Erlent

2 í gæsluvarðhald vegna morðs

Tveir menn á fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku til ellefta nóvember, vegna morðs á leigubílstjóra á sunnudagskvöld. Við yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur í gær kom fram að þeir verða í einangrun til annars nóvember. Báðir mennirnir kærðu úrskurð um einangrun en annar þeirra hefur viðurkennt aðild að árásinni, en hann segir að ætlunin hafi verið að ræna bílstjórann. Árásarmennirnir skildu líkið eftir í vegkanti, við bæinn Köge suður af Kaupmannahöfn, og flúðu af vettvangi í leigubílnum, en bíllinn fannst í höfninni í Kaupmannahöfn í gær. Í viðtali við danska ríkissjónvarpið segir rannsóknarlögreglumaður að líklega hafi mennirnir pantað leigubílinn með því að hringja í farsíma bílstjórans. Líkið fannst á aðfaranótt mánudags og síðar um daginn voru mennirnir handteknir, en þá höfðu þeir einnig rænt söluturn danska lestarfyrirtækisins DSB.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×