Fleiri fréttir

Fyrstu réttarhöldin í Guantanamo

Fjórir af föngum Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu koma fyrir herdómstól í vikunni. Þetta verða fyrstu réttarhöldin yfir föngum í Guantanamo.

Grunur um raðmorð

Breska lögreglan telur ýmislegt benda til þess að Amelie Delagrange, sem var myrt í London á fimmtudaginn, hafi verið fórnarlamb raðmorðingja.

Stálu Ópinu og Madonnu

Hinu fræga málverki Edvards Munch, Ópinu, var stolið frá Munch-safninu í Ósló í gær ásamt fleiri málverkum. Meðal þeirra var annað frægt verk eftir Munch, og heitir það Madonna. Tveir eða þrír vopnaðir menn gengu inn í safnið, hótuðu starfsfólki með byssum og fóru með málverkin út í bifreið sem beið fyrir utan safnið.

Afhenda Sistani moskuna

Liðsmenn Moqtada al-Sadr munu afhenda al-Sistani æðsta klerk sjíta, Ali moskuna í Najaf í Írak. Enn er á huldu hvar al-Sadr sjálfur heldur sig. Misvísandi fregnir berast þó enn af stöðu mála.

Höfðar mál gegn fangelsi

Bretinn Richard Reid, sem dæmdur var í lífstíðar fangelsi, fyrir að gera tilraun til að sprengja farþegaflugvél American Airlines, með sprengiefni sem hann kom fyrir í skóm sínum, hefur höfðað mál gegn bandarískum fangelsismálayfirvöldum.

Læknar sakaðir um pyntingar

Alvarlegar ásakanir um misþyrmingar gagnvart föngum eru settar fram í hinu virta læknatímariti Lancet, á hendur læknum og hjúkrunarfólks innan bandaríkjahers. Blaðið birtir upplýsingar úr gögnum frá stjórnvöldum sem gefa til kynna að heilbrigðisstarfsfólkið beri ábyrgð á slæmri meðferð fanga í Abu Graib fangelsinu í Írak, og hafi einnig gengið í skrokk á föngunum, líkt og fangaverðirnir.

Átök við borgina Hilla

Pólskur hermaður lést og sex aðrir slösuðust þegar bíll var sprengdur við bílalest hersveitarinnar við borgina Hilla í Írak. Þar með er tala látinna pólskra hermanna komin í 14 frá september þegar Pólland tók við stjórn átta þúsund manna alþjóðlegum her í Írak. Þetta var þriðja árásin á herliðið á skömmum tíma.

Vill banna auglýsingarnar

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur lagt fram beiðni til bandarísku kosningastjórnarinnar, að banna auglýsingar sem birtar hafa verið í sjónvarpi þar sem köstuð er rýrð á feril hans sem hermanns í Víetnam stríðinu.

Tvær sprengjur í strandbæ

Tvær sprengjur sprungu í ruslagámum í tveimur strandbæjum á Norðvesturströnd Spánar fyrir um það bil klukkustund. Varað var við sprengjunum í símtali til dagblaðs í Baskalandi og staðhæft að aðkilnaðarsamtök Baska, ETA, bæru ábyrgð á þeim. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi særst í sprengingunum.

Átök við Ali moskuna í morgun

Til átaka kom við Ali moskuna í Najaf í Írak í morgun, á milli Bandaríkjahers og Medi-hers sjítaklerksins Moqtadas al-Sadrs. Al-Sadr hefur gefið frá sér yfirráð yfir Imam Ali grafhýsinu, en Ali moskan er þó enn á valdi manna hans.

Fótboltallið Írak gagnrýnir Bush

Knattspyrnulið Íraka sem vann riðil sinn á Ólympíuleikunum, hefur gagnrýnt Bush Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að nota liðið í auglýsingum fyrir kosningabaráttu sína. Margir liðsmenn eru Bush mjög reiðir og sagði einn þeirra að ef hann væri ekki á Ólympíuleikunum væri hann heima að berjast gegn bandaríska herliðinu.

Sprenging í Bangladesh

Að minnsta kosti fjórir létust í Bangladesh í dag þegar ein eða fleiri sprengjur sprungu við höfuðstöðvar helsta stjórnarandstöðuflokks landsins í höfuðborginni Dhaka á sama tíma og fyrrverandi forsætisráðherra landsins ávarpaði fund sem þar stóð yfir.

Fuglaflensuveiran finnst í svínum

Vísindamenn í Kína telja sig hafa fundið hina skæðu fuglaflensuveiru í svínum þar í landi, og segjast þeir hafa fundið hana á nokkrum bóndabæjum í Kína. Yfir 20 manns létust og um 200 milljónir fuglar voru drepnir, þegar fuglaflensufaraldur gekk yfir Asíu fyrr á þessu ári.

Starfslið SÞ ætti að fara

Starfsmannasamtök Sameinuðu þjóðanna telja að allt starfslið Sameinuðu þjóðanna í Afganistan eigi að yfirgefa landið þar sem þeim sé hætta búin. Líklegt þykir að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna verði skotmörk þegar líður að kosningum í landinu í október. Þá verður kosinn nýr forseti, en ný stjórn verður kosin í apríl á næsta ári.

Reyndu að komast til Spánar

Sextíuogfjórir Marokkóbúa voru handteknir þegar þeir reyndu að smygla sér ólöglega á litlum gúmmíhraðbáð til Spánar. Hraðbáturinn var stöðvaður við strendur Marokkó í gær og voru allir um borð handteknir vegna gruns um að vilja flýja til Evrópusambandsins.

Átök blossa upp á ný

Átök blossuðu upp milli bandarískra hersveita og herskárra sjítamúslima í Najaf í dag, en nokkuð friðsælt var fram eftir degi í þessari heilögu borg múslima. Mannlaust flugfar brotlenti í borginni og segja stuðningmenn sjítaklerksins al-Sadr að þeir hafi skotið farið niður.

Flugsýning í Búdapest

Óvenju hugaðir flugmenn, hvaðanæva úr veröldinni, sýndu snilli sína á flugsýningu í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Þeir gerðu sér lítið fyrir og flugu meðal annars undir brúna yfir Dóná, sem er í nágrenni ráðhússins í borginni.

Sprengjur í strandbæjum á Spáni

Fjórir særðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur strandbæjum á Norður-Spáni í morgun. Maður, sem kenndi sig við ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, gerði lögreglu viðvart um sprengjurnar, sem sprungu í Baiona og Sanxenxo. Lögregla rýmdi hafnarsvæðið í Baiona áður en sprengjan sprakk.

Enn fjölgar dópmálum á ÓL

Enn fjölgar þeim íþróttamönnum sem þurfa frá að hverfa vegna ólöglegrar lyfjanotkunar á Ólympíuleikunum í Aþenu. Kúluvarpara frá Úsbekistan og lyftingamanni frá Indlandi hefur verið vísað frá leikunum.

Morðingi laus í London

Tuttugu og tveggja ára frönsk kona var myrt í Twickenham-hverfi, í suðvesturhluta Lundúnaborgar í fyrrinótt. Þetta er fimmta árásin af þessu tagi, sem gerð hefur verið í hverfinu, á skömmum tíma. Óttast er að einn og sami maðurinn hafi verið að verki í öll skiptin.

Ali enn í haldi liðsmanna Sadr

Liðsmenn uppreisnarklerksins Múktada al-Sadr hafa Ali-moskuna, í borginni Najaf í Írak, enn á sínu valdi. Viðræður um að afhenda hana æðsta trúarleiðtoga sjíta, al-Sistani, hafa staðið yfir í dag en til átaka kom í nágrenni við moskuna.

Nýr taki við Imam Ali moskunni

Harðar árásir, sem gerðar voru í nótt á borgina Najaf í Írak, virðast hafa hrist upp í harðlínuklerknum Múktada al-Sadr. Fulltrúar hans vilja nú að erindrekar æðsta klerks Íraks,  al-Sistani, taki við stjórn Imam Ali moskunnar í Najaf, þar sem al-Sadr hefur haldið til.

Fimm látast í Fallujah

Fimm hið minnsta fórust í sprengjuárásum á borgina Fallujah í Írak í nótt, en þar hefur andspyrna verið mikil frá upphafi. Árásirnar hófust á ný í morgun. Raunar hafa bandarískar orrustuvélar varpað sprengjum á borgina nánast daglega undanfarna viku. Fallujah er ein meginbækisstöð andspyrnu og skæruliða í Írak, en það eru einkum Súnnítar sem þar búa.

Læknar aðstoða við pyntingar

Prófessor við Háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum segir lækna hafa aðstoðað fangaverði við pyntingar á föngum í Abu Graib fangelsinu. Hann segir ákveðna lækna hafa falsað dánarúrskurði, til þess að hylma yfir morð og pyntingar á föngum.

Vinna skítverk fyrir Bush

John Kerry, forsetaefni Demókrata, segir þann hóp manna sem heldur uppi áróðri um að hann hafi ekki særst í Vietnamstríðinu vera að vinna skítverk fyrir Bush forseta. Hann segir áróðursherferðina kostaða af repúblikana frá Texas

Reykur í farþegarými

168 farþegar spænskrar leiguflugvélar urðu að flýja út um neyðarútganga eftir að mikill reykur myndaðist í farþegarými vélarinnar í morgun. Vélin var á brautarenda á flugvellinum í Köln í Þýskalandi og var við það að taka á loft þegar reykurinn fyllti farþegarýmið.

Fellibylur og flóð í Japan

Fellibylurinn Megi skall með offorsi á norðurströnd Japans í morgun. Stormurinn olli uppnámi í samgöngum, rafmagnsleysi og flóðum. Megi hefur undanfarna þrjá daga valdið miklu uppnámi í Suður-Kóreu og hluta Japans, en alls er talið að þrettán hafi farist í ofsaveðrinu.

77 létust á sólarhring

77 manns hið minnsta hafa farist í hörðum árásum á skotmörk í Najaf í Írak undanfarinn sólarhring. Harðlínuklerkurinn Múktada al-Sadr er þar í skotlínu írakskra og bandarískra sveita.

Olíuverð hækkar um 59% á ári

Olíuverð stefnir yfir fimmtíu dollara í dag. Í gærmorgun var verðið á olíufati um 47 dollarar. Um hádegisbil var það orðið 47 dollarar og 50 sent, og þegar viðskiptum var hætt á markaði í gær var verðið á olíufati komið upp í 48 dollara og 98 sent.

Harward og Princeton bestir

Harward og Princeton eru bestu háskólar Bandaríkjanna fyrir grunnnám, samkvæmt nýrri rannsókn fréttatímaritsins US News and World Report. Yale og háskólinn í Pennsilvaníu fylgja fast á hæla þeim.

Óeðlilegir viðskiptahættir

Framkvæmdastjóri Skólavörubúðarinnar segir óeðlilega viðskiptahætti stundaða í verslun skólavöru. Ákveðnir aðilar selji vörur sem teknar eru fyrir í verðkönnunum á mjög lágu verði til þess að ná sér í fyrirsagnir.

Enn átök við Imam Ali moskuna

Átök halda áfram við Imam Ali moskuna í Najaf, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnvalda í Írak að lögregla hafi moskuna í haldi. Þá neita einnig talsmenn sjíta klerksins al-Sadr að lögreglan sé inní moskunni.

Hlægilegt að halda úti herstöð

Einum virtasta dálkahöfundi Bandaríkjanna finnst það nánast hlægilegt að halda úti herstöð á Íslandi. Charles Krauthammer skrifar fyrir blöð eins og Washington Post og Time. Í Washington Post, í dag, fjallar hann um þá ákvörðun Georges Bush að flytja tugþúsundir bandarískra hermanna frá herstöðvum sem þeir manna nú.

Trúa á tengsl Saddams og al-Kaída

Rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna telur að Írakar hafi verið í nánum tengslum við al-Kaída fyrir innrás Bandaríkjahers og bandamanna þeirra samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur einnig fram að fimmtán prósent þeirra telja að Íraksstjórn hafi átt beina aðild að hryðjuverkaárásunum í New York og Washington 11. september 2001.

Ruglað saman við hryðjuverkamann

Edward Kennedy er einn frægasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna en það dugar ekki til að koma í veg fyrir að honum sé ruglað saman við hryðjuverkamann og lendi þar af leiðandi í vandræðum með að ferðast með flugi innan Bandaríkjanna.

Al-Sadr horfinn úr moskunni

Mikil óvissa ríkir um ástandið í íröksku borginni Najaf. Fyrr í dag var því haldið fram að írakska lögreglan væri komin inn í Imam Ali moskuna og að uppreisnarmenn hefðu yfirgefið hana og verið handteknir.

Tólf Nepölum rænt í Írak

Íslamskur hryðjuverkahópur, sem kallar sig her Ansar al-Sunnar, hefur rænt tólf verkamönnum frá Nepal vegna samvinnu þeirra við Bandaríkjaher í Írak. Yfirlýsing kom frá hópnum þar sem nöfn mannann tólf voru birt.

Bát stolið í Hafnarfirði

Bát var stolið í Hafnarfirði að kvöldi þriðjudags, eða aðfaranótt miðvikudags. Báturinn var af tegund SELVA 5,5 og var hvítur að lit. Utanborðsmótor var á bátnum og lítið plasthús.

Ávirðingar ganga á víxl

Ávirðingar ganga á víxl á milli forsetaframbjóðendanna Kerrys og Bush í Bandaríkjunum. Kerry svarar nú fullum hálsi auglýsingum þar sem hann er sagður ljúga til um eigin hetjudáðir í Víetnamstríðinu, og segir Bush standa fyrir óhróðursherferð.

Olían hækkar enn

Olíuverð var síðdegis komið upp í 49 dollara og 29 sent. Átökin í Írak eru sögð meginástæða hækkana í dag. Hækkunin frá því í lok júní nemur alls 33 prósentum. Vegna skemmdarverka og árása hefur olíuútflutningur Íraks minnkað um tæpan helming frá því í apríl.

Ringulreið í Najaf

Harðlínuklerkurinn al-Sadr virðist hafa sloppið undan hersveitum Bandaríkjanna og Íraks síðdegis. Algjör ringulreið ríkir í Najaf og enginn virðist vita nákvæmlega hvað er þar á seyði.

Helgidómurinn yfirgefinn

Mahdisveitir Muqtada al-Sadr fjarlægðu öll vopn sín úr mosku Imam Ali eftir að samkomulag náðist við helsta leiðtoga sjíamúslima um að hann tæki að sér stjórn og umsjón moskunnar. </font /></b />

Tólf dánir í ofsaveðri í Asíu

Tólf hafa farist í ofsaveðri í Asíu undanfarinn sólarhring en fellibylurinn Megi gekk þá yfir Suður-Kóreu og Japan. Flytja þurfti þrjú þúsund manns frá heimilum sínum. Reyndar er Megi enn á leiðinni til Japans og á undan honum kemur hellirigning með miklu hvassviðri sem þegar hefur valdið vandræðum og mannfalli.

60 mannns í sjálfheldu í Skotlandi

Þyrlur þurfti til að bjarga nærri sextíu manns sem lentu í sjálfheldu eftir að skriður féllu á þjóðveg í Skotlandi í gær. Tvær skriður lokuðu um tuttugu bíla inni og segja björgunarmenn það mikla mildi að enginn skyldi slasast eða verða fyrir skriðu.

Tvö óþekkt tungl Satúrnusar

Geimfarið Cassini, sem er á sporbraut um Satúrnus, hefur sent nýjar myndir heim og getur þar að líta tvö áður óþekkt tungl. Þar með er fjöldi tungla Satúrnusar orðinn þrjátíu og þrjú og enn er verið að leita fleiri.

Sjá næstu 50 fréttir