Erlent

Handtekin fyrir súkkilaðiát

Kona var handtekin af lögreglu og haldið í gæslu í þrjár klukkustundir fyrir að borða súkkulaðistöng á neðanjarðarlestarstöð í Washington þar sem neysla matvæla er bönnuð. Konan var að maula súkkulaðið í rúllustiga á leið á lestarstöðina og var búin að stinga upp í sig síðasta bitanum þegar hún gekk inn. Þar sem hún hafði ekki kyngt var hún handtekin. Lögreglan í Washington hefur verið gagnrýnd fyrir offors í málum sem þessum. Í fyrra var tólf ára stúlka handjárnuð fyrir að borða franska kartöflu á lestarstöð og maður í hjólastól sektaður fyrir að blóta þegar allar lyftur fyrir fatlaða reyndust bilaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×