líkt og þær sem nú eru settar á sígarettupakka.

Bilið fer vaxandi

Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við.  

Viðloðnir gjöreyðingavopn Íraka?

Bandaríska leyniþjónustan CIA segir að danskt fyrirtæki hafi selt vélbúnað til fyrirtækis í Írak sem gat framleitt gjöreyðingarvopn í valdatíð Saddams Hússeins. Með því að breyta danska vélbúnaðinum og tengja hann við annan búnað hafi verið hægt að framleiða vopnin.

Mikið magn vopna fannst hjá ETA

Hrúga af vopnum í eigu aðskilnaðarsamtakanna ETA fundust í suðvesturhluta Frakklands í morgun. Lögregla fann sprengjuvörpur, vélbyssur, riffla, skammbyssur og yfir 70 þúsund skotfæri við leit í hýbýlum ETA í morgun.

Annan hrósar Norður-Írum

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir umleitanir til friðar í Norður-Írlandi undanfarin ár vera frábærar og þær hvetji heimsbyggðina til dáða í viðleitni sinni til friðar.

Veikindin aldrei útskýrð

Orsakir persaflóaheilkennisins svokallaða, sem eru óútskýrð veikindi hermanna sem börðust í fyrra Íraksstríðinu, verður líklega aldrei hægt að staðfesta. Yfir sex þúsund hermenn sem börðust við Persaflóa í upphafi tíunda áratugarins þjást nú af óútskýrðum einkennum af ýmsu tagi.

Klónun manna verði leyfð

Hópur vísindamanna í Bretlandi vill að Sameinuðu þjóðirnar skelli skollaeyrum við yfirlýsingum George Bush Bandaríkjaforseta um að banna eigi allar tegundir klónunar á mönnum í framtíðinni. Í Bretandi er klónun stofnfrumna í lækningaskyni leyfð og vilja vísindamennirnir að svo verði áfram.

Fleiri breskir hermenn til Íraks?

Bandaríkjamenn hafa farið þess á leit við bresk stjórnvöld að þau sendi aukinn herafla til Íraks. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá því á breska þinginu í dag að beiðni þessa efnis hafi borist ráðuneytinu í síðustu viku en ákvörðun um hvort farið verði að óskum Bandaríkjamanna liggi ekki fyrir.

Jeb ekki á leið í forsetaframboð

Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída, lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali að hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og bróður, sem báðir hafa náð kjöri sem forseti Bandaríkjanna, í það minnsta ekki eftir fjögur ár.

Meingallaðar þingkosningar

Mikið vantaði upp á að framkvæmd þingkosninga í Hvíta-Rússlandi um helgina uppfyllti þær kröfur sem gerðar eru til kosninga í lýðræðisríkjum. Þetta er niðurstaða kosningaeftirlitsmanna frá Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE.

Vopnaðar löggur umkringja leikara

Lögreglan í Osló var fljót á vettvang þegar vegfarandi sagðist hafa séð vopnaða menn ráðast inn á bar. Lögreglumennirnir voru vel vopnaðir þegar þeir mættu á staðinn og réðust gegn ræningjunum. Það kom þeim hins vegar í opna skjöldu þegar einn ræninginn henti frá sér vopnunum og kallaði: "Það er allt í lagi. Við erum að taka upp mynd."

Sjá næstu 50 fréttir