Erlent

Pútín sakaður um hefndaraðgerðir

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er sakaður um að reyna að eyðileggja fjármálaveldi Mikhails Kodorkhovskys, auðkýfings og aðaleiganda rússneska olíurisans Yukos, en Kodorkhovsky hefur verið í fangelsi að undanförnu vegna gruns um fjársvik og skattsvik. Eneko Landaburu, yfirmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í erlendum samskiptum, sagði í dag að Pútín væri meðvitað að grafa undan veldi Kodorkovskys til að hefna fyrir tilraunir aðaleiganda fyrirtækisins til að seilast til áhrifa í stjórnmálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×