Erlent

Há sjálfsmorðstíðni hermanna

Sjálfsmorðstíðni meðal rússneskra hermanna hefur aukist verulega á þessu ári að sögn rússneska hersins. Fyrstu sex mánuði ársins frömdu 109 rússneskir hermenn sjálfsmorð, sem er 38% aukning frá síðasta ári. Aðalsaksóknari í rússneska hernum segir að rekja megi að minnsta kosti 60 sjálfsmorðanna beint til kúgana og ofbeldis yfirmanna í hernum. Rannsóknir séu í gangi og þeim yfirmönnum sem gerst hafi brotlegir verði refsað. Glæpir meðal hermanna eru vaxandi vandamál í Rússlandi og meira en 7000 hermenn voru ákærðir vegna glæpsamlegs athæfis á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×