Erlent

Fjölgar á Norðurlöndum

Í fyrsta sinn í mörg á fjölgar fæðingum á Norðurlöndum og eiga íslenskar konur drjúgan þátt í því. Á milli áránna 2002 og 2003 fjölgaði fæðingum mikið á Norðurlöndum og voru þær þó fleiri en annars staðar í Evrópu fyrir. Frjósamastar allra kvenna eru íslenskar konur, raunar svo frjósamar að árið 2003 settu þær Evrópumet, ef Færeyjar og Grænland eru undanskilin. Þetta kemur fram í Norrænum hagtölum fyrir þessi ár. Þessi fjölgun barneigna er annar tveggja þátta sem hefur áhrif á fólksfjölgun á Norðurlöndum, en á sama tíma fækkaði innflytjendum mjög. Þannig voru tveir þriðju hlutar fólksfjölgunar á Norðurlöndum árið 2002 vegna aðfluttra, en aðeins einn þriðji vegna nýfæddra. Í fyrra var hins vegar um helmingur fólksfjölgunar vegna nýfæddra og helmingur vegna aðfluttra. Þótt sænskar konur og konur á Álandseyjum eignist fæst börn á norðurhveli, eru þær yfir meðallagi í Evrópu. Þessi mikli fæðingafjöldi á Norðurlöndum er meðal annars sagður gera Norðurlandabúm auðveldara en örðum að takast á við vaxandi framfærslubyrði vegna fjölgunar ellilífeyrisþega í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×