Erlent

Stöðva starfsemi vegna mannráns

Alþjóðlegu hjálparsamtökin Care International hafa ákveðið að stöðva alla starfsemi sína í Írak í kjölfar þess að öfgahópar rændu í gær Margaret Hassan, yfirmanni samtakanna í Írak. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband af Hassan þar sem hún er með hendur bundnar aftur fyrir bak. Öfgahópurinn sem rændi Hassan hefur enn ekki sett fram neinar kröfur. Hassan er vel kynnt í alþjóðasamfélaginu og þekkt fyrir störf sín að þróunarmálum. Hún er gift íröskum manni og er með tvöfaldan ríkisborgararétt; breskan og íraskan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×