Erlent

Engan þvott á snúrurnar

Borgarstjóri Nikósíu, höfuðborgar Kýpurs, hefur ákveðið að banna borgarbúum framvegis að hengja þvott sinn út á snúrur sem strengdar eru á milli húsa yfir þröngar götur borgarinnar. Sektir liggja við ef fólk fer ekki eftir þessu. Borgarstjórinn segir að það sé óþolandi fyrir gesti og gangandi að geta hvenær sem er búist við að skolvatn úr sokkaplöggum og nærfötum ókunnugra drjúpi í höfuð þeirra .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×