Erlent

Hélt barni og móður föngnum

Saksóknari í máli Michaels Jacksons heldur því fram að poppstjarnarn hafi haldið barni og móður þess föngnum á Neverlandi búgarði sínum, og neytt þau til að taka upp myndband til að kveða niður ásakanir um kynferðislega áreitni Jacksons gagnvart ungum drengjum. Þær komu fram í heimildarmynd en í annarri heimildarmynd neitaði Jackson þessu og sást halda í hönd drengsins sem ákærir hann nú. Síðar gerðu lögfræðingar Jacksons myndband með drengnum og móður hans. Þessar upplýsingar komu fram fyrir dómi í gær þegar fjallað var um beiðni lögfræðingja Jacksons um frestun á réttarhaldinu, sem átti að hefjast í september. Dómari frestaði málinu til janúarloka og á meðan gengur Jackson laus gegn rúmlega 200 milljóna króna tryggingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×