Erlent

Þreyttar á áreiti klámkarla

Norskar hótelþernur eru orðnar þreyttar á því að karlmenn, sem kaupa sér klámefni á sjónvarpsrásum hótela, áreiti þær kynferðislega. Eli Ljunggreen, forsvarsmaður starfsfólks á norskum hótelum, segir að aðallega séu það karlmenn úr viðskiptalífinu sem stundi þetta áreiti. Þeir hringja gjarnan niður í móttöku, panta t.d. auka handklæði, og svo bíði þeir naktir upp í rúmi þegar þernan kemur. Til að koma í veg fyrir þetta vilja þernurnar banna klámefni á norskum hótelum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×