Erlent

Níðst á nýliðum í rússneska hernum

Samtökin halda því fram að tugir nýliða láti lífið vegna slæmrar meðferðar reyndari hermanna á hinum óreyndu og þúsundir verði fyrir varanlegum andlegum skaða vegna þessa. Nýliðarnir verða fyrir kerfisbundinni niðurlægingu, barsmíðum og áreitni frá reyndari hermönnum, sem verður til þess að á hverju ári fyrirfara hundruð nýliða sér og þúsundir flýja úr hernum. Að sögn talsmanns mannréttindasamtakanna er þetta stærsta mannréttindabrot Rússlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×