Erlent

Breytti nafninu í „hvalborgari"

Ungur norskur slátrari hefur fengið samþykkta breytingu á skírnarnafni sínu. Espen Scheide er slátrari í Þrándheimi, og nýlega rakst hann á síðu á netinu, þar sem hægt er að sækja um nafnbreytingu. Espen leist vel á það og heitir nú ekki lengur Espen, heldur Keikoburger. Slátratanum ku þykja hamborgarar úr hvalkjöti mesta lostæti, valdi sér því þetta nafn og heitir nú samkvæmt norsku þjóðskránni Keikoburger Scheide.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×