Erlent

Fótboltallið Írak gagnrýnir Bush

Knattspyrnulið Íraka sem vann riðil sinn á Ólympíuleikunum, hefur gagnrýnt Bush Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að nota liðið í auglýsingum fyrir kosningabaráttu sína. Margir liðsmenn eru Bush mjög reiðir og sagði einn þeirra að ef hann væri ekki á Ólympíuleikunum væri hann heima að berjast gegn bandaríska herliðinu. Atriði auglýsingarinnar sem vekur hvað mesta reiði er þegar myndir birtast af fánum Afganistan og Írak, þar sem stendur: "Á Ólympíuleikunum verða tvær frjálsar þjóðir til viðbótar - og  færri hryðjuverkastjórnir." Leikmaðurinn, Salih Sadir, segir að liðið vilji ekki að Bush noti sig í kosningabaráttu sinni, hann geti fundið aðrar leiðir til að auglýsa sjálfan sig. Þá vill hann að Bush dragi herlið sitt frá Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×