Erlent

Enn fjölgar dópmálum á ÓL

Enn fjölgar þeim íþróttamönnum sem þurfa frá að hverfa vegna ólöglegrar lyfjanotkunar á Ólympíuleikunum í Aþenu. Kúluvarpara frá Úsbekistan og lyftingamanni frá Indlandi hefur verið vísað frá leikunum. Þeir eru komnir í hóp með fyrrverandi heimsmeistara í kraftlyftingum og Grikkjanum Leonidas Sampanis, sem vann til bronsverðlauna, en féll á lyfjaprófi. Þrátt fyrir að Alþjóðaólympíunefndin hafi staðfest að níu keppendur hafi fallið, eru talsmenn hennar sallarólegir. Þeir benda á að þeir sem hafi fallið á lyfjaprófi séu í miklum minnihluta, því um 1400 í þróttamenn hafi jú staðist prófin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×